Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | fimmtudagur 1. mars 20126 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Búnaðarþing – þing þróttmikillar atvinnugreinar LEIÐARINN Sú jákvæðni og bjartsýni á framtíð landbúnaðarins sem skein í gegn í setningarræðu Haralds Benediktssonar, for- manns Bændasamtaka Íslands, á Búnaðarþingi 2012, vakti athygli fjölmiðla. Það er engin tilviljun því það er einmitt jákvæða ímyndin sem helst hefur skapað íslenskum landbúnaði sterkan hóp banda- manna meðal almennings á Íslandi. Það er í raun ótrúlegt hvað almenningur er hliðhollur íslenskum bændum og þeim vörum sem þeir framleiða. Ekkert hefur samt skort á harðan og óvæginn áróður gegn íslenskum bændum á liðnum miss- erum og árum og sennilega sjaldan eins hatraman og frá því um mitt síðasta ár. Því er enn mikilsverðara að íslenskir bændur haldi haus og séu ósparir við að benda fólki á það sem vel er gert í sveitum landsins. Því er afar sérkennilegt að ein- mitt úr röðum bænda sjálfra skuli nú hljóma harðar gagnrýnisraddir á þann bjartsýnistón sem formaður Bændasamtakanna viðraði í ræðu sinni. Kannski sannast þar máltækið, frændur eru frændum verstir. Það má vel vera að ekki sé allt slétt og fellt í afkomumöguleikum íslenskra bænda. Vilji bændur aftur á móti öðlast tiltrú og velvilja almenn- ings, þá verða þeir að gera sér ljóst að það gerist ekki með barlómi og sífelldu tuði um hvað menn eigi bágt, jafnvel þó ástandið sé hábölvað hjá mörgum. Þar með er þó ekki sagt að bændur þurfi að gefast upp og leggj- ast marflatir fyrir öllum kröfum sem til þeirra eru gerðar. Bændur eiga að nýta sér þá góðu ímynd sem almenningur hefur af stétt þeirra. Með þá ímynd að vopni geta menn staðið keikir og haldið haus í mótlætinu og jafnframt verið harðir í horn að taka og tilbúnir að berjast af hörku fyrir rétti sínum. Á þeim erfiðu tímum sem Íslendingar upplifa núna eru það einmitt fréttir af öllu því jákvæða og skemmtilega sem er að gerast út um allt í sveitum landsins, sem laða fólk að íslenskum landbúnaði. Þetta verðum við mjög vör við sem vinnum við að skrifa Bændablaðið. Ef við værum stöðugt að velta okkur upp úr öllu sem aflaga fer og hamra á því hvað íslenskir bændur eigi bágt, þá er ég hræddur um að fljótt kvarnaðist úr lesendahópnum. Jákvæður og skemmtilegur bóndi sem geislar út frá sér lífskrafti er miklu líklegri til að fá aðstoð frá sam- borgurunum við að koma heyvagn- inum upp úr forarpytti, heldur en fúli bóndinn á næsta bæ. /HKr. Setning búnaðarþings og starf þess ár hvert vekur jafnan mikla athygli. Auðvitað mót- ast verkefni og umræða á búnaðarþingi af aðstæðum í þjóðfélaginu á hverjum tíma en málin eru af margvíslegum toga. Iðulega fer þar fram grundvallarumræða um framtíð og stöðu bænda og sveitanna sem þeir byggja. Búnaðarþing sem kemur saman 2012 er þing atvinnugreinar sem er að eflast og hefur vilja til að vaxa og efla þrótt. Búnaðarþing ræðir ekki síst um samfélagið og þjóðina. Fulltrúar þess vilja gera landið að betra landi að búa í. Það er mikilvægara en aldrei fyrr að byggja upp og líta með jákvæðum augum á fram- tíðina. Búnaðarþing leggur árlega grunn að starfi heildarsamtaka íslenskra bænda. Þingið gerir Bændasamtök Íslands að þeirri stoð sem samfélagi bænda er nauðsynlegt að byggja á með samtakamætti og rödd ákveðins hóps. Hagsmunasamtök stundum nefnd vegna þess að þau eru mikilvægur ráðgjafi og liðsmaður þeirra sem daglega vinna við að móta landinu stefnu í málaflokknum. Búnaðarþing 2012 hefur í verkum sínum enn tekið málefnalega á hags- munum bænda og þannig haldið áfram að efla atvinnuveginn. Vönduð og ítarleg umræða er nauðsynleg innan félagskerfis bænda. Á búnaðarþingi eru ýmis innri málefni rædd og fagtengd sem eiga e.t.v. ekki erindi við alla þjóðina. Umræða um skipulag búfjárræktar eða jarðræktar þarf ekki endilega að vekja áhuga