Bændablaðið - 03.05.2012, Síða 51

Bændablaðið - 03.05.2012, Síða 51
51Bændablaðið | fimmtudagur 3. maí 2012 1 2 8 3 5 4 2 6 8 4 7 8 9 8 6 3 6 7 5 9 5 1 2 4 9 6 9 4 8 1 7 9 7 2 4 3 8 7 6 4 2 5 5 3 1 2 3 5 9 8 1 7 6 8 5 7 8 6 4 2 8 6 4 2 1 4 5 9 8 3 53 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 1 Hildur Björg Jónsdóttir verður 11 ára gömul núna í maí og gengur í skóla er nefnist Dorfmatt, sem er í bænum Baar í Sviss. Þar er hún búsett með fjölskyldu sinni vegna starfa föður síns og líkar vel, en í sumar ætla þau að koma í heimsókn til Íslands. Nafn: Hildur Björg Jónsdóttir. Aldur: 10 ára, verð 11 ára í maí. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Ég bý í litlum bæ sem heitir Baar í Sviss. Skóli: Dorfmatt. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þýska. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Engin, en Adele er uppáhaldssöngkonan mín. Uppáhaldskvikmynd: Aleinn Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór í fyrsta balletttímann minn þriggja ára Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi sund og byrja að læra á fiðlu í haust. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera í leikjum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Myndlistarkona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að fara í rússíbana í Legolandi, sem er í Þýskalandi. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að gera ekki neitt. Ætlar þú að gera eitthvað sér- stakt í sumar? Já, við ætlum að fara til Íslands. /ehg Slaufur – fyrir dömur og herra PRJÓNAHORNIÐ Efni: Whistler frá garn.is – 1 dokka af rauðu og 1 dokka af svörtu. Whistler er til í 7 fallegum litum. Prjónar Sokkaprjónar nr. 4. Dömuslaufa – í hárið eða sem hálsmen: Fitjið upp 14L á sokkaprjóna nr. 4. Prjónið fyrstu umf. brugðna. Prjónið svo slétt á rétt- unni, brugðið á röngunni uns stykki mælist um 16 cm, fellið þá af. Leggið stykkið þá saman til helminga og saumið endana saman. Miðjuband: Fitjið upp 5L á prjóna nr. 4 og prjónið fyrstu umf. brugðna. Prjónið svo slétt á réttunni, brugðið á röngunni uns stykki mælist um 6 cm, fellið þá af. Saumið þá bandið saman utan um miðjuna á stóra stykkinu. Gott er að láta bandið fela sauminn á stóra stykkinu. Lagið til og gangið frá endum. Hægt er að festa slaufuna á spöng eða prjóna hárband eins og lýst er hér fyrir neðan. Einnig er hægt að festa slaufuna á keðju og nota sem hálsmen. Hárband: Fitjið upp 4L á prjóna nr. 4 og prjónið fyrstu umf. brugðna. Prjónið svo slétt á réttunni, brugðið á röngunni uns stykki mælist um 43 cm (eða sem passar höfuðstærð þess sem prjónað er á), fellið þá af. Stingið svo bandinu í gegnum miðjubandið á slaufunni, dragið í gegn til hálfs og saumið endana á því saman. Herraslaufa: Fitjið upp 14L á prjóna nr. 4. Prjónið fyrstu umf. brugðna. Prjónið svo slétt á réttunni, brugðið á röngunni uns stykki mælist um 10 cm, fellið þá af. Miðjuband: Fitjið upp 3L á prjóna nr. 4 og prjónið fyrstu umf. brugðna. Prjónið svo slétt á réttunni, brugðið á röngunni uns stykki mælist um 3,5 cm, fellið þá af. Saumið svo bandið utan um miðjuna á stóra stykkinu. Lagið til og gangið frá endum. Hálsband: Fitjið upp 4L á prjóna nr. 4 og prjónið fyrstu umf. brugðna. Prjónið svo slétt á réttunni, brugðið á röngunni uns stykki mælist um 31 cm (eða sem passar við háls þess sem prjónað er á), fellið svo af. Heklið svo lítið hnappagat á annan endann og festið litla tölu á hinn. Dýrfinna Guðmundsdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fór í rosa rússíbana í Legolandi 9 Bókabás Ljósmyndabókin Aðventa á Fjöllum eftir Sigurjón Pétursson og Þóru Hrönn Njálsdóttur kom út nýverið en þar sækja höfundarnir innblástur til Aðventu, hinnar ódauðlegu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, sem byggir á eftirleitarferðum Benedikts Sigurjónssonar, Fjalla-Bensa, á þriðja áratug síðustu aldar. Ljósmyndirnar sem prýða Aðventu á Fjöllum eru afrakstur níu vetrar- ferða Sigurjóns og Þóru Hrannar um sögusviðið á Mývatnsöræfum en þær eru teknar á tímabilinu sept- ember 2010 til mars 2011. Svæðið markast í vestri af Mývatni, í austri af Grímsstöðum á Fjöllum, í norðri af Dettifossi og í suðri af Grafarlandaá. Um stóran hluta þessa svæðis fór Fjalla-Bensi í sinni frægu eftirleit árið 1925, sem varð kveikjan að Aðventu og hafði hann bækistöð í Sæluhúsinu við Jökulsá á Fjöllum. Í bókinni er fléttað saman íslenskum bókmennta- arfi, vetrarnáttúru og heimildum um sögulegar minjar þjóðarinnar. Bókin kemur út á íslensku, ensku og þýsku. Sótt í bókmenntaarfinn og náttúruna 3

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.