Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 2012 Það hefur varla farið framhjá dyggum lesendum Bændablaðsins að nokkuð harðvítug ritdeila stendur yfir í blaðinu um „líf- ræna ræktun“ og ágæti þeirra búskaparhátta. Upphaf deilunnar má rekja til greinar Söndru B. Jónsdóttur, sjálfstæðs ráðgjafa, sem hún skrifar í blaðið þann 10. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Lífrænn landbúnaður getur brauðfætt heiminn“. Sú grein var hins vegar innlegg í umræðu, sem þá var ofarlega á baugi, um fæðuöryggi og -framboð fram- tíðarinnar. Sandra vitnar í grein sinni til samanburðarrannsóknar Rodale- stofnunarinnar á lífrænni og hefð- bundinni ræktun yfir 30 ára tímabil, þar sem þættir eins og uppskera, hagnaður, orkuþörf og losun gróðurhúsalofttegunda voru bornir saman. Út úr þeirri rannsókn kemur m.a. að uppskerumagn lífrænnar ræktunar er svipað því sem gerist í hefðbundinni ræktun, auk þess sem niðurstöður um aðra þætti – fjárhagslega afkomu, orkuþörf og losun gróðurhúsalofttegunda – eru almennt hagstæðari lífrænni ræktun samkvæmt skýrslunni. Málaflækjur málafylgjumanna Tveir kennarar innan Landbúnaðar- háskóla Íslands (LbhÍ), þau Áslaug Helgadóttir og Guðni Þorvaldsson, svöruðu Söndru með grein þann 24. nóvember sl. undir yfirskrift- inni „Er lífrænn landbúnaður besti kosturinn?“ Þar eru brigður bornar á forsendur rannsóknar Rodale- stofnunarinnar. Síðan hafa birst nokkrar greinar „hver úr sinni átt- inni“, sem varla hafa aukið skilning hins almenna lesanda á málinu – eins og Þorsteinn Guðmundsson, prófessor í jarðvegsfræði við LbhÍ, bendir á í grein sinni „Umræða eins og hún má ekki vera“, þann 15. desember sl. Hér verður ekki farið ofan í saumana á hártogunum um fram- leiðslumagn hefðbundins land- búnaðar miðað við lífrænan, þó vissulega sé það áhugaverður flötur á málinu, enda stendur þar orð gegn orði. Fæðuöryggi og sjálfbærni eru sömuleiðis mikilvæg hugtök í þessari umræðu, en í miklu stærra samhengi, sem er vandinn hungrið í heiminum. Þar þarf hins vegar að taka tillit til ýmissa annarra þátta en eru hér til umræðu. Um hvað snýst málið? En um hvað snýst þá málið? Ljóst er að æ fleiri neytendur kjósa líf- rænar vörur umfram hefðbundnar í okkar heimshluta – jafnvel þótt þær séu dýrari – og uppi eru gagn- rýnisraddir um að Íslendingar fylgi ekki nágrannaþjóðum sínum eftir í því að koma til móts við ákall um aukið vægi þeirra. Meðal framleið- enda í lífrænum búskap á Íslandi er kallað eftir auknu rými innan LbhÍ til að þessi grein fái þrifist með aka- demískum hætti hér á landi og geti sótt fram. Hvers vegna ættu þessar aðferðir búskapar ekki að geta starfað í sátt og samlyndi á Íslandi? Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, sem hingað til hefur haldið sig til hlés í þessari umræðu, segir að umræða sé yfirleitt af hinu góða. „Fólk tekst á með rökum um ákveðin mál, sem stundum leiðir til ákveðinnar niðurstöðu eða þá upp- lýsinga um ólíkar hliðar máls. Slík umræða er þó ekki í öllum tilfellum mjög skýr fyrir þann sem stendur utan við eða er ekki sérfróður um viðkomandi mál. Í þeim tilfellum getur það einmitt verið veigamikið hlutverk fjölmiðla að reyna að greina staðreyndir og leita skýrra svara. Eins og ég skil þá umræðu sem þú vísar til, þá er fólk aðal- lega að takast á um leiðir til þess að ná settu marki sem við eigum held ég öll sameiginlegt, þ.e. að lifa af gæðum náttúrunnar með skynsam- á möguleika ókominna kynslóða til þess að geta gert slíkt hið sama.