Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 10
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Fyrir hvað er Geir H. Haarde kærður? Mál á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hefur verið mikið í umræðunni. Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæruna á hendur honum til baka hefur valdið titringi innan þingsins og skipt stjórnarliðum í tvo hópa. Mikið hefur verið rætt um að til- lagan sé ekki pólitísk en engum blöðum er um það að fletta að hún hefur haft pólitískar afleiðingar. Fréttablaðið beinir nú sjónum að ákærunni sjálfri og rifjar upp fyrir hvað Geir er ákærður. Líkt og áður segir standa fjórir liðir ákærunn- ar eftir. Ákæruliðirnir 1.3 Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur sam- ráðshóps stjórnvalda um fjár- málastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. 1.4 Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahags- reikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. 1.5 Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutn- ingi Icesave-reikninga Lands- banka Íslands hf. í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. 2. Fyrir að hafa á framangreindu tímabili látið farast fyrir að fram- kvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvof- andi háska, ekki var fjallað form- lega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundun- um. Var þó sérstök ástæða til þess, einkum eftir fund hans, Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og formanns stjórnar Seðlabankans 7. febrúar 2008, eftir fund hans og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með bankastjórn Seðla- bankans 1. apríl 2008 og í kjölfar yfirlýsingar til sænsku, dönsku og norsku seðlabankanna sem undir- rituð var 15. maí 2008. Forsætisráð- herra átti ekki frumkvæði að form- legum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bank- anna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið. Vísað frá Eftirfarandi tveimur liðum var vísað frá: 1.1 Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfs- skyldum sínum sem forsætis- ráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins. 1.2 Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heild- stæð og fagleg greining á fjár- hagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjár- málaáfalli. kolbeinn@frettabladid.is Fjórir af sex liðum standa enn þá eftir Landsdómur vísaði tveimur liðum ákærunnar á Geir H. Haarde frá í október. Dómurinn tók afstöðu til þess að fjórir liðir stæðu óhaggaðir í ákærunni. For- maður þingnefndar sem fjallar um málið segir óvíst hvenær það klárast. FYRIR LANDSDÓMI Mál gegn Geir H. Haarde er rekið fyrir Landsdómi sem mat fjóra af sex ákæruliðum tæka. Tillaga um að vísa ákærunni frá er nú fyrir þingnefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde var vísað til stjórnkerfis- og eftirlitsnefndar. Nefndin fundaði um málið í gær og komu fjórir sérfræðingar á fundinn; Þórhallur Vilhjálmsson, Róbert Spanó, Ástráður Haraldsson og Ragnhildur Helgadóttir. Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, segir sérfræðingana hafa verið sammála um að Alþingi megi grípa inn í málið. Eftir standi hvort það eigi að gera það og um það hafi menn ekki verið sammála. „Það stendur hvergi að Alþingi megi ekki fara inn í málið eins og það gerði. Það er enginn vafi á því að formið leyfir það. Það er rétt, en á hinn bóginn á maður ekki endilega alltaf að gera það sem má. Það er hægt að gera þetta og það má, því það er ekki bannað. Eftir stendur spurningin áttu að gera það, er rétt að gera það?“ Valgerður segir að fram til þessa dags hafi menn farið eftir túlkun Ólafs Jóhannessonar um að þegar Alþingi hafi valið sér saksóknara sé málið úr höndum þess. Nú horfi menn hins vegar á sakamálarétt og stjórnarskrána sem segi að ákæruvaldið sé hjá Alþingi. „Í mínum huga hefur ekkert breyst í þessu. Ég efast ekki um að Alþingi má draga ákæruna til baka eða breyta henni. Ég tel hins vegar að sú tillaga verði að koma frá saksóknaranum.