Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 G arðyrkjubændur eru nú í óða önn við undirbúning fyrir sumarræktunina. Blaðamaður gerði sér ferð fyrir skemmstu í uppsveitir Árnessýslu og fann að þar liggur sumarið í loftinu og ýmissa grasa kennir; bæði úti í jarðvinnunni en kannski ennþá fyrst og fremst í uppeldinu innandyra í gróðurhúsum garðyrkjustöðvanna. Í uppsveitum Árnessýslu eru gjöfulustu grænmetislendur á Íslandi, en rétt tæplega 80% allrar grænmetisframleiðslu eiga sér stað á Flúðum, í Reykholti og í Laugarási – og sveitunum þar í kring. Á síðustu árum hafa afurðir íslenskra garðyrkjubænda átt vaxandi velgengni að fagna og ljóst er að neytendur velja í auknum mæli íslenskt umfram innfluttar vörur – séu þær í boði. Hlutfall innlendrar grænmetisframleiðslu hefur þannig vaxið jafnt og þétt sl. áratug og er nú svo komið að um 45 prósent af heildarneyslu á grænmieti á Íslandi er þeirra. Það er því tilhlökkunarefni fyrir fjölmarga þegar grillir í það sem koma skal með fyrstu uppskeru jarðargróðans í sumar. Á síðasta ári var langmest framleitt af kartöflum á Íslandi. Síðan koma tómatar, gúrkur, gul- rófur og gulrætur. Þá eru víða vaxtarsprotar í ýmsum tegundum ávaxta- og berjaræktunar á þessu svæði – og raunar um land allt – sem vert er að fylgjast með og verður þess varla lengi að bíða að Ís- lendingar nái einnig markverðum árangri í þeirri tegund ræktunar. TEXTI OG MYNDIR SMH Garðyrkjustöð Sigrúnar á Flúðum Hjónin Sigrún H. Pálsdóttir og Þröstur Jónsson eru meðal stærstu hvítkálsframleiðenda landsins. Þau eru eingöngu í útiræktun og eru auk hvítkálsins með blóm-, rauð- og spergilkál. Hér að ofan er Þröstur að plægja en Sigrún hugar að hvítkálsuppeldinu á myndinni fyrir neðan. Vorverk garðyrkjubænda í uppsveitum Árnessýslu Jarðvegurinn undirbúinn Melar á Flúðum Guðjón Birgisson við blómkálsplönturnar sínar. Þau hjónin, Guðjón og Sigríður Helga Karlsdóttir, framleiða mest allra tómataframleiðenda á Íslandi og voru fyrst allra í Evrópu, til að lýsa tómataplöntur í gróðurhúsi. Gilsbakki á Flúðum Einn fárra kúrbítsræktenda sem eitthvað kveður að á Íslandi. Þar ræður ríkjum Árni Magnús Hannesson. Það verður varla langt þangað til þessi fallegi kúrbítur kemur á markað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.