Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 201210
Fréttir
Kjöt úr tilraunaglösum
vart á borð landsmanna í bráð
Hollenskum vísindamönnum hefur
tekist að rækta vöðvavefi úr stofn-
frumum í tilraunaglasi. Er mark-
mið þeirra að framleiða fyrsta
hamborgarann í heiminum sem
ræktaður er á rannsóknarstofu,
samkvæmt frétt BBC á dögunum.
Þá er einnig markmið
vísindamannanna að finna aðferðir
til að framleiða kjöt án þess að þurfi
að ala upp dýr til þess. Haft er eftir
kanadíska prófessornum Mark Post,
sem unnið hefur að þessari ræktun,
að með ræktun gervikjöts væri hægt
að draga úr umhverfisáhrifum vegna
kjötframleiðslu um 60%.
Miklar efasemdir eru meðal
vísindamanna í erfðatækni um að
kjötframleiðsla af þessu tagi sé
möguleg með arðsömum hætti.
Bæði sé hún dýr og seinleg og
komi vart til með að skipta nokkru
máli við fæðuöflun mannkynsins í
fyrirsjáanlegri framtíð. Það sé svo
sem ekkert nýtt að menn framleiði
vefi í tilraunaglösum en kannski nýtt
að til þess séu notaðar stofnfrumur.
Trúlega verður því nokkur bið á að
tilraunastofukjöt verði á boðstólum í
kjötborðum íslenskra verslana.
Eyrarrósin 2012, viðurkenning
fyrir afburða menningarverk-
efni á landsbyggðinni, féll í skaut
Safnasafninu á Svalbarðsströnd
á dögunum. Safnasafnið –
Alþýðulistasafn Íslands stendur við
þjóðveg eitt, austan Eyjafjarðar
rétt utan við Akureyri, í gamla
Þinghúsinu á Svalbarðsströnd.
Safnið var opnað árið 1995 og
vinnur merkilegt frumkvöðlastarf
í þágu íslenskrar alþýðulistar.
Magnhildur Sigurðardóttir og
Níels Hafstein tóku við verðlaun-
unum úr hendi Dorritar Moussaieff,
forsetafrúar, sem er verndari
Eyrarrósarinnar. Safnið hefur fyrir
löngu sannað mikilvægi sitt og sér-
stöðu í safnaflóru landsins og sýning-
ar þess byggja á nýstárlegri hugsun
þar sem alþýðulist og nútímalist
mynda fagurfræðilegt samspil.
Í sölum Safnasafnsins sýna hlið
við hlið frumlegir og ögrandi nútíma-
listamenn, sjálflærðir alþýðulista-
menn, einfarar og börn. Samspil
heimilis, garðs, safns og sýningarsala
er einstakt og sífellt er bryddað upp á
nýjungum. Safnasafnið vinnur ötul-
lega með íbúum sveitarfélagsins og
hefur frá upphafi haft frumkvæði að
samstarfi við leikskóla- og grunn-
skólabörn.
„Þetta hefur margs konar þýðingu
fyrir okkur og fyrir lítið sveitarfélag
en Svalbarðsstrandarhreppur telur
um 400 manns og hér er fólkið glatt.
Einnig hefur þetta mikil áhrif fyrir
okkur vegna skipulagningar ferða
og heimsókna, markaðsstarfs og ekki
hvað síst vegna samstarfs á erlendum
vettvangi. Í maí munum við hefja
samstarf við 40 aðila sem tengjast
alþýðulist en þá verða mynduð regn-
hlífarsamtök fyrir slíka list í Evrópu.
Safnið er orðið ansi vel þekkt
og á yfir fjögur þúsund listaverk og
um 200 verk eftir þjóðkunna ein-
staklinga. Við setjum upp 12 nýjar
sýningar á alþjóðlega safnadaginn
í maí þannig að það er nóg að gera
og það er ánægjulegt,“ segir Níels
Hafstein, eigandi Safnasafnsins.
/ehg
Safnasafnið hreppti Eyrarrósina
Magnhildur Sigurðardóttir og Níels Hafstein tóku við verðlaununum úr hendi
Dorritar Moussaieff, forsetafrúar, sem er verndari Eyrarrósarinnar.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd.