“ Saksóknari Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir, kom fyrir nefndina í síðustu viku og lagði þar áherslu á að málið hlyti skjóta afgreiðslu. Valgerður segir saksóknarann einnig hafa sagt að málið héldi áfram sinn gang fyrir dómi óháð framvindu þingsályktunartillög- unnar. Hún sagði málið taka langan tíma, enda væri það sérstakt. Hún treysti sér ekki til að segja til um hvenær það kláraðist. Það næðist þó trauðla í þessari viku. Alþingi má grípa inn í en inngripið samt umdeilanlegt VALGERÐUR BJARNADÓTTIR BRETLAND Í gær fékk Julian Ass- ange, stofnandi Wikileaks, síðasta möguleika sinn til að fá framsals- úrskurði til Svíþjóðar hnekkt. Mál hans var tekið fyrir í hæstarétti Bretlands, en niðurstöðu dóms- ins er vart að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. Lögmenn hans halda því fram að sænski saksóknarinn, sem gaf út handtökuskipan á hendur Assange, sé hlutdrægur í málinu og því sé handtökuskipanin að engu hafandi. Assange hefur verið í stofufang- elsi í Bretlandi mánuðum saman. Hann segist ekki treysta sænska réttarkerfinu, en sænski sak- sóknarinn vill fá Assange til yfir- heyrslu vegna ásakana tveggja kvenna sem segja hann hann hafa framið á sér kynferðisbrot síðast- liðið sumar. Engar ákærur hafa verið gefnar út í máli hans í Sví- þjóð. Breskir dómstólar hafa áður staðfest framsalsúrskurðinn, en þessi síðasti málflutningur fyrir hæstarétti snerist eingöngu um það álitamál hvort sænski sak- sóknarinn hafi haft heimild til að gefa út handtökuskipan, sem gildir í Evrópuríkjum. - gb Málflutningur í framsalsmáli Julians Assange fyrir hæstarétti í Bretlandi: Saksóknari sagður vanhæfur JULIAN ASSANGE Mætti til réttarhalda í London í gær. NORDICPHOTOS/AFP Opin ráðstefna á vegum verkefnisstjórnar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA). Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA): Hugmyndafræði, framkvæmd, skipulag, samningar og fjármögnun. Stöðuúttekt á vinnu verkefnisstjórnar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og lýsing á verklagi í fyrsta áfanga verkefnisins. Haldin 10. febrúar 2012 kl. 11.00-16.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Skráning á http://www.vel.is/npa Dagskrá 10.30-11.00 Skráning 11.00-11.10 Ávarp Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. 11.10-12.10 Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) - leiðbeiningar um framkvæmd fyrir þjón- ustusvæði, sveitarfélög, notendur og ðstoðarfólk. Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður og formaður verkefnisstjórnar NPA. 12.10-12.30 Fyrirkomulag við ráðningar á aðstoðarfólki - ráðningarsamningar, kaup og kjör. Sólveig B. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 12.30-12.40 Aðkoma Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að greiðslum vegna NPA. Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur í innan ríkisráðuneytinu. 12.40-13.30 Léttar veitingar. 13.30-13.55 Hugmyndafræði NPA. Freyja Haraldsdóttir og Embla Ágústsdóttir, frá NPA-miðstöðinni. 13.55-14.15 Hvernig ber fólk sig að? Framkvæmd NPA hjá þjónustusvæðum og sveitarfélögum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri. 14.15-14.40 Þjónustusamningar milli notenda og þjón- ustusvæða/sveitarfélaga. Þór Garðar Þórarinsson, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu. 14.40-15.20 Hlutverk notenda við framkvæmd notenda- stýrðar persónulegrar aðstoðar (NPA) - verkstjóri - vinnuveitandi? Guðjón Sigurðsson, formaður MND- félagsins. Bryndís Snæbjörnsdóttir foreldri. 15.20-15.35 Samantekt. Guðmundur Steingrímsson, formaður verkefnisstjórnar NPA. 15.45-16.00 Léttar veitingar. Bein útsending verður frá ráðstefnunni á Netinu og verður aðgengileg á vef velferðarráðuneytisins: http://www.vel.is/ npa Þeir sem kjósa að fylgjast með ráðstefnunni á vefnum skrái sig á heimasíðu NPA http://www.vel.is/npa og munu gögn sem kynnt verða á ráðstefnunni verða send viðkomandi. Óski þátttakendur sérstaks stuðnings við að taka þátt í ráðstefnunni eru þeir beðnir um að koma þeim óskum á framfæri fyrir 6. febrúar næstkomandi á vef verkefnisstjórn- arinnar: http://www.vel.is/npa Ráðstefnustjóri er Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ókeypis aðgangur. . - 12.20 – leiðbeiningar um framkvæmd fyri þjónustu- svæði, sveitarfélög, note dur og aðstoðar- fólk.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.