Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 Íslensk hönnun Formuð og fagurfræðileg krosstré Jón Geir Ágústsson, tækni- fræðingur og fyrrum byggingar- fulltrúi Akureyrarbæjar, hefur í hartnær 30 ár fengist við að smíða krossa og skera í þá letur. Hann hefur þó einungis selt einn kross frá því að hann byrjaði, enda enginn sölumaður að eigin sögn, en þetta er góð tóm- stundaiðja sem úr verður listilega fallegt handverk sem kom fyrst fram fyrir almenningssjónir á Hólahátíð á síðasta ári. Upphaf: „Allt frá 1982 hef ég haft af því mikla ánægju að vinna með formið alkunna, krossinn, en geri mér ljósa grein fyrir því að ég hef aðeins eigið formskyn að byggja á og enga akademíska þekkingu, hvorki í fagurfræði, trúfræði né sagnfræði. Flest höfum við frá bernsku haft krosstáknið fyrir augum, hugleitt merkingu þess og boðskap. Á því hefur hver og einn sinn persónulega skilning, sem ýmist mótast af trú, fagurfræði, reglunni um hið gullna snið, eða máske öllu þessu í senn. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ýmsu letri, ekki hvað síst höfða- letrinu gamla og fór að fikta við að setja höfðaletrið í krossform. Ekki endilega af trúarlegum ástæðum heldur vegna formsins. Krosstákn eru ótalmörg og margvísleg og frá mismunandi tímaskeiðum sög- unnar. Latneski krossinn er sá sem kunn- astur er okkar tíma og menningu. Frá heiðnum tíma er kunnur jafnarma kross, umlukinn hring, sólkringl- unni, sem þar er tákn eilífðarinnar, ljóssins og frjósemi jarðar. Þrátt fyrir fjölbreytileika krossformsins eru ýmsir sem telja það staðnað, jafnvel úrelt. Miklu fremur tel ég að það sé mannshugurinn sem hefur staðnað en krossformið sjálft. Kirkjulistamenn, einkum glerlista- menn sanna, að krossformið lifir og þar með einnig hin fornu sannindi að formið lifir lengur en hluturinn.“ Efniviður: „Ég nota rekavið sem ég finn við strendur landsins og einnig hef ég notað afganga úr skipaeik og við frá Chile. Ég hef tvisvar farið á nám- skeið í útskurði og allt mitt líf hef ég verið að vinna með eitthvað í höndunum. Síðan hef ég einnig notað grjót en það er sérstakur kapituli sem hófst í sambandi við sýningu sem ég hélt í fyrra á Hólahátíð. Vígslubiskupinn á Hólum, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, sem ég vil færa sérstakar þakkir, var svo vinsamlegur að gefa mér örlitla afganga sem eftir voru úr Auðunarstofu, bæði timbur og sand- stein úr Hólabyrðu. Fyrir mér var það nýtt og ögrandi að nota sama efnivið og þann sem Hóladómkirkja er byggð úr. Með samnýtingu þessara nátt- úruefna verður til huglæg tenging í krossinum milli hins forna tíma er Auðunarstofa hin eldri var reist, Auðunarstofu hinnar yngri, Hóladómkirkju, Hólabyrðu og stórmerkrar sögu Hólastaðar.“ Innblástur: „Það má segja að efniviðurinn hafi mikil áhrif á útkomu verksins og form þess og sá efniviður sem ég hef hverju sinni er í sjálfu sér stór innblástur að verkinu. Krossformið getur verið eins fjölbreytt og hug- urinn leyfir.“ Framundan: „Síðastliðið sumar hélt ég mína fyrstu sýningu á Hólahátíð á Hólum í Hjaltadal að tilstuðlan Jóns Aðalsteins vígslubiskups. Nú í byrjun mars verður síðan sýning í safnaðarheimili Akureyrarkirkju og í framhaldi af því gæti ég vel hugs- að mér að fara með sýninguna víðar um land. Þessi sköpun tekur tíma en hún veitir mér mikla ánægju og lífsfyllingu.“ /ehg Jón Geir Ágústsson, tæknifræðingur á eftirlaunum, smíðar og sker út krossa í frístundum sínum þar sem efniviðurinn er mismunandi trjátegundir, trjábörkur, hvaltönn, messing og sandsteinn. Rekaviðarfjölin kom frá bónda austur í Núpasveit og eftir að hafa geymt hana í þó nokkurn tíma skar Jón Geir út í spýtuna, sem var orðin orpin og sprungin og útkoman varð þessi fallega englamynd. Jón Geir hefur búið til þessa fallegu krossa í 30 ár, en þeir komu fyrst fyrir almenningssjónir í fyrra á Hólahátíð. Valþjófsstaðahurð í hálfri stærð, sem Jón Geir lauk við í fyrra og er komin upp á vegg heima hjá honum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.