Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 58
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR42 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 26. janúar- 1. febrúar 2012 LAGALISTINN Vikuna 26. janúar - 1. febrúar 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters And Men ..................................Lakehouse 2 Gotye / Kimbra ................Somebody I Used To Know 3 The Black Keys ............................................... Lonely Boy 4 Lana Del Ray ..................................................Born To Die 5 Amy Winehouse ............................ Our Day Will Come 6 Dikta ....................................What Are You Waiting For? 7 Foster The People .................... Call It What You Want 8 Retro Stefson ..........................................................Qween 9 Florence & The Machine ........................... Shake It Out 10 David Guetta........................................................ Titanum Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ...................................................................Haglél 2 Valgeir Guðjónsson ...................Spilaðu lag fyrir mig 3 Of Monsters And Men ..........My Head Is An Animal 4 Adele................................................................................. 21 5 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorl. ........ Ásamt Sinfó 6 Helgi Björnsson ....... Íslenskar dægurperlur í Hörpu 7 Friðrik Karlsson & María Ellingsen ...................... Jóga 8 Sólstafir ..................................................... Svartir sandar 9 Gus Gus ....................................................Arabian Horse 10 Hjálmar ........................................................................Órar Blús- og sálarsöngkonan Etta James lést úr hvítblæði 20. janúar síðast- liðinn, tæplega 73 ára að aldri. Hún átti að baki langan og farsælan feril og var ein af áhrifamestu og dáðustu söngkonum síðustu áratuga. Etta var fædd í Los Angeles árið 1938. Hún fékk sitt fyrsta tækifæri 14 ára þegar tónlistarmaðurinn Johnny Otis uppgötvaði hana og útvegaði henni samning við plötufyrirtækið Modern. Eftir nokkra minni háttar smelli hjá Modern gerði hún samn- ing við Chess-útgáfuna í Chicago árið 1960. Þar var hún í 18 ár og þar gerði hún sín bestu lög, m.a. All I Could Do Was Cry, I Just Want to Make Love to You, At Last, Tell Mama og I‘d Rather Go Blind. Á áttunda áratugnum fór Etta út í fönkaðri tónlist, en færði sig svo að miklu leyti yfir í blúsinn á síðari hluta ferilsins. Hennar síðasta plata The Dreamer kom út í fyrra og fékk ágæta dóma. Etta James var dáð af mörgum yngri tónlistarmönnum. Í ævisögu hennar Rage to Survive sem kom út árið 1995 kom m.a. fram að Janis Joplin lærði mikið af henni. Þar kom líka fram að Etta barðist um langt árabil við heróínfíkn. Hún hvarf samt aldrei af sviðinu og hélt áfram að hljóðrita og spila á tónleikum við góðar undir- tektir. Etta fékk mikla viðurkenningu þegar Beyoncé lék hana í kvik- myndinni Cadillac Records árið 2008. Eins og áður segir hafði Etta James mikil áhrif á síðari tíma söngkonur. Amy Winehouse mat hana t.d. mikils og Adele dáði hana umfram aðrar söngkonur. Að lokum má geta þess að í fyrra kom út glæsilegt fjögurra diska safn, Heart & Soul, sem er gott yfirlit yfir feril þessarar frábæru söngkonu. Stórsöngkona kveður DÁÐ OG DÝRKUÐ Etta James féll frá 20. janúar > PLATA VIKUNNAR Stereo Hypnosis & Pulse ★★★ „Stemningsfull raftónlist frá feðg- unum í Stereo Hypnosis“. - TJ Söngkonan Florence Welch úr hljóm- sveitinni Florence and the Machine sagði frá því í viðtali við tímaritið Q að hún hefði kveikt í í hótelher- berginu sínu eftir mikið fyllerí með rapparanum Kanye West og sænsku söngkonunni Lykke Li. „Ég var örugglega búin að drekka sautján Dirty Mart- ini-drykki. Ég týndi símanum og reif kjólinn minn illa. Svo kveikti ég óvart í The Bowery- hótelinu vegna þess að ég gleymdi að slökkva á teljós- inu,“ sagði Welch í viðtalinu. Einnig áttaði hún sig ekki á því fyrr en daginn eftir að hún hafði brotið eina tönn. Hún svaf á meðan eldurinn