Bændablaðið - 03.05.2012, Side 47

Bændablaðið - 03.05.2012, Side 47
47Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 Vélabásinn Piaggio hin eina sanna VESPA: Skemmtilegt að skoða bæinn á vespu Fyrir nokkrum dögum var opnuð ný mótorhjólabúð á Kleppsvegi 152, sem nefnist Reykjavík Motor Center og er með fjölmörg umboð fyrir mótorhjól, fylgihluti og klæðnað, en þekktustu mótor- hjólavörumerkin eru m.a. Harley Davidson, BMW, Moto Guzzy, Aprilia og Piaggio vespur. Í Reykjavík Motor Center er einnig mótorhjólaleigan Biking Viking og vespuleigan Lundavespur ásamt verkstæði fyrir mótorhjól. Reykjavík Motor Center er í raun nokkur fyrirtæki úr mótorhjóla- geiranum sem eru að sameinast í eitt stórt fyrirtæki. Piaggio 50 cc VESPA Fyrir nokkrum vikum síðan prófaði ég Piaggio 50 cc vespu í nokkra daga til og frá vinnu. Þrátt fyrir mikla karlrembu verð ég að viður- kenna að það er mun skemmtilegra að skoða bæinn á Vespu en ég hélt. Það eina sem ég var hræddur við voru stofnbrautirnar þar sem er 80 km hámarkshraði, en mér til happs var svarta þoka fyrsta morguninn sem ég var á ferðinni og hélt ég hefðbundnum umferðarhraða þann morguninn. Á leiðinni heim hélt ég mig meira á götum þar sem hrað- inn er ekki mikill og upp brekk- una á Bústaðaveginum fram hjá Slökkvistöðinni hélt vespan 45 km hraða, sem ég hafði ekki búist við þar sem mótorinn er ekki nema 50 cc (og kallinn tæp 100 kg). Daginn eftir var ausandi rigning, en það tók góðan tíma að finna regngalla og fyrir vikið var ég fullseinn út í umferðina, sem var mun þyngri og enn hægari en daginn áður svo að áhyggjur af hraðri umferð voru óþarfar. Eftir rigninguna um nóttina, þar sem vespan stóð úti, hafði einhvern veginn komist móða inn undir mælaborðið. Þetta stað- festir bara það sem allir reyndir mótorhjólamenn segja, að mótor- hjól fari ekki vel á að standa úti í íslenskri veðráttu og það sem er 100% vatnshelt í útlöndum er það ekki á Íslandi. Eftir 55 km akstur á vespunni var hún fyllt af bensíni og virtist eyðslan mín hafa verið 1,4 lítrar á þessum 55 km, eða um 2,7 lítrar á hundraðið. Rekstarkostnaður 7.500 kr. á mánuði Miðað við 12 mánuði með 15 km akstri á dag til og frá vinnu og tryggingum deilt á mánuðina, sýnist mér rekstrarkostnaður á mán- uði vera mjög nálægt 7.500 krónum (er nálægt 30.000 á heimilisbílnum mínum). Nokkrar vespur eru til á lager hjá Reykjavík Motor Center og er ódýrasta vespan á 460.000, en sú dýrasta í búðinni er á 595.000. „Elstu Piaggio vespurnar mínar hafa aldrei bilað“ Til að fræðast örlítið betur um vespur átti ég stutt spjall við Soffíu Jóhannesdóttur, sem hefur rekið Lundavespur frá árinu 2008 og er einn af eigendum Reykjavík Motor Center. Soffía byrjaði með nokkrar kínverskar vespur og tvær Piaggio vespur. „Elstu Piaggio vespurnar mínar hafa aldrei bilað og reynslan af þeim er það góð að ég einfaldlega skipti alfarið yfir í Piaggio. Núna í maí verður útgerðin hjá mér rekin héðan frá Reykjavík Motor Center, en í júní til ágúst verð ég með útibú niðri á bryggju (rétt hjá hval- bátunum) eins og undanfarin ár. Það kom mér á óvart að um 80% af við- skiptavinum mínum eru Íslendingar, sem oftast leigja hjól í bara tvo klukkutíma, en útlendingarnir taka hjólin yfirleitt í sólarhring. Tveggja tíma leiga á Piaggio vespu er 6.500 krónur (nánari upplýsingar eru á heimasíðunni www.lundavespur.is). Ég hef verið heppin með leigj- endur hvað slys varðar, það mesta sem ég hef þurft að gera er að láta viðskiptavin hafa plástur, en ég legg mikið upp úr að fara yfir öryggis- málin áður en haldið er af stað. Þrátt fyrir það er ég alltaf með hjartað í buxunum þegar ég horfi á eftir þeim keyra í burtu,“ sagði Soffía. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir traktora, vinnu- og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur). HJÓLBARÐAR FYRIR TRAKTORA, VINNUVÉLAR OG LANDBÚNAÐAR TÆKI VIÐ EIGUM GRÍÐARLEGT ÚRVAL HJÓLBARÐA FYRIR FLESTAR TEGUNDIR VÉLA, TÆKJA OG VAGNA. KÍKTU Á PITSTOP.IS EÐA HAFÐU SAMBAND Í SÍMA 568 2020. BKT MP567 BKT FLOT648 BKT TR459 BKT AGRIMAX RT-657 DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI Soffía Jóhannes- dóttir, með eina Piaggio vespu fyriri framan Reykjavík Motor Center. Mynd / HLJ Móða á mælum, afleiðing af því að geyma hjólið úti í misjöfnu veðri. Mynd / HLJ Útibú Lundavespa við hvalbátabryggjuna. Mynd / SJ Heitasta tækifærisgjöfin! Vinsælu flís Hestaskjóls- ábreið urnar eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn, hlýjar, léttar og auðvelt að þvo. Sérmerktar eftir óskum kaupanda. Sendum gegn póstkröfu Sími: 438 1026 Gsm: 865 7451 (Halldís)

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.