Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2012 25 Jón Egilsson hæstaréttarlög-maður hefur verið dæmdur til greiðslu sektar til ríkissjóðs á grundvelli e. og f. liðar 1. mgr. 135. gr. laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála. Dómari taldi að hann hefði hermt eftir meintum brotaþola í málflutningsræðu sinni, í máli sem meintur brota- þoli hafði m.a. höfðað á hendur umbjóðanda Jóns. Ég tel, eins og síðar kemur fram, að mat hins virðulega dóms hafi ekki verið rétt og ekki hafi verið tilefni til að gera lögmanninum réttarfars- sekt. Hlutverk lögmanna við aðal- meðferð dómsmála er að benda dómara á og draga fram þau sönnunargögn og sjónarmið, sem eru máli umbjóðanda hans til stuðnings, og reyna að sannfæra dóminn um að fallast eigi á rök umbjóðanda síns í málinu. Starf- andi lögmenn skipta hundruðum og mikilvægt er að leyfa hverj- um og einum að þróa sinn stíl og halda honum. Sumir lögmenn telja rök sín best framsett með yfirveguðu og rólegu tali, jafnvel í einni og sömu tóntegundinni. Aðrir lög- menn tala í ýktum ræðukeppn- isstíl, svokölluðum Morfís-stíl. Margir lögmenn lesa ræðu sína beint upp af blaði. Þannig er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og mikilvægt er að ekki sé reynt að steypa öllum í sama mótið. Jón Egilsson er góður lögmað- ur, hann er sáttafús en fylginn sér, hann er afar sannfærandi og hefur skemmtilegan frásagnar- stíl. Málflutningsræður hans eru oftar en ekki líflegar og nálgun hans á dómsmálum er oft á tíðum mjög áhugaverð. Þess vegna sætir það furðu minni þegar hann er úrskurð- aður til sektar fyrir að „herma eftir stefnanda [meintum brota- þola] ..., er hann lék stefnanda [meintan brotaþola] kjökrandi að hringja í lögmann sinn vegna málsins.“ Málið sem meintur brotaþoli höfðaði m.a. á hend- ur umbjóðanda Jóns fjallaði um hvort umbjóðandi Jóns og máls- aðili annar skyldu bera skaða- bótaábyrgð á andlegri vanheilsu meints brotaþola, sem hann átti að hafa hlotið við líkams árás sem átti sér stað árið 2006. Við lestur viðkomandi dóms vekur það athygli að meintur brotaþoli hafði aldrei kvart- að undan andlegri vanlíðan eða borið sig illa við aðila sem að málinu kom, þ.e. ekki kvartað eða tjáð vanlíðan við lögreglu, lækna eða hjúkrunarfólk heldur þvert á móti borið sig ágætlega. Því var þannig alls ekki haldið fram af hálfu meints brotaþola að hann hafi hringt kjökrandi í lögmann sinn. Þannig getur það ekki stað- ist að lögmaðurinn hafi verið að herma eftir meintum brotaþola enda hefur brotaþolinn aldrei kvartað með þessum hætti. Ekki verður séð hvernig er unnt að herma eftir einhverju sem ekki hefur gerst. Lögmaðurinn var einmitt að benda á að hann hefði ekki kjökrað eða kvartað, líkt og einstaklingur sem orðið hefði fyrir áfallaröskun. Að hæstaréttarlögmaðurinn skuli í málflutningsræðu sinni lýsa því, með leikrænum tilburð- um, hvernig ætla mætti að skelk- aður eða sleginn maður myndi hegða sér gagnvart lögreglu- mönnum og heilbrigðisstarfsfólki sem meðhöndlaði hann eftir lík- amsárás, ætti ekki að virða sem vanvirðingu í garð meints brota- þola eða réttarins, heldur var þetta, í þessu tilviki, mikilvæg- ur hluti af málatilbúnaði umbjóð- anda lögmannsins. Málatilbúnaður umbjóðanda Jóns í málinu byggði m.a. á því að hin geðrænu einkenni meints brotaþola, sem hann taldi umbjóð- anda Jóns m.a. bera ábyrgð á, væri ekki að rekja til líkamsárásarinn- ar, sem átti sér stað árið 2006. Lögmaðurinn benti á að frá þeim tíma og þar til meintur brotaþoli var metinn af matsmönnum til örorku vegna geðrænna einkenna hafði hann misst föður sinn, skilið við eiginkonu og upplifað hótanir af hálfu aðila sem viðriðnir voru mansalsmál. Í framhaldi af því bendir lög- maðurinn á að enginn þeirra sérfræðinga sem meðhöndluðu meintan brotaþola eftir líkams- árás urðu varir við að hann hafi orðið fyrir áfallastreiturösk- un en lögmaðurinn lýsti í ræðu sinni, með leikrænum tilburðum, hvernig einkenni áfallastreit- uröskunar koma fram og ættu ekki að dyljast sérfræðingum sem að málinu koma, líkt og lög- reglu eða heilbrigðisstarfsfólki. Ekki verður séð að slíkt hafi ekki tengst málinu eða ekki viðkomið málsstað umbjóðanda Jóns, sem var sýknaður. Ætla verður lögmönnum svig- rúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og sannfæra dómarann um málstað umbjóð- anda síns. Við lifum í þjóðfélagi þar sem reynt er, á hinum ýmsu sviðum, að steypa alla í sama mótið. Því verðum við að berj- ast gegn og fagna fjölbreytileik- anum. Fögnum fjölbreytileikanum - einnig meðal lögmanna Dómsmál Auður Björg Jónsdóttir héraðsdómslögmaður Sumir lögmenn telja rök sín best fram- sett með yfirveguðu og rólegu tali, jafn- vel í einni og sömu tóntegundinni. Aðrir lögmenn tala í ýktum ræðukeppnisstíl, svokölluðum Morfís-stíl. Margir lögmenn lesa ræðu sína beint upp af blaði. Þannig er fjölbreytileikinn í fyrirrúmi og mikil- vægt er að ekki sé reynt að steypa öllum í sama mótið. Grænn og góður  7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum. NÝR PICANTO Því fær nýr Picanto frítt í bílastæði í Reykjavík. Verð frá 1.997.777 kr. * Miðað við grænan, óverðtryggðan bílasamning Ergo til 84 mánaða og 30% innborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 9,39%. mánaðargreiðsla* 22.477 kr. Kia Picanto er magnaður bíll sem eyðir aðeins 4,3 l/100 km og CO2 útblásturinn er aðeins 99 g/km. Komdu við í Öskju að Krókhálsi 11 eða hjá umboðsmönnum okkar og prófaðu nýjan urrrrandi góðan Picanto. Grænt lán frá Ergo í boði. Hlökkum til að sjá þig! ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.