kviknaði í her- berginu og þegar hún vaknaði tók hún eftir því að bókin henn- ar á náttborðinu hafði brunnið og einn veggur hótelherberg- isins. Sjálf slapp hún ómeidd frá þessu óheppilega atviki. Kveikti í hótelherberginu KVEIKTI Í Söng- konan Florence Welch kveikti í hótelherberg- inu sínu. > Í SPILARANUM Mark Lanegan Band - Blues Funeral Prinzhorn Dance School - Clay Class Lana del Rey - Born to Die Wiley - Evolve or Be Extinct Auglýsing um framlagningu kjörskrár og framboðsfrest vegna kosningar biskups Íslands 2012 Kjörstjórn við biskupskosningu hefur, í samræmi við starf- sreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 1108/2011, samið kjörskrá vegna kjörs biskups Íslands. Á kjörskrá eru 492 Kjörskráin, sem miðast við 1. febrúar 2012, liggur frammi til sýnis á Biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík, og hjá próföst- um til fimmtudagsins 9. febrúar 2012. Hún er enn fremur birt á vef þjóðkirkjunnar (kirkjan.is). Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borist kjörstjórn á Biskupsstofu fyrir kl. 16.00, fimmtudaginn 9. febrúar nk., eða hafa verið póstlagðar í síðasta lagi þann dag. Kjörstjórn úrskurðar kærur og gengur endanlega frá kjörskrá innan viku frá lokum kærufrests. Niðurstöður kjörstjórnar munu liggja frammi á Biskupsstofu og geta kærendur kynnt sér þær þar. Sá sem hyggst gefa kost á sér sem biskup Íslands skal tilkynna það kjörstjórn. Tilkynningu þess efnis skal afhenda kjörstjórn eigi síðar en fjórum vikum eftir að kjörskrá er lögð fram. Tilkynning skal hafa borist kjörstjórn með sannanlegum hætti fyrir kl. 16.00 á síðasta degi skilafrests, þ.e. 29. febrúar 2012 eða hafa verið póstlögð í síðasta lagi þann dag. Reykjavík, 1. febrúar 2012 Kjörstjórn Rokkararnir í Van Halen eru ekki dauðir úr öllum æðum því tólfta hljóðvers- plata þeirra er væntanleg. Upphaflegi söngvarinn David Lee Roth er með í för. Rokksveitin gamalgróna Van Halen er ekki dauð úr öllum æðum því hún er að gefa út sína tólftu hljóðversplötu. Það sérstaka við þessa plötu er að hún er sú fyrsta í 28 ár sem kemur út með söngv- arann David Lee Roth innanborðs. Síðast söng hann inn á hina vin- sælu plötu 1984 með lagið Jump fremst í flokki. Van Halen var stofnuð í Kali- forníu árið 1974 af hollensku bræðrunum Eddie Van Halen og Alex Van Halen. Hljómsveitin hét fyrst Mammoth og síðar Genesis en varð að breyta nafninu í Van Halen þegar kom í ljós að önnur sveit frá Englandi bar sama nafn. Eftir að hafa gert útgáfusamn- ing við Warner Bros kom fyrsta platan, sem nefndist einfaldlega Van Halen, út árið 1978 við miklar vinsældir, enda voru þar slagarar á borð við Runnin’ with the Devil, You Really Got Me og Ain’t Talkin’ ’bout Love. Síðan þá hefur sveitin gefið út fjölda platna, með góðum hléum á milli, en frægðarsól henn- ar hefur lækkað mikið síðan hún var upp á sitt besta á níunda ára- tugnum. Því má samt ekki gleyma að Van Halen hefur á ferli sínum selt rúm- lega 75 milljón plötur og var vígð inn í Frægðarhöll rokksins árið 2007. Nýja platan nefnist A Diffe- rent Kind of Truth og er hún sú fyrsta sem er eingöngu með nýju efni síðan Van Halen III kom út árið 1998. Platan kemur í kjölfar tónleikaferðar um heiminn sem hljómsveitin fór í fyrir fimm árum við fádæma góðar undirtektir. Sú ferð markaði einmitt endurkomu Davids Lee Roth í sveitina. Mörg lög á plötunni eru byggð á prufuupptökum og textum Van Halen frá áttunda áratugnum, þar á meðal She’s the Woman. Hljómsveitin ætlar að fylgja A Different Kind of Truth eftir með annarri tónleikaferð þar sem öll vinsælustu lögin verða spiluð, þar á meðal Eruption, Running with the Devil, Jamie’s Cryin, You Really Got Me, You’re No Good, Ain’t Talkin’ ’bout Love, Why Can’t This Be Love og að sjálfsögðu Jump. freyr@frettabladid.is David Lee Roth snýr aftur VAN HALEN Í DAG Frá vinstri: Alex Van Halen, David Lee Roth, Eddie Van Halen og sonur hans Wolfgang Van Halen. NORDICPHOTOS/GETTY ÞRÍR MISMUNANDI SÖNGVARAR VAN HALEN David Lee Roth: 1974-1985, 1996, 2007-? Sammy Hagar: 1985-1996 Gary Cherone (úr Extreme): 1996-1999

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.