hjá öðrum en okkur bændum. En hún er samt nauðsynleg til að skapa heildarmynd af starfi bænda og bændasamtaka. En svo er önnur umræða sem á mikið erindi við alþjóð. Spurningum um það hvert verður fram- tíðarhlutverk sveita og landbúnaðar, hvernig við vinnum að orkumálum, að búsetu- og mennta- málum svo dæmi séu nefnd af handahófi. Umræða um ESB-umsókn og aðildarferilinn er smám saman að verða að einkamáli tæknistjór- nmálamanna. Engan skyldi undra þó að almenn- ingur sé að tapa þræðinum. Það virðist ekki mega ræða grundvallaratriði málsins og framgangurinn mótast af því, oft með mjög óljósum hætti. Margvísleg framkoma ráðandi stjórnvalda er vaxandi áhyggjuefni. Hvernig í raun málaðir eru felulitir yfir raunverulegar athafnir þeirra. Hvernig meira að segja alþingismenn sjálfir, sem segjast dagsdaglega vera á móti aðild og ætla sér að veita aðhald í umsóknarferlinu, virðast margir hafa flækst í þessu neti eða lent í felu- málningardósinni. Er kominn tími til að tengja? Á þeim tíma sem allt virtist verða að gulli á Íslandi var ekki alltaf gætt að afleiðingum. Ekki bætti úr skák að ekki mátti efast um fínar kenningar um markað, hagnað og arðsemi. Það var heldur ekki gætt að því að skoða afleiðingar af innleiðingu ýmissa tilskipana sem EES færði okkur. Nú er ekki deilt um að hagnaður og verðmæta- sköpun þarf til að standa undir samfélaginu og því sem gerið landið að betra landi til að búa í. En innleiðing á tilskipunum, án þess að þær séu tilsniðnar að aðstæðum hér landi, staðháttum og fámenni er varasöm. Norðmenn eru að meta hagsmuni sína af EES-samningnum. Sú rýni er athygliverð og margt af þeim viðhorfum má þekkja af okkar hagsmunum. Raforkuviðskipti eru eitt af því sem er afleiðing af innleiðingu tilskipana á grunni EES-samningsins. Ekki skal deilt um hvernig var staðið að þeirri breytingu eða hvort mátti beita sér fyrir annarri aðferð hér á landi á fyrri stigum. En eftir stendur að nú hafa mál þróast með þeim hætti að dreifikostnaður á orku er hærri á landsbyggðinni en í þéttbýli. Við skiljum vel rökin þeirra sem eru á bak við þá ráðstöfun, en er aðferðarfræðin í lagi? Í allri umræðu um byggðamál og hagsmuni landsbyggðar er fjallað um þau verkefni sem geta eflt byggð. Jöfnun á dreifikostnaði raforku er „grund- vallar“ byggðamál. Eitt gjald um land allt er jafnréttismál. Þróun dreifingarkostnaðar þar sem dreifigjaldið er fyrst og fremst hækkað á landsbyggðinni hefur alvarlegar afleiðingar fyrir heimili og atvinnurekstur. Ekki síst fyrir tækifæri þeirra sem vilja stofna til nýrra fyrirtækja. Hagsmunir þéttbýlis eru ekki síður ríkir. Ef við tökum ekki á þessu óréttlæti þá er umræða um afleiðingar þess að selja raforku úr landi með sæstreng nánast ómarktæk. Umræða um sölu á rafmagni um sæstreng á erlenda markaði er nú kynnt á þeim forsendum að slíkt geti fært okkur mikinn arð og mikla hagsæld. En hvers vegna? Vegna þess að lík- legt er að hagnaðarvonin sem felst í orkusölu til útlanda sé meiri en mögulega er hægt að ná út úr íslenska markaðinum. Hér er því eingöngu óskað eftir umræðu um jafnrétti landsmanna til að njóta orkuauðlinda okkar án tillits til búsetu. Að umræðan um mögu- legar afleiðingar fyrir orkureikninga landsmanna fari fram áður en við hlaupum til og leggjum sæstreng. Umræðan verður að leiða til þess að við séum örugglega viss um að tímabært sé að tengja. Af öðrum afleiðingum af innleiðingu EES- tilskipana er líka nauðsynlegt að taka á. Í dag eru nánast helgispjöll að nefna EES-samninginn og galla hans. Er það eðlilegt? /HB Jákvæðni að vopni Fýlaveisla þessi, sem myndirnar eru frá, var haldin á Skarði í Landsveit um fyrri helgi. Það voru Eiríkur Vilhelm Sigurðarson frá Vík og frænka hans Berglind Guðgeirsdóttir á Skarði sem héldu veisluna. Þetta er annað árið sem veislan er haldin.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.