Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012
Bændablaðið á netinu...
www.bbl.is
Ungmennafélag Reykdæla í
Borgarfirði frumsýnir á morgun,
2. mars, revíuna Ekki trúa öllu
sem þú heyrir eftir tónlistar- og
kúabóndann Bjartmar Hannesson
á Norður- Reykjum í Hálsasveit.
Revían er sett upp í félagsheimilinu
Logalandi í Reykholtsdal en um
20 leikarar taka þátt í verkinu og
leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson.
Fullur titill revíunnar er Ekki trúa
öllu sem þú heyrir (og ekki trúa öllu
sem þú sérð). Höfundurinn Bjartmar
er löngu orðinn landsþekktur texta-
höfundur og er að skapa sér sess sem
leikritahöfundur líka. Áður hefur
Ungmennafélag Reykdæla sýnt
Töðugjaldadansleikinn – (sendu mér
SMS) þar sem Bjartmar átti allan
texta, hvort sem var í töluðu máli
eða söng.
Í verkinu fylgist Egill Skalla-
Grímsson með afkomendum sínum
og aðfluttum Borgfirðingum vinna
að atvinnuuppbyggingu í héraðinu,
og eins og við má búast eru hug-
myndirnar eins fjölbreyttar og þær
eru margar.
Fjallað um borgfirskan veruleika
í spéspegli
„Ég hef eitthvað komið að svona áður
og skrifað tvo söngleiki og var annar
þeirra, Töðugjaldadansleikurinn,
settur upp. Þessi revía núna fjallar
um borgfirskan veruleika í spé-
spegli,“ sagði Bjartmar í samtali við
Bændablaðið. „Það er gaman að fást
við þetta og svona heimagert efni
er alltaf vel þegið.“ Segir hann að
21 leikari taki þátt í sýningunni og
sviðsmyndin sé samvinnuverkefni
þátttakenda. Í heild komi um 30
manns að uppsetningu sýningarinnar.
Útrásaráranna minnst með
söknuði
Í revíunni er nánar tiltekið fjallað
um öfluga atvinnuuppbyggingu
í Borgarfirði eftir hrun, með skír-
skotun í þann sögulega menningar-
arf sem Borgfirðingar eru svo stoltir
af. Eins er fylgst náið með störfum
bæjarstjórnarinnar í Borgarbyggð
og geta kjósendur þeirra flokka sem
eiga fulltrúa þar fyllst ánægju með
sitt fólk þegar það rýnir í baksýnis-
spegilinn og minnist útrásaráranna
með söknuði, milli endurtekinna
sparnaðaraðgerða.
Persónur í verkinu eru nokkrar
raunverulegar, aðrar skáldaðar en
sumar eiga sér kannski fyrirmynd.
Nokkrir tugir Borgfirðinga dúkka
svo upp í söguþræði revíunnar.
Tónlist er héðan og þaðan, þó aðal-
lega þaðan, að því er Þóra Árnadóttir
sem er í leiknefnd Umf. Reykdæla
segir í tölvupósti til blaðsins.
„Stefnir í algjöra vitleysu“
Handritshöfundur, leikstjóri og leik-
arar hafa reynt eftir fremsta megni að
gera sýninguna sem minnst alvöru-
þrungna. Eins og einn leikarinn sagði
eftir æfingu eitt kvöldið: „Þetta er á
réttri leið, stefnir í algjöra vitleysu.“
Áhugafólk sem leggur mikið á sig
Þröstur Guðbjartsson leikari og leik-
stjóri er margreyndur í vinnu fyrir
áhugamannaleikhús um land allt.
„Ég er búinn að vera við þetta
síðan 1980 og þetta er alltaf jafn
gaman og mikil áskorun. Maður
vinnur þarna með áhugafólki sem
leggur mikið á sig við að koma
upp einni svona sýningu. Þetta er
fólk sem er í fullri vinnu og kemur
á æfingar á kvöldin og um helgar í
sex til átta vikur í þrjá til fjóra tíma
í senn. Hver svona sýning er mikið
afrek út af fyrir sig og mikil vinna.
Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir
hversu mikil vinna getur verið á bak
við verkefni sem þetta.
Í þessu tilfelli er líka heljarmik-
ill heimalærdómur fyrir leikarann.
