Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 16
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR16 Umsjón: nánar á visir.is Sjóður í umsjón Stefnis klauf sig á mánudag út úr Búvallahópnum, sem keypti kjölfestuhlut í smá- sölurisanum Högum snemma árs 2011. Eftir viðskiptin er hlut- ur Búvalla, sem um tíma hélt á 44% hlut, orðinn 12,73%. Félagið er því ekki lengur stærsti ein- staki eigandi Haga heldur Eigna- bjarg, dótturfélag Arion banka, sem á um 20% hlut. Árni Hauks- son, stjórnarmaður í Búvöllum og stjórnarformaður Haga, segir hið endanlega markmið vera að hver og einn aðili sem stóð að Búvalla- hópnum haldi beint á sínum eign- arhlut. Sjóðurinn, sem heitir Stefnir íslenski athafnasjóðurinn 1 (SÍA), er undir stjórn Stefnis, sjóðstýringarfyrirtækis í eigu Arion banka. Búvellir keyptu 34% hlut í Högum í febrúar 2011 og bætti 10% hlut við í nóvember sama ár, skömmu áður en félagið var skráð á markað. Fyrir þann eign- arhlut greiddu Búvellir 5,4 millj- arða króna. Miðað við gengið á viðskiptunum í fyrradag er virði hans nú rúmlega 8,8 milljarðar króna. Það hefur því aukist um 3,4 milljarða króna á innan við einu ári. Upphaflega var Búvallahóp- urinn settur saman af Stefni. Í honum voru þá Hagamelur ehf. (í eigu Árna Haukssonar, Hall- björns Karlssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og TM), nokkrir líf- eyrissjóðir, SÍA og annar sjóður sem lúta stjórn Stefnis, Miranda ehf. (í eigu Berglindar Jónsdótt- ur) og Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónssonar). Lífeyrissjóðirnir klufu sig út úr Búvöllum um miðjan nóvember og leystu beint til sín um helm- ing þess eignarhlutar sem félagið hélt á í Högum. Nú hefur SÍA einnig klofið sig út úr hópnum og mun í kjölfarið halda á um 8,2% hlut í eigin nafni. Innan Búvalla eru eftir Hagamelur, Miranda og Draupnir sem samanlagt eiga 12,7% eignarhlut. Þar af á Haga- melur 10,7% hlutabréfa í Högum. Samkvæmt samkomulagi sem Eignabjarg og Búvellir gerðu með sér um gagnkvæmar sölu- hömlur verður Eignabjarg að halda á 19% hlut og Búvellir á Enn kvarnast úr Búvallahópnum Dótturfélag Arion banka er aftur orðið stærsti einstaki eigandi Haga. SÍA og líf- eyrissjóðir farnir út úr Búvallahópnum. Endanlegt markmið að hver aðili innan hans haldi á hlut sínum í eigin nafni. Arion þarf að selja eftir mánuð. MATVARA Hagar eiga meðal annars Bónus, langstærstu matvöruverslunarkeðju landsins. Bónus er ein og sér með 40% markaðshlutdeild á dagvörumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hagar skiluðu árshlutauppgjöri sínu fyrir helgi, því fyrsta síðan félagið var sett á markað. Þar kom fram að samstæðan hefði hagnast um 1,9 milljarða króna frá 1. mars til loka nóvember 2011. Eigið fé hennar er 5,7 milljarðar króna. Félagið seldi vörur fyrir 49,9 milljarða króna á tímabilinu og jókst salan um 4,9% á milli ára að teknu tilliti til brotthvarfs á rekstri 10-11 út úr samstæðunni. Samkvæmt nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins eru Hagar, sem reka m.a. Bónus og Hagkaup, með 53% hlutdeild á dagvörumarkaði. Samstæðan er því sú langstærsta innan hans á Íslandi. Þegar horft er einvörðungu til höfuðborgarsvæðisins er markaðshlutdeild Haga um 60%. Félagið hefur staðfesta markaðsráðandi stöðu í skilningi samkeppnislaga. Hagar með rúmlega helmingshlutdeild 12% hlut út febrúarmánuð. Í skráningarlýsingu Haga kom fram að Fjármála- og Samkeppn- iseftirlitið hefðu gert Eigna- bjargi, eða Arion banka, skylt að selja hlutafjáreign sína í Högum í síðasta lagi 1. mars 2012. Spurður um hvort það komi til greina að þeir þrír aðilar sem eftir eru innan Búvalla taki hver sinn hlut og leysi félagið end- anlega upp segir Árni það ekki liggja formlega fyrir. „Hið end- anlega markmið er að hver og einn haldi á sínum hlut og að eignaraðildin sé sem allra dreifð- ust. Markmiðið er að hafa eign- arhaldið á Högum sem dreifðast. Þetta á að vera alvöru almenn- ingshlutafélag. Það er hið eina rétta eignarhald á Högum.