Stjórn og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda, talið frá vinstri: Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Lárusdót-
tir, Skúli Bjarnason, formaður, Maríanna Jónasdóttir, Örn Bergsson og Ólafur K. Ólafs, framkvæmdastjóri.
Starfsemi Lífeyrissjóðs bænda:
Góð afkoma á síðasta ári
Ársfundur Lífeyrissjóðs bænda
var haldinn í gær og kom þar
fram að afkoma sjóðsins var góð
á síðasta ári og bjartar horfur
framundan. Eignasafnið er
traust, hrein eign 23,8 milljarðar
og aukin áhersla hefur verið lögð
á greiningu á fjárhagslegri stöðu
við fjárfestingar en ekki eingöngu
horft til væntrar ávöxtunar.
Fram kemur hjá Ólafi K. Ólafs,
framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs
bænda, að eignasafn sjóðsins sé
traust og væntingar séu um að
3,5% vaxtaviðmiði í trygginga-
fræðilegri athugun verði reglulega
náð á næstu árum. Aukin áhersla
hefur verið lögð á greiningu á fjár-
hagslegri stöðu við fjárfestingar,
greiðslugetu svo og gæðamat á
skuldara fremur en að horfa ein-
göngu til væntrar ávöxtunar. Meiri
vinna hefur verið lögð í hverja fjár-
festingu og haldið er utan um gögn
sem henni tengjast. Í því sambandi
er meðal annars horft til áhættumats
og áhættugreiningar. Með þessum
hætti ætti sjóðurinn að styrkjast enn
frekar og afkoma sjóðsins, það er
ávöxtun eignasafnsins, að geta stað-
ið undir aukningu skuldbindinga á
næstu árum. Sveiflur kunna hins
vegar að verða á afkomu sem er
háð markaðsaðstæðum hverju sinni.
Tæplega þrjú þúsund
greiðandi sjóðfélagar
Nafnávöxtun hjá sjóðnum á árinu
2011 var 8,5% og raunávöxtun
3,1%. Hrein raunávöxtun nam 2,9%
en hún var 4,1% 2010. Ávöxtun
síðustu tveggja ára er 3,5%, sem er í
samræmi við það vaxtaviðmið sem
stuðst er við í tryggingafræðilegri
úttekt.
Hrein eign til greiðslu lífeyris
nam 23.831 m.kr. í árslok 2011
og hækkaði um 5,4% frá fyrra ári.
Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur
farið vaxandi frá árinu 2008, ekki
aðeins miðað við verðlag hvers árs
heldur hefur orðið nokkur aukning
umfram verðlag.
Fjöldi greiðandi sjóðfélaga var
2820 og fjöldi þeirra sem fá líf-
eyrisgreiðslur úr sjóðnum var 3507,
óbreyttur frá fyrra ári. Sjóðfélagar
greiddu 151 m.kr. iðgjöld til sjóðs-
ins, óbreytt frá fyrra ári og heild-
ariðgjaldatekjur námu 475 m.kr.,
sem er 6,9% lækkun frá fyrra ári.
Heildarlífeyrisgreiðslur námu 1.117
m.kr., hækka um 5,5% milli ára.
Rekstrarkostnaður dróst saman
Á árinu 2011 voru rekstrarkostnað-
ur og fjárfestingargjöld, ef undan er
skilinn nýr álagður 18 m.kr. skattur
ríkissjóðs, 98,8 m.kr. en var 93
m.kr. árið áður, sem er 6,2% hækk-
un milli ára. Rekstrarkostnaður
dregst saman en fjárfestingargjöld
aukast sem stafar meðal annars
af breyttri kostnaðarskiptingu þar
sem vaxandi þáttur í starfseminni
eru fjárfestingar og lánaumsýsla.
Launakostnaður sjóðsins, þar með
talin stjórn og endurskoðunarnefnd,
nam 48 m.kr. árið 2011, þar af voru
laun 39,5 m.kr. og launatengd gjöld
8,5 m.kr. Stöðugildi starfsfólks
voru 5,2 á árinu 2011.
Sjóðurinn veitir bæði verðtryggð
og óverðtryggð sjóðfélagalán í
samræmi við veðmörk eigna, að
hámarki 25 m.kr. til allt að 40 ára.
