Bændablaðið - 03.05.2012, Side 7

Bændablaðið - 03.05.2012, Side 7
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 7 ins og tiltekið var í síðasta vísnaþætti, verður nú fram- haldið kveðskap frá hag- yrðingakvöldi Karlakórs Eyjafjarðar sem haldið var 4 apríl sl. Þessi þáttur verður tileinkaður vísum Einars Kolbeinssonar bónda og framkv.stjóra í Bólstaðarhlíð. Birgir Sveinbjörnsson, sem stýrði samkomunni, var nýkominn úr augnaðgerð mikilli, og var nokkuð sjónskertur þetta kvöld. Einar kaus þó að sjá kostina fremur en bágindi Birgis: Birgir karlinn blindur er, sem bölvað talist getur, en mildi Guðs í sjálfu sér að sjá þó ekki Pétur. Birgir hefur hætt að sjá, sem honum telst að meini, en hann þarf ekki að horfa á hörmungina Reyni. Og þegar Birgir spyr svo Einar hvað hann hafi gert konu sinni til dags- munar á konudaginn svarar Einar: Stemmninguna stein- ég drap, og stökk á ranga kosti, er rétti ég henni af rausnarskap ristað brauð með osti. Fyrr í vetur höfðu tveir af sonum Péturs Péturssonar og Margrétar Kristjánsdóttur lokið doktorsvörnum sínum í Svíþjóð. Hófstilltur var fögnuður Einars yfir þeim árangri: Sýna dugnað synir tveir, svona má verða fróður, en augljóslega eiga þeir ótrúlega móður. Skáldagen úr móðurmjólk, mótar sálu keika, en það er sjaldan fallegt fólk sem fær þann hæfileika. Birgir spyr Einar út í kvikmyndina um Bakka-Baldur, hvor hafi sýnt meiri leikhæfni, stóðhesturinn sjálfur eða Ármann dýralæknir og fyrrverandi form. Karlakórs Eyjafjarðar: Samanburðinn síst ég skil, þó sýndust brautir greiðar, í hvorugum sá kosti til kynbóta né reiðar. Þegar Birgir spyr svo Einar um mannlífið á Blönduósi, svarar „masterinn“ af mikilli og eðlis- lægri hógværð: Mannlífið er mjög svo gott, á meðan ég er nærri. Mannlífið er miður gott, á meðan ég er fjarri. Þrátt fyrir ágætt andríki Einars, er hann haldinn þeirri áráttuhegðun, að huga lítið að undirbúningi fyrir hagyrðingasamkomur þær sem hann situr. Fer jafnan ekkert að hugsa um yrkisefnin fyrr en haldið er til samkomunnar. Tafsamt reyn- ist honum að yrkja jafnframt því að aka sjálfur bifreiðinni. Leiðin enda ekki svo ýkja löng frá Bólstaðarhlíð til Eyjafjarðar. Aðspurður kvaðst Einar að kæmi sér betur ef ferða- lagið væri ögn lengra: Annaðhvort ég tek mér tak, svo takist næsta glíma, eða fer um Fjallabak svo fái meiri tíma. En skáldið áttar sig þó á, að tæp- lega muni Fjallabak vænlegur kostur á þessum árstíma, og hefur því hratt á hæli: Þó misjafnt sé hér mannaval, og mætti það nú styrkja, hendist ég um Hörgárdal og hamast við að yrkja. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM E Skeifudagur Grana: Skagfirðingurinn Svala Guðmundsdóttir sópaði að sér verðlaunum Hinn árlegi Skeifudagur Grana var haldinn hátíðlegur við Landbúnaðarháskóla Íslands sumardaginn fyrsta. Þessi dagur er hátíðisdagur hestamanna þar sem nemar skólans sýna árangur vetrarins við tamningar og þjálfun. Reiðkennararnir Haukur Bjarnason og Randi Holaker á Skáney hafa séð um kennsluna í vetur. Að þessu sinni var það Skagfirðingurinn Svala Guðmundsdóttir sem sópaði að sér verðlaunum. Hlaut Svala viðurkenningu Félags tamninga- manna fyrir bestu ásetuna og Morgunblaðsskeifuna fyrir saman- lagðan árangur í þjálfun og tamn- ingum auk Gunnarsbikarsins, en hann er veittur í minningu Gunnars Bjarnasonar þeim sem sigrar gang- tegundakeppni nemenda. Eiðfaxabikarinn fyrir bestan árang- ur í bóklegum áfanga í hrossarækt hlaut Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir og Heiðrún Halldórsdóttir hlaut Framfarabikarinn, sem veittur er í minningu Reynis Aðalsteinssonar fyrir bestu ástundun og framfarir í reiðmennsku og þjálfun á námstím- anum. Að þessu sinni útskrifuðust einnig um 60 nemar úr námskeiðsröðinni Reiðmanninum. Útskriftarhóparnir voru frá Sörlastöðum, Borgarnesi, Akureyri, Iðavöllum og Flúðum. Þeir sem kenndu verklega hluta námsins á þessum stöðum í vetur voru Halldór Guðjónsson, Heimir Gunnarsson, Erlingur Ingvarsson, Reynir Örn Pálmason og Ísleifur Jónasson. Um bóklega kennslu sá Gunnar Reynisson. Nemar í Reiðmanninum taka þátt í Reynisbikarnum, sem byggir á gæðingafimi og gangteg- undakeppni. Um þrír frá hverjum hópi taka þátt í undanúrslitum og loks er riðið til úrslita á Skeifudegi. Að þessu sinni var það Eyrún Jónasdóttir frá Kálfholti II sem eftir mjög jafna og spennandi keppni bar sigur úr býtum. Við þetta tækifæri kom Kristinn Bjarni Þorvaldsson frá Ásbirni Ólafssyni ehf. og innflytjandi Kerckhaert færandi hendi og gaf Landbúnaðarháskólanum forláta steðja, sem Ágúst Sigurðsson tók á móti og þakkaði vel fyrir. Dagurinn tókst í alla staði vel, skinu bros af andlitum nema og ekki síður áhorfenda, sem margir hverjir höfðu haft heppnina með sér og unnið folatolla í happdrætti Hestamannafélagsins Grana. Óhætt er að segja að góður árangur hafi náðst á þessum bjarta og fallega sumardegi. Útskriftarnemar Reiðmannsins ásamt kennurum og umsjónaraðilum. Myndir / Kristín Jónsdóttir. F.v. Hrafnhildur Tíbrá Halldórsdóttir, Svala Guðmundsdóttir og Heiðrún Halldórsdóttir. Svala Guðmundsdóttir með Gunnarsbikarinn. Eyrún Jónasdóttir með Reynis- bikarinn. Hrossaræktarnemar ásamt kennurum, þeim Randi Holaker og Hauki Bjarnasyni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.