Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012
Vélabásinn
BL með nýjan Subaru XV:
Vélin er nánast hljóðlaus
Fyrir stuttu síðan var nafni fyrir-
tækisins Ingvar Helgason og B&L
breytt í BL með nýjum eigendum
og um leið var kynntur nýr Subaru
sem ber nafnið XV. Síðastliðinn
föstudag fór ég í BL og skoðaði
gripinn ásamt mörgum öðrum. Að
sögn sölumannsins hafði Subaru
XV verið í stanslausum prufu-
akstri síðan þeir fengu bílinn og
yrði ég að láta mér nægja að hafa
bílinn til prufuaksturs frá lokun á
föstudegi til opnunar um hádegi á
laugardegi.
Á meðan ég beið eftir að prufu-
akstursbíllinn kæmi í hús skoðaði ég
XV bílinn sem var inni í sýningar-
salnum hjá BL og bar þá að Ómar
Þ. Ragnarsson til að skoða gripinn.
Hann er öllum landsmönnum kunnur
fyrir áhuga sinn á bílum, en færri
vita að Ómar og Jón bróðir hanns
kepptu í rallýum á Subaru fyrir um
30 árum fyrstir manna og vegnaði vel
og juku þeir bræður hróður Subaru
meðal landsmanna sennilega meira
en nokkrar auglýsingar.
Meðan Ómar skoðaði XV bílinn
sagði hann okkur sölumanninum
góðar og skemmtilegar rallýsögur
um reynslu sína af Subaru í keppni.
Ómari virtist líka vel við margar
nýjungar í bílnum og vakti sérstaka
athygli mína á góðum frágangi
undir bílnum (hann var ekkert að
víla það fyrir sér að leggjast á gólfið
til að sjá undir bílinn). Subaru XV
er með stóra plötu sem ver bílinn
fyrir hnjaski neðan frá, s.s. grjóti,
klaka og óhreinindum. Bílinn fékk
ég svo rétt fyrir lokun og dreif mig í
prufuaksturinn.
Nánast hljóðlaus
Ýmislegt nýtt er í bílnum, en það
fyrsta sem ég tók eftir var að ekki
er þetta sérstaka hljóð í mótornum
(„boxermótorhljóð“) sem einkennt
hefur Subaru í gegnum árin, vélin í
XV er nánast hljóðlaus.
Krafturinn og snerpan er mjög
góð enda vélin 1995cc bensínvél
sem á að skila 150 hestöflum og
dráttargetan góð (í sjálfskipta bílnum
1200 kg og þeim beinskipta 1600 kg,
en miðað við það ætti sjálfskipti bíll-
inn að ráða við tveggja hesta kerru
og sá beinskipti þriggja hesta kerru).
Notalegt innirými
Sætin eru góð og allt innirými
notalegt og rúmgott, speglar góðir
og þá sérstaklega speglar á hliðum
sem eru mjög stórir. Eins og flestir
nýir bílar í dag er Subaru XV með
aksturstölvu sem sýnir m.a. eyðslu,
hita á smurolíu, hreyfingar hvers
hjóls og ýmislegt annað sniðugt, en
það sniðugasta fannst mér vera bakk-
myndavélin og hversu skýr myndin
er á þessum litla skjá með lítilli linsu
sem staðsett er við númeraplötuna
aftan á bílnum. Á holóttum malar-
vegi tekur fjöðrunin vel holurnar, þó
fannst mér eins og bíllinn væri aðeins
að höggva í sumum holunum (sér-
staklega öðrum megin, sem bendir
til þess að of mikið loft hafi verið í
hjólbörðunum þeim megin).
Drepur á sér þegar stoppað er
Eins og margir nýir bílar drepur
Subaru XV sjálfur á sér þegar maður
stoppar á ljósum og víðar í akstri og
fer vélin í gang aftur um leið og
maður sleppir bremsunni, en þetta
á að minnka mengun frá vélinni og
spara eldsneyti og var eyðslan ekki
svo mikil hjá mér (þrátt fyrir að hafa
tekið vel á bílnum). Ég núllstillti
eyðslumælinguna þegar ég tók við
bílnum og eftir 120 km blandaðan
akstur sagði tölvan að ég hefði eytt
8 lítrum að meðaltali á hverja 100
km. Samkvæmt tölum um eyðslu á
XV að eyða 8,8 l í innanbæjarakstri,
5,9 í langkeyrslu og í blönduðum
akstri 6,9 og miðað við minn þunga
hægri fót fannst mér 8 lítra eyðsla
nokkuð góð. Það eina sem mér fannst
að mætti vera betra við bílinn er að
farangursgeymslan mætti vera örlítið
stærri miðað við stærð bílsins og
kraftinn í vélinni, en þrátt fyrir það
tel ég að Subaru XV henti sérlega
vel sem fjölskyldubíll við íslenskar
aðstæður.
Ég mæli eindregið með að þeir
sem áhuga hafa á þessum bíl renni í
BL og prófi sjálfir gripinn og miðað
við reynslu mína af sölumönnunum
hjá BL taka þeir vel á móti öllum.
Vélaprófanir
hlj@bondi.is
Hjörtur L. Jónsson
Verð:
Subaru XV 2.0i
(sjálfskiptur, bensín)
5,890,000 kr.
Lengd: 4.450 mm
Breidd (án spegla): 1.780 mm
Hæð 1.570 mm
Vél:
4 strokka dísel,
1.968 cc
Hestöfl: 150
Þyngd 1.400 kg
Helstu mál Subaru XV 2.0i:
Subaru XV. Myndir / HLJ.
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir
traktora, vinnu- og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur
einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir
hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur).
DUGGUVOGI 10 RVK AUSTURVEGI 52 SELFOSS PITSTOP.IS WWW
HJALLAHRAUNI 4 HFJRAUÐHELLU 11 HFJ568 2020 SÍMI
HJÓLBARÐAR FYRIR
TRAKTORA, VINNUVÉLAR
OG LANDBÚNAÐAR TÆKI
VIÐ EIGUM GRÍÐARLEGT ÚRVAL HJÓLBARÐA
FYRIR FLESTAR TEGUNDIR VÉLA, TÆKJA
OG VAGNA. KÍKTU Á PITSTOP.IS EÐA HAFÐU
SAMBAND Í SÍMA 568 2020.
BKT MP567 BKT FLOT648 BKT TR459
BKT AGRIMAX RT-657