Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 25
búnaðarþing 2012 - 25BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 1. MARS 2012 Framtíðarskipulag og stefna í landbúnaði til umræðu á Búnaðarþingi Samstaða um að sameina leiðbeiningaþjónustu Þungi í umræðu um dýralæknaþjónustu og eftirlit í landbúnaði Allróttækar breytingar voru til umfjöllunar á búnaðarþingi 2012. Meðal stærstu mála þingsins voru mál sem varða sameiningu ráð- gjafarþjónustu í landbúnaði og endurskoðun á félagskerfi bænda, hvort tveggja mál sem gætu haft veruleg áhrif á framtíðarskipulag og stefnu í landbúnaðarmálum. Þá var mikill þungi í umræðu um dýra- læknaþjónustu, orkumál og eftirlit í landbúnaði auk annarra mála. Nokkuð almenn samstaða virtist vera um að sameina skyldi ráðgjafar- þjónustu í landbúnaði. Í umræðum um málið snerust umræður einkum um tæknilegar útfærslur á því hvernig farið skyldi að við sameininguna. Nokkur fjöldi þingfulltrúa lýsti þeirri skoðun sinni að affarasælast væri að setja á fót nýtt félag utan um rekstur þjónustunnar en í tillögu milliþinga- nefndar búnaðarþings, sem búfjár- ræktar- og fagráðanefnd gerði að sinni er gert ráð fyrir að rekstur og fjárhagsleg ábyrgð verði á hendi Bændasamtaka Íslands. Skiptar skoðanir í grasrótinni Í máli þingfulltrúa kom fram að skip- tar skoðanir væru um hugsanlega sa- meiningu meðal bænda. Lýstu nokkrir þingfulltrúar því að umbjóðendur þeir- ra, heima í héraði hefðu lýst áhyggjum af hugmyndunum, þær hefðu ekki verið nægilega kynntar og ákveðin- nar tortryggni gætti vegna þess. Aðrir tóku ekki undir það og sögðu að þeir hefðu komið á búnaðarþing með það í farteskinu frá sínum umbjóðendum að samþykkja tillögu um sameiningu leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Tryggja þarf þjónustu á sömu kjörum Markmið fyrirhugaðrar sameiningar - kvæmni leiðbeiningaþjónustunnar. Bændum verði með sameiningunni tryggður aðgangur að sambærilegri ráðgjöf á sömu kjörum, óháð því hvar þeir eru búsettir á landinu. Þingfull- trúar lögðu þunga áherslu á að ef af sameiningu yrði væri nauðsynlegt að tryggja að starfsstöðvar yrðu eftir sem áður dreifðar um landið. Árni Kristjánsson fulltrúi loðdýrabænda benti á að loðdýrabændur hefðu einn ráðunaut sem staðsettur væri í komið niður á þjónustu við bændur. og nefndu að góður bíll, sími og tölva væru grunntæki ráðunauta, staðset- ning skrifstofa skipti ekki meginmáli. Ekki var búið að afgreiða málið þegar Bændablaðið fór í prentun. Áfram unnið að endurskipulagningu félagskerfis Við umræður um endurskoðun á fé- málið er viðamikið og skiptar skoðanir um það. Í tillögunni sem lá fyrir þinginu kom fram að halda ætti áfram vinnu við endurskoðun á félagsker- 2011. Markmiðin með breytingunum væru að stefna að einföldun á félag- saðild að Bændasamtökunum, hug- sanleg fækkun kjörinna fulltrúa og að miðað yrði við að innheimt verði félagsgjald af þeim sem eigi aðild að Bændasamtökunum. Ekki var sam- staða um þörf þess að fækka fulltrúum en almennt voru þingfulltrúar á því að Vöruðu þó ýmsir við því að farið yrði of geyst í breytingarnar, ekki síst í ljósi þess að fyrir dyrum stæðu breytingar á leiðbeiningaþjónustunni. Á móti bentu aðrir á að sú breyting hefði að sumu leyti þau áhrif að nauðsynlegt gæti reynst að gera einnig breytingar breytingar á búnaðargjaldi mögule- gur hvati í þessu máli. Fyrirkomulag álagningar og útgreiðslu búnaðargjald- sins var einnig til umræðu á þinginu. Ákveðið var að vísa því máli til stjór- nar Bændasamtakanna. Bændur verði sjálfbærir í orkumálum Orkumál voru stór liður á þinginu. Meðal annars kom fram ályktun um að stefna skuli að sjálfbærni íslensks Við gerð búnaðarlagasamnings eigi að taka sérstaklega fyrir verkefni af því tagi og leitað verði samstarfs við Landbúnaðaháskóla Íslands um málið. Virða verður varnarlínur Eins og undanfarin búnaðarþing voru aðildarviðræður við Evrópusambandið á dagskrá í ár. Þar var lögð áhersla á að varnarlínur þær sem Bændasamtökin hafa sett fram varðandi hagsmuni landbúnaðarins verði skilyrðis- laust virtar í viðræðunum. Í máli þingfulltrúa mátti greina áhyggjur af stöðu umsóknarinnar og mikið vantraust á stjórnvöldum hvað málið varðar. Óánægja með dýralæknaþjónustu Ljóst er að verulegrar óánægju gætir með stöðu dýralæknamála eftir að ný lög um dýralæknaþjónustu tóku gildi í nóvember á síðasta ári. Við þær breytingar sem urðu með nýjum lögum telja bændur á ákveðnum svæðum að dýralæknaþjónusta dýralæknamál á þinginu var lögð áhersla á að nauðsynlegt væri að bændur og aðrir dýraeigendur gætu fengið dýralæknaþjónustu innan boðlegra tímamarka, hvar sem þeir væru búsettir. Nauðsynlegt væri og meta hvar úrbóta væri þörf. Þá þingfulltrúa að skoða ætti alvarlega hvort mögulegt sé að bændur geti birgðir af dýralyfjum sem þeir gæ- Nefnt var að hugsanlega væri þetta framkvæmanlegt með þeim hætti að bændur færu á námskeið til að læra meðferð slíkra lyfja. Þingið stóð enn þegar Bænda- blaðið fór í prentun og fjöldi mála var óafgreiddur. Hægt verður að nálgast ályktanir þingsins á vefsíðu Bændasamtakanna, www.bondi.is, að afloknu þingi og vinnslu gagna. /fr BÚNAÐARÞING 2012 ÁF RA M ÍSL EN SK UR LA ND BÚ NA ÐU R Allt um Búnaðarþing á bondi.is Athygli er vakin á því að umfjöllun um Búnaðarþing 2012 er að finna á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is. Þar eru að- gengilegar ræður við setningarathöfn, ályktanir þingsins og fleiri gögn sem því tengjast. Bændur þakka aðstoð vegna eldgosa Á búnaðarþingi var sam- þykkti ályktun þar sem öllum þeim sem komu íbúum á Suðurlandi til aðstoðar þegar þeir börð- ust við afleiðingar eldgosa eru sendar bestu þakkir. Ályktunin, sem samþykkt var samhljóða með einni umræðu, er svohljóðandi: Búnaðarþing 2012 sendir bestu þakkir til allra sem komu íbúum á áhrifasvæðum eldgosa í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum til aðstoðar. Mikilvægt öryggisnet Búnaðarþing leggur ríka áherslu á mikilvægi þess öryggisnets sem þessir aðilar mynduðu í sameiningu. Þakklæti til allara sem komu íbúum á áhrifasvæðum eld- gosa í Eyjafjöllum og Gríms- vötnum til aðstoðar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.