“ thordur@frettabladid.is Af þeim 86 stjórnarmönnum fjár- málafyrirtækja, vátryggingafélaga og lífeyrissjóða sem ráðgjafarnefnd Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur hæfismetið stóðust 27 ekki matið í fyrstu tilraun. Í ellefu tilvikum hefur það gerst að stjórnarmenn hafa sagt sig úr stjórn áður en þeir áttu að koma í hæfismat hjá eftir- litinu. Þetta kemur fram í upplýs- ingum frá FME. Alls hafa 59 þeirra sem komið hafa í hæfismat staðist það, eða tæp- lega 69%. Af þeim 27 sem stóðust það ekki hafa 17 endurtekið hæfis- matið og fimm til viðbótar hafa bókað viðtöl í febrúar. Tveir stóðust ekki hæfismatið í annarri tilraun. Raðgjafanefndina skipa Jón Sig- urðsson, rekstarhagfræðingur sem er formaður, Einar Guðbjarts- son, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Rúnar Guð- mundsson frá FME. Hún var stofn- uð í byrjun árs 2010 og á að stuðla að bættu og hertu eftirliti með því að hæfisskilyrði um stjórnarmenn eftirlitsskyldra aðila séu uppfyllt. Hlutverk hennar er ekki síður að tryggja að stjórnarmenn séu vel meðvitaðir um hvaða þekkingar sé krafist og hvað felist í ábyrgð sem fylgir stjórnarstörfum. - þsj Ellefu stjórnarmenn hættu áður en þeir voru metnir: Um þriðjungur stóðst ekki hæfismat FME RÁÐGJAFANEFND Jón Sigurðsson, fyrrum seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, er formaður nefndarinnar sem metur hæfi stjórnar- manna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ársverðbólga á evrusvæðinu í janú- ar var 2,7% og hélst óbreytt frá því í desember. Þetta kemur fram í nýjum verðbólgutölum sem Euro- stat, hagstofa Evrópusambandsins, birti í gær. Ársverðbólga á Íslandi á sama tíma mælist 6,5% og jókst umtals- vert frá desembermánuði þegar hún var 5,3%. Helstu ástæður verðbólgu aukningarinnar voru gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu og hækkandi verð á elds- neyti, áfengi og tóbaki. Þróun verð- bólgu hérlendis er að mestu í sam- ræmi við þá spá sem Seðlabanki Íslands setti fram í nóvemberútgáfu Peningamála. Verðbólga í Bandaríkjunum var 3% í desember 2011, sem eru nýj- ustu aðgengilegu tölur. Í Bretlandi, stærsta Evrópusambandslandinu sem stendur utan við evrusamstarf- ið, var verðbólgan 4% í janúar. Verðbólga á evrusvæðinu stóð í stað mili mánaða: Mun minni verðbólga í Evrópu en á Íslandi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P STÖÐUG Ársverðbólga innan evrusvæðisins er lægri en í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Sparaðu með Miele Care Collection uppþvottaduft, töflur, gljái og vélahreinsir, sérstaklega framleitt fyrir Miele uppþvottavélar Með því að velja Miele uppþvottavélar leggur þú grunn að langtímasparnaði. Þrjár þvottagrindur Þvær 18% meira magn í einu Notar minna vatn og rafmagn Fer betur með leirtauið Verð frá kr. 179.995 Farðu alla leið með Miele ER GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR en hún hefur ekki mælst svo há síðan í júlí í fyrra. Því hærri sem gengisvísitalan er, því veikara er gengi krónunnar. 222,05

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.