Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 12
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna HEIMILI töldu sig eiga mjög erfitt með að ná endum saman fjárhagslega í fyrra. Á árinu 2007 töldu forráðamenn 6.500 heimila það sama. Fjölgun heimila í þessum flokki var þannig 148 prósent á fjórum árum. 16.100 Hárlitunarefni geta valdið alvarlegum ofnæmisvið- brögðum. Í Bretlandi lést nýlega táningsstúlka 20 mínútum eftir að hún lit- aði á sér hárið heima hjá sér, að því er breskir fjöl- miðlar hafa greint frá. Talið er að hún hafi látist vegna ofnæmisviðbragða við efnum í litnum. Hér á landi gilda sömu reglur og innan Evrópusambandsins, ESB, um efni í hárlit og á viðvör- un að vera á umbúðum eða í leiðbeiningum sem fylgja litnum. Dönsk rannsókn á 229 efnum í hár- litunarvörum leiddi í ljós að 75 pró- sent þeirra gátu valdið miklum eða talsverðum ofnæmisviðbrögðum. Þetta kom fram í umfjöllun sænska blaðsins Råd & Rön sem jafnframt greindi frá því að vísindanefnd um snyrtivörur innan ESB hefði kom- ist að því að tíu efni í hárlitunar- vörum gætu valdið mjög miklum ofnæmisviðbrögðum, þrettán mikl- um ofnæmisviðbrögðum og fjögur talsverðum ofnæmisviðbrögðum. Meðal þeirra efna í hárlit sem valda mestum ofnæmisviðbrögðum er efnið paraphenyldiamin (PPD). Samkvæmt fréttum í sænskum fjölmiðlum var PPD bannað í Sví- þjóð, Þýskalandi og Frakklandi en var leyft á ný í Svíþjóð þegar Svíar gengu í Evrópusambandið. Sigríður Kristjánsdóttir, deild- arstjóri á deild hollustuverndar hjá Umhverfisstofnun, segir sömu reglur gilda hér um efni í hárlit og gilda innan ESB. Sérstök viðvör- unarmerking á að vera á tilteknum hárlitunarvörum um að hárlitunar- efni geti valdið alvarlegum ofnæm- isviðbrögðum. Einnig að varan sé ekki ætluð fyrir fólk undir 16 ára aldri. Varað er við því að skamm- tíma „svart henna“ húðflúr geti aukið hættu á ofnæmi. Margir framleiðendur hárlitun- arvara mæla með því að viðskipta- vinurinn kanni sjálfur hvort hann hafi ofnæmi fyrir vörunni með því að setja hana á húðina áður en hún er sett í hárið. Bíða eigi í 48 klukkustundir eftir mögulegum viðbrögðum. Råd & Rön vitnar í ummæli vís- indanefndarinnar um að þar sem ekki sé hægt að geyma blönduna verði viðskiptavinirnir að kaupa tvær pakkningar. Líklegt sé að fæstir geri það. Vísindanefndin segir einnig að neikvæð niður- staða segi ekkert til um hættuna á ofnæmisviðbrögðum við hárlitun. Í besta falli komi í ljós hvort viðkom- andi hafi þegar verið með ofnæmi. Á vef breska blaðsins The Guardian, sem fjallaði um and- lát bresku unglingsstúlkunnar Tabatha McCourt eftir hárlitun, segir að PPD sé í yfir 99 prósent- um allra fastra hárlitunarvara. Það sé það efni sem best liti grá hár svo vitað sé. Fréttavefir The Guardian og BBC greina einnig frá alvarlegum veikindum Julie McCabe sem átti í erfiðleikum með að anda eftir að hafa litað á sér hárið með Ĺ Oreal preference hárlit sem hún hafði notað oft áður. Hjarta hennar hætti að slá á leiðinni á sjúkrahús en hún var endurlífguð. Samkvæmt frétt- inni töldu læknar ekki miklar líkur á að hún myndi ná sér að fullu. ibs@frettabladid.is Alvarleg ofnæmisviðbrögð af hárlitunarvörum HÁRLITUNAREFNI Sérstök viðvörunarmerking á að vera á tilteknum hárlitunarvörum um að efnin geti valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Öll apótek á landinu geta nú fengið upplýsingar rafrænt um hvort einstaklingar hafi lyfjaskírteini auk annarra réttinda. Hætt verður útgáfu skírteinanna á pappír 10. febrúar nk. Á vef Sjúkratrygginga Íslands er bent á að einstaklingar geti sjálfir séð upplýsingar um sitt lyfja- skírteini í Réttindagátt (mínar síður á www.sjukra.is). Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta haft samband við lyfjadeild Sjúkratrygginga Íslands eða við sitt apótek. Lyfjaskírteini auka greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í lyfjakostnaði umfram almennar reglur og eru þau gefin út á grundvelli læknisfræðilegs mats. ■ Lyfjakaup Öll apótek geta sótt réttindastöðu við lyfjakaup Þeir sem kveikja í sígarettu á strönd- inni í Puerto de Mogán á Gran Can- aria þurfa nú að greiða 450 evrur í sekt sem samsvarar rétt rúmlega 70 þúsundum íslenskra króna. Greint er frá reykbanninu í blaði staðarins, La Provincia, að því er segir í frétt á vef danska ríkisútvarpsins. Danir hafa fjölmennt til Puerto de Mogán en sölumenn sólarferða þangað ótt- ast ekki að ferðum Dana til bæjarins fækki. Reykbann hefur verið í mörg ár á baðströndum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. ■ Ferðalög Reykingar bannaðar á vinsælli sólarströnd Aðstoðarbeiðnum til Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna eldsneytisleysis fjölgaði gríðarlega í vetrarbyrjun, að því er segir á vef félagsins. Bent er á að aldrei sé gott að keyra tankinn út þar sem í hann berist með tímanum margs konar óhreinindi sem safnist upp á botn- inum. Bæði sé um að ræða óhrein- indi sem koma úr eldsneytinu sjálfu og eins utan frá auk alls kyns útfellinga. Um leið og viðvörunar- ljósið um að fylla þurfi á tankinn kviknar byrjar dælubúnaðurinn að sjúga upp eldsneyti neðar en áður. Þar með eykst hættan á að upp sogist vatn, sandur og annað óæskilegt. Það getur borist inn í eldsneytiskerfið og skemmt. Einnig geta óhreinindin skemmt ýmsa dýra hluti, eins og til dæmis spíssa. Fjölmörg dæmi eru um slíkt, að því er segir á vefnum. ■ Akstur Aldrei gott að keyra eldsneytistankinn út Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingskosningu til sjö sæta í stjórn og þriggja til vara og hins vegar listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Skrifleg meðmæli 15 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar. Til að listi sem borinn er fram gegn lista Uppstillingar- nefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 16. febrúar 2012. Framboðum og framboðslistum skal skila á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VR, www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð bæði til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 2. febrúar 2012 Kjörstjórn VR Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? GÓÐ HÚSRÁÐ Brunalykt Laukur er til margs nýtur Hver kannast ekki við að hafa gleymt einhverju í potti, með þeim afleiðingum að steiking hefst á einhverju sem upphaflega átti að sjóða. Í sannleika sagt er steiking ekki rétta orðið yfir það þegar eitthvað brennur við með tilheyrandi ólykt (svo ekki sé talað um líkurnar á að kveikja í húsinu) en við því má bregðast. Þeim sem í þessu lenda, og þurfa ekki að kaupa nýja eld- húsinnréttingu, hefur verið á það bent á veraldarvefnum að losna megi við ólykt með því einu að skera niður lauk og láta hann standa í nokkra klukkutíma í eldhúsinu. Þetta svínvirkar víst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.