Bændablaðið - 03.05.2012, Page 28

Bændablaðið - 03.05.2012, Page 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 G arðyrkjubændur eru nú í óða önn við undirbúning fyrir sumarræktunina. Blaðamaður gerði sér ferð fyrir skemmstu í uppsveitir Árnessýslu og fann að þar liggur sumarið í loftinu og ýmissa grasa kennir; bæði úti í jarðvinnunni en kannski ennþá fyrst og fremst í uppeldinu innandyra í gróðurhúsum garðyrkjustöðvanna. Í uppsveitum Árnessýslu eru gjöfulustu grænmetislendur á Íslandi, en rétt tæplega 80% allrar grænmetisframleiðslu eiga sér stað á Flúðum, í Reykholti og í Laugarási – og sveitunum þar í kring. Á síðustu árum hafa afurðir íslenskra garðyrkjubænda átt vaxandi velgengni að fagna og ljóst er að neytendur velja í auknum mæli íslenskt umfram innfluttar vörur – séu þær í boði. Hlutfall innlendrar grænmetisframleiðslu hefur þannig vaxið jafnt og þétt sl. áratug og er nú svo komið að um 45 prósent af heildarneyslu á grænmieti á Íslandi er þeirra. Það er því tilhlökkunarefni fyrir fjölmarga þegar grillir í það sem koma skal með fyrstu uppskeru jarðargróðans í sumar. Á síðasta ári var langmest framleitt af kartöflum á Íslandi. Síðan koma tómatar, gúrkur, gul- rófur og gulrætur. Þá eru víða vaxtarsprotar í ýmsum tegundum ávaxta- og berjaræktunar á þessu svæði – og raunar um land allt – sem vert er að fylgjast með og verður þess varla lengi að bíða að Ís- lendingar nái einnig markverðum árangri í þeirri tegund ræktunar. TEXTI OG MYNDIR SMH Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum Hjónin Sigrún H. Pálsdóttir og Þröstur Jónsson eru meðal stærstu hvítkálsframleiðenda landsins. Þau eru eingöngu í útiræktun og eru auk hvítkálsins með blóm-, rauð- og spergilkál. Hér að ofan er Þröstur að plægja en Sigrún hugar að hvítkálsuppeldinu á myndinni fyrir neðan. Vorverk garðyrkjubænda í uppsveitum Árnessýslu Jarðvegurinn undirbúinn Melar á Flúðum Guðjón Birgisson við blómkálsplönturnar sínar. Þau hjónin, Guðjón og Sigríður Helga Karlsdóttir, framleiða mest allra tómataframleiðenda á Íslandi og voru fyrst allra í Evrópu, til að lýsa tómataplöntur í gróðurhúsi. Gilsbakki á Flúðum Einn fárra kúrbítsræktenda sem eitthvað kveður að á Íslandi. Þar ræður ríkjum Árni Magnús Hannesson. Það verður varla langt þangað til þessi fallegi kúrbítur kemur á markað.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.