Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 Það var fallegt á fjöllum laugar- daginn 18. febrúar þegar rit- stjóra Bændablaðsins var boðið í jeppaferð með Páli Halldóri Halldórssyni, sölustjóra Mercedes- Benz atvinnubíla hjá Öskju. Var ferðinni heitið upp á Kjöl og inn í Kerlingarfjöll. Þó meira hafi snjóað í byggð á suðvesturhorni landsins í byrjun þessa árs en í fjölda ára, þá reyndist vera furðu snjólétt á hálendi Íslands og veðrið þennan dag eins og best verður á kosið. Páll á einhvern öflugasta fjalla- bíl landsins, sem hann smíðaði upp úr Mercedes-Benz Sprinter sendibíl. Hann fékk tæknimenn Benz-verksmiðjanna í lið með sér til að gera nauðsynlegar breytingar á tölvubúnaði og öðru. Fleiri slíkir bílar eru nú í breytingum og segir Páll að einn til viðbótar sé langt kominn og tveir aðrir eigi að verða tilbúnir í byrjun júní. Þá verða breyttu Sprinter-ofurbílarnir orðnir fjórir. Björgunarsveitir víða um land hafa einnig sýnt slíkum bílum mikinn áhuga en um er að ræða fjölhæfa bíla sem geta m.a. hæglega tekið fernar sjúkabörur ef á þarf að halda. „Svona bílar ættu að vera til á hverjum ein- asta sveitabæ,“ segir Páll og glottir til blaðamanns. Hefur Páll prófað sinn bíl við ólíkar og erfiðar aðstæður og reyndist hann t.d. afar vel við flutn- inga á fólki upp að gosstöðvunum í Eyjafjallajökli 2010. Þá hefur erlendum ferðamönnum þótt mikið sport að aka um landið með Páli. Þar á meðal var hópur fyrrverandi norskra kúabænda sem áttu vart orð til að lýsa hrifningu sinni. Trúlega voru það þó ekki síður samskiptin við ökumann en bíllinn sjálfur sem drógu fram sólskinsbrosið á andlitum norsku kúabændanna. Nýliðakennsla Litla nefnd Ferðaklúbbsins 4x4 var með þrjá hópa jeppamanna sem stefnt var í Kerlingarfjöll þennan sama laugardag, eða samtals 33 bíla. Ólafur Magnússon var þar í forsvari fyrir hópinn og segir hann að í ár sé Litla nefndin tíu ára. Var hún sett á fót á sínum tíma þar sem mönnum fannst of lítið gert fyrir þá félaga 4x4 sem voru á lítið breyttum eða óbreyttum jeppum, þ.e. „litlu bílana“ í flotanum. „Enn þann dag í dag erum við að standa fyrir ferðum fyrir þennan hóp. Við vinnum þetta þannig að innan 4x4 er nokkuð góður hópur sem er á bílum með 35 tommu dekkjum og með allt upp í 49 tommu breytta jeppa. Þessi hópur er okkur innan handar með fararstjórn og hópstjórn í Litlu nefndinni. Þeim almennu þátt- takendum sem skrá sig í ferðirnar er skipt upp í minni hópa sem hver um sig er með einn eða tvo hópstjóra. Að þessu sinni voru einungis þrír hópar og einn hópstjóri í hverjum, nema síðasta hópnum með minnstu bílunum þar sem hópstjórarnir voru tveir. Stundum höfum við verið að fara með allt upp í átta hópa. Í síðustu ferð þar á undan fórum við upp á Skjaldbreiðarsvæðið með um 55 bíla.“ Ólafur segir mikið um að fjöl- skyldur séu saman í þessu sporti. Síðustu árin hafi Litla nefndin farið með um 250 til 300 bíla og um 700 manns á fjöll yfir vetrartímann í 6-7 ferðum. Leggja mikið upp úr góðri umgengni um landið Það vakti athygli blaðamanns hvað þessir jeppamenn virtust meðvit- aðir um að skemma ekki landið og sneiddu hjá öllum melum og móum þó gaddfreðnir væru og illmögulegt að marka í þá spor. „Við viljum kalla þetta uppeldis- starf þar sem við kennum fólki að ferðast á þennan máta og ganga vel um landið okkar. Við byrjum á því áður en farið er í svona ferðir, sem farnar eru á laugardögum, að vera með kynningarkvöld miðvikudags- kvöldið áður. Þar förum við yfir ferðatilhögun og einnig hvernig menn eiga að haga sér á fjöllum og útbúa sig. Þar er lögð áhersla á að ekki sé verið að keyra utan vega og að menn tíni upp eftir sig allt rusl og sýni heilbrigða skynsemi í ferða- mennsku. Við sem erum að ferðast þetta mikið viljum gjarnan koma að landinu hreinu og óskemmdu aftur og aftur,“ segir Ólafur. Minna um alvarlegan utanvegaakstur en áður Ólafur segir að þrátt fyrir allt tal um að utanvegaakstur fari vaxandi þá sé það sín tilfinning að því sé þveröfugt farið. „Við sem erum mikið að ferðast sjáum æ minna af utanvegaakstri með alvarlegum skemmdum á landi.“ Erfitt sé að segja til um hverjir hafi helst verið að valda slíkum spjöllum enda engar rannsóknir eða skráning til um það. Trúlega sé þar oft um að kenna hreinum fíflagangi og kunn- áttuleysi ökumanna. Segir Ólafur að með skipulagningu og kennslu hafi menn náð verulegum árangri í að koma í veg fyrir slíkt. Reynslan sýni einnig að án þjálfunar og kunnáttu í meðferð fjórhjóladrifsbíla komist menn ekki ýkja langt, sama hversu jeppinn er öflugur. /HKr. Bændablaðið í jeppaferð í fallegu vetrarveðri á Kjalvegi og í Kerlingafjöllum: Tiltölulega snjólétt á hálendi Íslands - Líklegt að snjóa taki upp snemma í vor – Óvanir jeppamenn teknir í kennslustund í vetrarferðamennsku og í umgengni um landið Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.