Bændablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 10

Bændablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 10
Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 201210 Fréttir Handverkshátíðin á Hrafnagili og Búnaðarsamband Eyjafjarðar stilla saman strengi: Vegleg handverks- og landbúnaðar- sýning haldin í sumar - Handverkshátíðin haldin í 20. sinn og Búnaðarsamband Eyjafjarðar fagnar 80 ára afmæli Handverkshátíðin við Hrafna- gilsskóla verður haldin í 20. sinn á komandi sumri og Búnaðarsamband Eyjafjarðar fagnar 80 ára afmæli sínu á árinu. Handverkshátíðin og Búnaðarsambandið ætla af þessu tilefni að stilla saman strengi sína og halda upp á samtals 100 ára afmæli og verður af því til- efni mikið um dýrðir á Hrafnagili dagana 10.-13. ágúst 2012. Undirbúningur að handverks- og landbúnaðarsýningu er þegar hafinn og gengur vel, en auk sýn- inganna verður í boði fjöldi atriða af ýmsum toga, öll verða þau þó tengd þema hátíðarinnar sem er handverk og landbúnaður. Búist við fleiri heimsóknum Ester Stefánsdóttir er framkvæmda- stjóri Handverkshátíðarinnar og hefur jafnframt landbúnaðarsýningu BSE á sinni könnu. Hún segir að Handverkshátíðin hafi í áranna rás vaxið og dafnað og sé nú í hópi þeirra hátíða sem laði til sín hvað mestan fjölda fólks, af þeim sem haldnar eru á landinu yfir sumarið. Heimsóknir á hátíðina í fyrra voru þannig um eða yfir 15 þúsund talsins og segir Ester að búist sé við að enn fleiri sæki hátíðina á komandi sumri. „Við höfum á liðnum árum slegið hvert metið á fætur öðru, það á bæði við um fjölda sýnenda og heimsókna. Nú verður enn meira um að vera hjá okkur, hátíðin á 20 ára afmæli og Búnaðarsambandið slæst í hópinn og lífgar enn frekar upp á hátíðahöldin með sínu framlagi,“ segir Ester. Aldrei fleiri umsóknir Handverkssýningin sjálf fer að stórum hluta fram innandyra, á um 500 fermetra stóru svæði í Hrafnagilsskóla og á svæði framan við það, en þar hefur á liðnum árum verið komið upp stóru og veglegu torgi þar sem sýnendur hafa aðstöðu í tjöldum. Nú verður svæðið stækkað, enda mun meira umleikis en áður og verða tún sunnan við Hrafnagilsskóla einnig nýtt undir landbúnaðarsýn- ingu BSE. Sýnendur á Handverkshátíðinni í fyrra voru um 100 talsins og segir Ester að fjöldi umsókna nú hafi verið vel á annað hundrað. „Umsóknir hafa aldrei verið fleiri en nú, það er greinilegt að handverksfólk vill vera með á þessari hátíð, kynna sig og sína vöru,“ segir Ester en yfirferð umsókna stendur nú yfir. Gamlar og nýjar vélar Vignir Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að á landbúnaðarsýningunni muni kenna margra grasa en þar verði m.a. til sýnis vélar og tæki. „Við verðum með það allra nýjasta á markaðnum og eins geta gestir feng- ið að berja augum gamla traktora og aðrar vélar sem komu við sögu fyrr á tímum,“ segir hann. Hollvinafélag Búnaðarsögusafns Eyjafjarðarsveitar tekur þátt í sýningarhaldinu, en félagið á þó nokkuð af gömlum land- búnaðartækjum sem það leggur til. Að auki munu afurðasölufyrirtæki kynna vörur sínar og hvetur Vignir þá sem vilja vera með til að hafa sam- band við fyrsta tækifæri. Ýmislegt verður einnig til skemmtunar yfir sýningarhelgina, meðal annars fer hin árlega Ungbændakeppni Félags ungra bænda fram á Hrafnagili og félagar í Félagi ungra bænda í Eyjafirði munu standa fyrir skemmti- legum uppákomum. Um 400 sjálfboðaliðar að störfum Sigríður Bjarnadóttir, ráðunautur hjá Búnaðarsambandinu, hefur einnig tekið þátt í undirbúningi sýningarinnar en hún er jafnframt íbúi í Eyjafjarðarsveit. Hún segir að Handverkshátíðin skipi stóran sess í hugum íbúa sveitarfélagsins og fjölmargir sjálfboðaliðar taki þátt í sýningarhaldinu með einum eða öðrum hætti. Alls taki 7 félög innan sveitar virkan þátt; kvenfélög, ung- mennafélagið, hestamannafélagið, Lionsfélagar og hjálparsveitarfólk. „Við gerum ráð fyrir að um 400 sjálf- boðaliðar úr þessum félögum leggi sín lóð á vogarskálina við ýmis störf sem til falla og við koma sýningar- haldinu. Það þarf að setja sýninguna upp, taka hana niður, sinna gæslu á meðan á henni stendur og þannig má lengi telja,“ segir Sigríður. „Þessi sýning er mikil lyftistöng fyrir Eyjafjarðarsveit og mikill metnaður fyrir því meðal íbúanna að standa myndarlega að málum.