“ Lífrænni ræktun verður sinnt betur „Lífræn ræktun hefur lengi verið kennsluviðfangsefni í LbhÍ, sér- staklega í starfsmenntanáminu. Hins vegar hefur mátt gera betur í þessum efnum og þau námskeið á bakkalárstigi þar sem mismunandi ræktunaraðferðir eru kynntar eru nú til endurskoðunar, m.a. til að koma lífrænni ræktun betur á framfæri. Það má hins vegar ekki gleyma því að nauðsynlegur þekkingargrunnur lífrænnar ræktunar er hinn sami og annarra ræktunarkerfa. Má þar nefna efnafræði, áburðarfræði, jarðvegs- fræði, plöntulífeðlisfræði o.s.frv., en á þessar grunngreinar er lögð mikil áhersla í öllu okkar námsframboði. Hlutverk skóla er að mínu mati ekki að innræta nemendum sínum ákveðnar skoðanir, heldur að miðla til þeirra þekkingu, þroska með þeim sjálfstæða hugsun og kenna árang- ursrík vinnubrögð - búa nemendur sem best undir að glíma sjálfstætt við verkefnin og taka afstöðu. Hér má minna á grunnhlutverk háskóla, sem eru að skapa nýja þekkingu, miðla henni og varðveita, auk þess að þjónusta samfélagið. Skólinn starfar eftir stefnu sem því komið að endurskoðun hennar á næsta ári. Þar er tekið á mörgum atriðum, m.a. lífrænni ræktun og hefur að mörgu leyti gengið vel að starfa eftir þessum viðmiðum hvað faglega þáttinn varðar. Hitt er annað að við höfum auðvitað þurft að forgangsraða mjög mikið í þágu algjörrar kjarnastarfsemi, vegna skorts á fjármagni. Hvað varðar frekari áherslu á lífræna ræktun í starfsemi skólans þá hlýtur sú umræða að koma sterk inn þegar stefna næsta tímabils verður mótuð nú á næstu misserum.“ Eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum fer vaxandi Í könnun sem Guðrún Björk Magnúsdóttir gerði árið 2008, í tengslum við B.Sc.-verkefni hennar við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, kemur fram að eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum afurðum á Íslandi er vaxandi og gæti aukist ef verð á vörunum lækkaði með auknu framboði og samkeppni. Hvað svo sem það er sem veldur því að fólk sækist í auknum mæli eftir þessum vörum, virðist sú til- hneiging að mestu sjálfsprottin hjá neytendunum sjálfum. Nærtækt er að álykta sem svo að ásókn fólks í lífrænt vottaðar vörur sé tilkomin vegna þeirrar ímyndarlegu sérstöðu sem þær hafa. Ýmsar ástæður geta svo legið þar að baki, t.d. að þær séu án eiturefna – þær eru vottaðar sem slíkar. Flest Evrópulönd hafa sett sér mjög afgerandi markmið um stærra hlutfall „lífrænnar ræktunar í land- búnaði“. Í Evrópusambandinu er markið sett á að 20% af ræktuðu landi verði undir lífrænni ræktun árið 2020. Í dag er hlutfallið á Íslandi um 1%, sem er varla nema um einn fimmti af því sem gerist og gengur meðal nágrannaþjóða okkar í Norður-Evrópu. Málsvarar eigin skoðanna en ekki skólans Í undangenginni umræðu hafa áður- nefndir kennarar tekið að sér að tala máli skólans og halda uppi þeim sjónarmiðum sem vara við því að gera of mikið úr möguleikum og mikilvægi lífrænnar ræktunar. Fólk spyr sig þá: hvað gengur þeim til? Tala þau í nafni skólans og fyrir stefnu hans í þessum málum? Þau tóku það t.a.m. að sér að svara opnu bréfi til skólans, frá VOR (félagi framleiðenda í lífrænum búskap), í Bændablaðinu 15. desember sl. Í því bréfi var kallað eftir áliti og skýrri afstöðu skólans í nokkrum atriðum; m.a. varðandi umsagnir frá skól- anum um skýrslu nefndar Alþingis, „Eflingu græna hagkerfisins“, sem birtist í september sl. Í henni er gert ráð fyrir auknu vægi lífrænnar ræktunar í íslenskum landbúnaði, að hún verði 15% af landbúnaðar- framleiðslu á Íslandi árið 2020, og að jákvæðum skattalegum mismuni skuli beitt til að ná því markmiði. Umsagnir um skýrsluna bárust frá tveimur deildum LbhÍ; auðlinda- deild annars vegar, þar sem tónninn var neikvæður gagnvart áformun- um, og hins vegar umhverfisdeild, þar sem tillögunum var fagnað. „Nokkrir starfsmenn skólans hafa tjáð sig um þessi mál á síðum Bændablaðsins. Þeir gera það í eigin nafni og í krafti sinnar sérþekk- ingar eða fyrir hönd sinna deilda,“ útskýrir Ágúst. „Þessir starfs- menn sem vísað er til eru því að svara því sem þeim finnst að þeim beint í greinum eða opnum bréfum. Landbúnaðarháskólinn starfar eftir ákveðnum siðareglum líkt og aðrir háskólar. Þessar