Þarna er mikið sungið og alla þá
söngva þarf að læra, alla söngtexta
og talaðan texta. Bjartmar semur alla
textana og þetta er þrælskemmtilegt,“
segir Þröstur.
„Það má segja að þarna sé létt
ádeila í gamansömum tón eins og
gjarnan er í revíum. Í þessu verki er
smá broddur og verið að nafngreina
ýmsa en samt allt í léttu gríni. Þetta er
búið að ganga mjög vel og hópurinn
mjög góður. Þarna kemur fram 21
leikari og þar af nokkrir unglingar,“
segir Þröstur Guðbjartsson.
Hann segir að í revíu sem þess-
ari sé ekki krafist mikillar sviðs-
myndar heldur meira spilað upp á
stemminguna. Þá henti félagsheim-
ilið Logaland mjög vel fyrir þessa
sýningu. Áhorfendur sitja við borð
í salnum og fer leikurinn fram allt í
kringum þá út um allan sal, auk þess
sem leikið er á sviðinu.
Frumsýning er eins og áður sagði
á morgun, föstudaginn 2. mars og
önnur sýning sunnudaginn 4. mars.
Þriðja sýning verður svo þriðjudag-
inn 6. mars, fjórða sýning verður
fimmtudaginn 8. mars og fimmta
sýningin laugardaginn 10. mars.
Miða er hægt að panta hjá Önnu Dís
í síma 865-4227.
/HKr.
Glæný revía eftir Bjartmar Hannesson tónlistarbónda á fjalirnar í Logalandi:
Ekki trúa öllu sem þú heyrir
Bjarnfríður Magnúsdóttir leikur lögreglukonu og þefar af Guðmundi Péturssyni og Katrínu Eiðsdóttur.
Jón Pétursson, Þorvaldur Jónsson, Guðmundur Pétursson og Þóra Geirlaug
Bjartmarsdóttir (dóttir höfundarins).
Hafsteinn Þórisson í búningi araba er hér umkringdur f.v. af Jóhönnu Sjöfn
Guðmundsdóttur, Báru Einarsdóttur, Ásu Dóru Garðarsdóttur og Bjarnfríði
Magnúsdóttur.
Verkefna-og rannsóknarsjóður
Fljótsdalshrepps og Landsbankans
Verkefna-og rannsóknasjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2012.
Styrkt verða tvö aðalverkefni, styrkupphæðir kr. 300.000.-
Sjóðsstjórn er heimilt að veita einnig einn verkefnastyrk, styrkupphæð
kr. 100.000,-
Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu
verði veittir styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá styrkupphæðir
í kr. 350.000.
Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðstjórn engar umsóknir
hæfar.
Úthlutunarreglur
skila inn umsóknum um verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn,
hafa forgang umfram aðra umsækjendur.
eða verkefna er sjóðsstjórn telur að nýtast muni sveitarfélaginu.
styrkupphæðar, en fullnaðaruppgjör fer fram við skil á lokaskýrslu.
Áfanga-og lokaskýrslum skal skila í tveimur eintökum. Heimilt er að
innan 2ja ára frá úthlutun.
Hugmyndir að verkefnum er t.d. að hægt að sækja í Staðardagskrá
21 fyrir Fljótsdalshrepp, sem er að finna á heimasíðu Fljótsdalshrepps
www.fljotsdalur.is. Þá er heimilt er að leggja fram eigin tillögu að
verkefni. Á heimasíðunni er hægt að nálgast umsóknareyðublöð.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði,
fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is. Nánari upplýsingar eru veittar í
síma 471 1810.
ATHUGIÐ: Síðustu forvöð til að panta lambamerki svo þau berist fyrir sauðburð er 15 mars n.k.
Pantanir má einnig senda á netfangið einaro@thor.is
Ertu að
gleyma
lambamerkjunum?
Þ Ó R H F | K r ó k h á l s i 1 6 | S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0 | L ó n s b a k k a | S í m i 4 6 1 - 1 0 7 0
Tagomatic
Rototag
29,- án vskáprentuninnifalin
Einföld merki á frábæru verði.
Helmingsafsláttur af ísetningar-
töngum með fyrstu pöntun.
69,- án vskáprentuninnifalin
Þessi gömlu góðu sem endast
og endast. Hert nælon og
merkingin er brædd í merkið.
ÞÓR HF
Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í
þeim stærðum og gerðum sem henta þér.