“ /MÞÞ Sunnlenski sveitadagurinn 5. maí á Selfossi: Íslandsmeistaramót í baggakasti Jötunn Vélar og Vélaverkstæði Þóris standa að sunnlenska sveitadeginum laugardaginn 5. maí á athafnasvæði fyrirtækj- anna við Austurveginn á Selfossi. Þennan dag gefst sunnlenskum fyrirtækjum tækifæri á að kynna fyrir gestum eigin framleiðslu og þjónustu og er mikill áhugi fyrir þessum degi meðal þeirra. Í ár hafa rúmlega 50 aðilar ákveð- ið að taka þátt. Áhugafólk um mat á ekki að láta þessa hátíð fram hjá sér fara því á staðnum verður heilgrillað naut, lambakjöt, svína- kjöt, mjólkurvörur, ís, sultur, lax, grænmeti, brjóstsykur, karamellur, kartöfluréttir og bjór svo eitthvað sé nefnt. Á staðnum verða til sýnis m.a. hestar, kálfar, kindur með lömb, geitur, kanínur, hundar, skrautfuglar, bréfdúfur, landnámshænur og mink- ar. Leikararnir Jói G. og Gunni Helga munu halda utan um dagskrána og skemmta gestum. Boðið verður upp á þrautabrautir fyrir börn, kynningu á glímu, andlitsmálun og sýningu á traktorum og landbúnaðartækjum. Þá munu félagar í hestamannafélaginu Sleipni gefa gestum kost á að fara á hestbak. Þá verður í fyrsta sinn á Íslandi efnt til Íslandsmeistaramóts í baggakasti. Keppt verður í karla- og kvennaflokki. Þau sem áhuga hafa á að taka þátt eru vinsamlegast beðin um að tilkynna það á net- fangið gudmundur@jotunn.is eða í síma 896-4368. Talið er að á milli 10 og12 þúsund manns hafi mætt á sunnlenska sveitadaginn í fyrra. /MHH Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns Véla (t.v.) og Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, sem standa í ströngu við að undirbúa sunnlenska sveitadaginn 5. maí. Dagskráin mun standa frá kl. 13:00 til 17:00. Mynd / MHH BSE hvetur sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu: Varanleg lausn verði fundin á förgun dýraleifa Sveitarfélög á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvött til þess að finna varan- lega lausn á förgun dýraleifa, þar sem til stendur að hætta brennslu á Húsavík næsta haust. Þangað hafa dýraleifar úr Eyjafirði verið fluttar til brennslu undanfarin misseri. Það er Búnaðarsamband Eyjafjarðar sem hvetur sveitar- félögin til þessa, en ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í apríl. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem mótmælt er harðlega per- sónulegum spurningum sem koma fram við framkvæmd fóðureftirlits og eins var því beint til MAST að samræma fóðureftirlit, fjósaskoðanir og búfjáreftirlit þannig að hægt sé að sinna því öllu í einni ferð. Stjórnvöld voru hvött til þess að lækka álögur á eldsneyti, en hækkandi verð á því er nú orðið verulega íþyngjandi vegna flutnings- og ferðakostnaðar í dreifbýli. „Skattlagningin er orðin umtalsvert hærri en til stóð vegna hækkunar á innkaupsverði,“ segir í ályktun frá fundinum. Þá má nefna að samþykkt var ályktun þar sem stjórnendur Landbúnaðarháskóla Íslands eru hvattir til að sinna betur tilrauna- og rannsóknastarfi í nautgriparækt. „Ef ekki verður brugðist hratt við er hætta á að margs konar fagþekk- ing í greininni glatist og erfitt verði að byggja þekkinguna upp aftur. Jafnframt skorar fundurinn á menntamálaráðherra og Alþingi að leysa fjárhagsvanda skólans.“ Fundurinn beindi því til sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra að fjölga markaðsdögum með greiðslu- mark mjólkur og þá var því beint til stjórnar Bændasamtaka Íslands að tillögur um ráðgjafarþjónustu í landbúnaði, sem samþykktar voru á liðnu Búnaðarþingi, verði unnar í góðu samstarfi við LbhÍ og stjórnir og ráðunauta ráðgjafarmiðstöðv- anna. „Grunnur ráðgjafarinnar er það fagfólk sem við hana vinnur. Ef störfin eiga að verða eftirsóknarverð og skila þeim árangri sem krafa er um, er mikilvægt að ekki skapist tortryggni og vantraust við þá endur- skipulagningu sem unnið er að,“ segir í ályktun. /MÞÞ af gerðinni Deutz, sem ætlunin er að sýna á handverkshátíðinni á Hrafnagili í sumar. Guðmundur Örn Ólafsson eldsmiður að störfum á Handverkshátíðinni í fyrrasumar.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.