Heildarfjárhæð útistandandi lána
var 1.752 m.kr. í lok árs 2011,
hækkaði um 7,9% á árinu.
Sjóðurinn er með um 22 millj-
arða króna í eignastýringu hjá
tveimur fyrirtækjum. Framkvæmd
eignastýringar kallar á stöðuga
árvekni þar sem mikilvægt er að
ætíð sé leitað bestu kosta fyrir
sjóðinn hverju sinni. Við ákvörðun
fjárfestingarstefnu er tekið mið af
hækkandi lífeyrisbyrði sjóðsins og
stefnan því varfærin þar sem mikil-
vægt er að vel takist til við ávöxtun
eigna til að verja áunnin réttindi.
Varfærin fjárfestingarstefna
Að beiðni stjórnar Landssamtaka
lífeyrissjóða skipaði ríkissáttasemj-
ari 24. júní árið 2010 nefnd til að
gera úttekt á fjárfestingarstefnu,
ákvarðanatöku og áhættumati við
fjárfestingar lífeyrissjóðanna í
aðdraganda bankahrunsins í októ-
ber árið 2008. Nefndin lauk störfum
í byrjun febrúar með útgáfu skýrslu
sem tekur til starfsemi og fjár-
festinga 32 lífeyrissjóða á árunum
2006-2009.
Úttektarnefndin telur að endur-
skoða þurfi lífeyrissjóðalögin í
heild meðal annars vegna þess að
fjárfestingarheimildir séu óskýrar
og ófullkomin ákvæði séu um
áhættu. Nefndin telur að gera verði
auknar kröfur um skjalfesta eftir-
litsferla og mat á áhættuþáttum og
eftirlit með fjárfestingum sjóðanna.
Mat úttektarnefndarinnar er að
heildartap lífeyrissjóðanna 2008-
2010 sé 480 milljarðar króna (ma.
kr.), 28,4% af hreinni eign í lok árs
2007. Fram kemur að hlutfallslegt
tap sjóðanna af hreinni eign 2007
hafi verið mismikið, mest 52,7%
hjá Lífeyrissjóði verkfræðinga, en
að meðaltali 28,4% hjá sjóðunum
í heild.
Tap hjá Lífeyrfissjóði bænda
(LSB) er metið 18,1%. Aðeins þrír
samtryggingarsjóðir, sem eru stærri
en LSB, sýndu hlutfallslega betri
árangur. Aðrir sjóðir með hlutfalls-
lega lítið tap eru einkum litlir lok-
aðir sveitarfélagasjóðir. Tap sjóðs-
ins varð að verulegum hluta innan
sjóða rekstrarfélaganna, 2.731 m.kr.
eða 70% af metnu tapi. LSB hefur
til margra ára rekið varfærna fjár-
festingarstefnu sem endurspeglar
ólíka samsetningu tapsins hjá
sjóðnum miðað við lífeyrissjóðina
í heild sem sjá má á yfirlitsmynd-
inni. Sem dæmi var hlutfallslegt tap
LSB 4% í innlendum hlutabréfum
en 41% að meðaltali hjá öllum
sjóðunum. Á móti var hlutfall inn-
lendra skuldabréfa- og hlutabréfa-
sjóða 70% hjá LSB en 11% hjá
sjóðunum í heild.
Lífeyrissjóður bænda fær góðan
vitnisburð hjá úttektarnefndinni í
skýrslunni, ástundaði varfærna og
íhaldssama fjárfestingarstefnu þar
sem eignasafnið var vel dreift og
venjulega ekki tekin mikil áhætta
enda endurspeglar það hlutfalls-
lega minna tap sjóðsins í kjölfar
bankahrunsins og almennt betri
útkomu, sé miðað við flesta aðra
lífeyrissjóði.
/ehg
Mat úttektarnefndarinnar er að heildartap lífeyrissjóðanna 2008-2010 sé 480
milljarðar króna (ma.kr.), 28,4% af hreinni eign í lok árs 2007.
Óska eftir að kaupa
allar tegundir dráttarvéla,
diesel lyftara og jarðtætara
af öllum stærðum.
Uppl. í síma 866-0471 - traktor408@gmail.com