Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 201214 Frumkvöðlarnir Björn Steinar Jónsson, Garðar Stefánsson og Yngvi Eiríksson stofnuðu fyrir- tækið Saltverk Reykjaness og hófu framleiðslu á kristalsjávarsalti á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp á síðasta sumri. Hafa viðtökurnar verið framar vonum. Við fram- leiðsluna nota þeir aldagamla íslenska vinnsluaðferð en sér- staða vörunnar er hreinleiki hins glitrandi hvíta flögusalts. „Við erum þrír félagar úr mennta- og háskóla sem vorum saman í fram- haldsnámi í Danmörku þegar þessi hugmynd kom upp. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð og trú á íslenskri matarmenningu og hreinleika náttúrunnar hér. Þar sem Íslendingar eru eyþjóð og hafa alla tíð verið stór saltfiskframleiðandi fannst okkur þetta liggja beinast við, að fara út í saltverkun. Við töldum að á Íslandi væri tækifæri til að búa til salt sem ætti engan sinn líka, unnið úr hreinum og ferskum sjó og með framleiðsluaðferð sem er knúin af umhverfisvænum orkugjafa. Garðar skrifaði mastersverkefni út frá hug- myndinni og Björn Steinar skrifar nú sína mastersritgerð sem hjálpar til við frekari þróun,“ útskýrir Yngvi. Jarðvarmi og saltverkssaga Eftir að nýsköpunarstyrkur fékkst gátu félagarnir hafist handa og völdu sér stað fyrir saltverkið langt frá sinni heimabyggð, sem er Reykjavík og í 300 kílómetra fjarlægð frá Reykjanesi syðra. „Við völdum þennan stað því þarna hefur áður verið saltverk. Í lok 18. aldar var Reykjanessaltverk starf- rækt þar og fjármagnað af danska kónginum. Þar var salt unnið með því að sjóða sjó á opnum pönnum og heitt hveravatn notað sem orkugjafi. Þar voru framleidd um 100 tonn á ári en við heilluðumst af sögunni og ekki skemmdi fyrir að jarðvarminn er til staðar þarna,“ útskýrir Yngvi og segir jafnframt frá vinnsluferlinu: „Við notum orkuna úr hveravatn- inu til að eima sjóinn en það tekur um fjóra daga að eima saltið niður. Þá byrjar salt að falla úr pækli sem myndast. Síðan setjum við saltið í sérstakar þurrkskúffur og notum jarðvarmann áfram við þurrkunina þannig að við notum sáralítið raf- magn við framleiðsluna. Þarna koma kaldir og ferskir sjávarstraumar úr Norðuríshafi inn í Ísafjarðardjúp, þannig að hrein- og ferskleikinn er okkar sérstaða. Úr sjónum vinnum við síðan hvítt og glitrandi flögusalt sem er hægt að mylja niður og er algjörlega hreint sjávarsalt.“ Opin og sýnileg framleiðsla Tveir drengjanna eru verkfræðingar og einn hagfræðingur, þannig að ólík menntun þeirra hefur nýst þeim vel í upphafsferlinu. Staðarhaldararnir á Hótel Reykjanesi aðstoða við eftirlit með framleiðslunni á milli ferða með salt á markað. „Við erum ekki efnafræðingar en í grunninn er þetta mjög einfalt. Þó er ákveðin list að gera gott salt og að ná réttri áferð. Maður þarf að hafa rétt hitastig við vinnsluna til að tapa ekki eiginleikum þess en í sjávarsalti er ekki eingöngu natríumklóríð, heldur einnig steinefni sem eru okkur mönnum mjög góð til neyslu. Þess vegna mæla kokkar og næringarfræðingar með sjávarsalti, útaf innihaldsefnunum, frekar en borðsalti við matargerð. Einnig þarf að hausta saltið áður en bitur sölt myndast og er ákveðið handverk við það, en við notum aldagamla norðurevrópska aðferð sem hefur sannað sig og er enn tíðkuð með íslensku lagi þar sem jarðvarminn kemur við sögu,“ segir Yngvi. Fyrstu saltflögurnar komu á markað í desember og hafa viðtökurnar verið framar vonum, þannig að saltararnir ná ekki að anna eftirspurn en markmiðið er að framleiða um 20 tonn á ári. „Við höfum ekkert auglýst en notum þess í stað samfélagsmiðla og höldum úti heimasíðu þar sem fólk getur fylgst með okkur. Við viljum hafa þetta opna og sýnilega framleiðslu og hugmyndin er að fólk eigi að geta komið í heimsóknir þegar við auglýsum opið hús, til að vekja traust neytenda á framleiðslunni og vörunni og einnig til að segja söguna bak við saltið.“ Sérstaða íslenskrar matvöru Félagarnir hafa mikla trú á verkefninu og hafa lagt ómælda vinnu í að koma saltverkinu af stað. „Við höfum mikla ástríðu fyrir þessu, enda er heillandi saga til stað- ar, hreint umhverfi og náttúrulegur orkugjafi. Þetta á einnig rætur í hug- mynd sem við höfum um að íslensk matvöruframleiðsla eigi sér mikla sérstöðu; búfénaðurinn nærist á harð- gerum og næringarríkum jurtum og tæru lofti, fiskurinn svamlar í tærum og ferskum sjó – þetta eru þau gæði lands og sjávar sem við höfum hér og teljum að mikil tækifæri liggi í því að segja þessa sögu á erlendum mörkuðum. Í samanburði við önnur matvælahéruð erlendis er strjálbýlt hér og því minni mengun sem hefur áhrif á framleiðsluna. Við teljum að íslensk matvælaframleiðsla eigi þarna mikla innistæðu á þessum mörkuðum og að hægt sé að gera Ísland að matareyju þar sem gert er út á hreinleikann og náttúruna. Þessir hlutir eiga einmitt mikið upp á pallborðið þessa stundina því mikil athygli beinist að þeirri grósku sem er að eiga sér stað í nýnorrænni matargerð og afurðum,“ segir Yngvi brosandi og bætir við: „Á Borgundarhólmi í Danmörku eru margir smáframleiðendur sem framleiða hágæðamatvöru eins og bjór, kjúkling og lakkrís en ákveð- inn gæðastimpill fylgir vörunum þaðan. Við höfum fulla trú á að Íslandiætti að geta fengið svipaðan sess í Evrópu og annars staðar eins og Borgundarhólmur hefur í Danmörku, okkar framleiðsla er innlegg í þá sýn og mun nýtast í þróun á alíslenskri matvöru.“ /ehg Þrír frumkvöðlar í Saltverki Reykjaness eima sjó með jarðhita og framleiða hágæðasalt á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp: Íslenskt kristalsjávarsalt á markað Félagarnir Björn Steinar Jónsson, Yngvi Eiríksson og Garðar Stefánsson létu hugmynd sína um stofnun salt- verksmiðju á Íslandi verða að veruleika á síðasta ári og er nú íslenskt kristalsjávarsalt komið á markað.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.