reglur eru í raun- inni grundvöllur skólastarfsins. Í þeim kemur m.a. fram að skólinn, stjórn hans og starfsmenn skuli virða fullt rannsókna- og tjáningar- frelsi. Sömuleiðis kemur þar fram að starfsfólki sem vinnur við rann- sóknir og fræðastörf beri skylda til að viðhalda faglegri þekkingu sinni og miðla henni og með slíku stuðla að framþróun sinnar fræðigreinar. Í reglunum kemur einnig fram að kennarar, rannsakendur og nem- endur birti niðurstöður sínar í eigin nafni sem fræðimenn við skólann eða í nafni rannsóknastofnana innan hans og að enginn geti látið uppi álit Landbúnaðarháskóla Íslands nema háskólaráð og rektor. Ég hef litið svo á að á síðum Bændablaðsins hafi farið fram opinská umræða um þessi mál og fagna henni bara fyrir hönd Landbúnaðarháskóla Íslands. Mikilvægt er að þessi umræða fari fram með vísindin að leiðar- ljósi og vonandi leiðir hún okkur áfram til farsællar niðurstöðu fyrir land og þjóð. Eitt af mikilvægum verkefnum skólanna í landinu er að undirbúa og hvetja yngri kynslóðir okkar til virkrar þátttöku í umræðu um mikilvæg mál og mér finnst að þar mættum við standa okkur betur. Margir telja að málefnaleg rökræða sé okkur Íslendingum ekki endilega í blóð borin og hana þurfi því að þjálfa upp – á þessu sviði eiga skól- arnir að beita sér af fullum þunga.“ Skýrslan um eflingu græna hagkerfisins mjög mikilvæg Ágúst segir skýrsluna um eflingu græna hagkerfisins vera mjög mikilvægt innlegg og brýnt að fólk ræði innihald hennar í þaula. „Hvað varðar þessar samanburðartölur, um markmiðin sem sett hafa verið í Evrópu og hér á landi í skýrslunni, þá hefur skólinn ekki gefið út neitt ákveðið álit í þeim efnum. En í þessu tilviki hlýtur að vera eðlilegt, líkt og gert er í skýrslunni, að líta til reynslu annarra, meta hlutina út frá því og bera saman við hvað henti við okkar aðstæður. Hér er því mikilvægt að greina betur hvernig við getum staðið við slíkar áætlanir og hvaða áhrif það hefur. Skólinn fær mjög mikið af efni frá Alþingi til þess að gefa umsagnir um, bæði frumvörp til laga og þingsályktanir. Stundum eru þau mál þess eðlis að svar skólans liggur beint við og rektor svarar einfaldlega fyrir hönd hans á ein- hlítan hátt. Hér má t.d. nefna lög um háskóla, sem nú eru einmitt í slíku umsagnarferli og ég á ekki von á öðru en að við sendum inn einfalt svar um að okkur lítist vel á, enda höfum við fylgst með þeirri vinnu um langt skeið og málið orðið mjög skýrt. Stundum er hins vegar um að ræða mál þar sem afstaðan er flóknari, sérstaklega getur þetta átt við málefni sem snerta fagsvið skólans og sem vísindamenn hans greinir á um hvernig skuli svara. Þá getur átt við að deildir skólans sendi inn sína eigin umsögn, en það er ekki gert í nafni skólans í heild. Reyndar er það þannig að allir geta sent inn umsagnir um öll mál, en þeir gera það auðvitað í sínu eigin nafni og í krafti sinnar sérþekk- ingar. Það hlýtur nefnilega að vera mjög mikilvægt fyrir allt ferlið að varpað sé ljósi á allar hliðar máls og hreint og beint skylda háskóla- stofnana að stuðla að slíku. Hvað varðar umsagnir háskóladeildanna, þá vísa ég bara til þeirra og ætla ekki að túlka þær neitt frekar fyrir hönd skólans, þær standa einfaldlega fyrir sínu. Hvað skýrsluna um græna hag- kerfið varðar þá fögnum við henni innilega og sjáum miðlægt hlutverk landbúnaðarins þar inni. Efni hennar er í frjórri umræðu innan skólans og verður áfram. Tillögur sem þar koma fram eru margar spennandi og verk- efni okkar að greina hvernig hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd,“ segir Ágúst Sigurðsson. /smh Um hvað snýst ritdeilan um lífræna ræktun? Eðlilegt að líta til reynslu annarra við stefnumótun – segir rektor Landbúnaðarskóla Íslands og fagnar tillögum skýrslu um eflingu græna hagkerfisins Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.