Fréttablaðið - 02.02.2012, Síða 62
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR46
folk@frettabladid.is
Gítarleikarinn Arnar Pét-
ursson hefur snúið sér að
hráfæði til að vinna bug
á meltingarsjúkdómnum
Crohn´s. Hann viðurkennir
að umskiptin á mataræðinu
séu ekki auðveld og að hann
sjái einna helst eftir Bæjar-
ins bestu.
HEILSA „Þetta er bæði tímafrekt og
þarfnast skipulagningar en ég finn
að þetta hefur áhrif,“ segir Arnar
Pétursson, gítarleikari í hljómsveit-
inni Mammút og nemi í húsgagna-
smíði, sem hefur snúið sér að
hráfæði á síðustu mánuðum.
Arnar þjáist af sjúk-
dómnum Crohn´s eða
bólgum í meltingar-
færum og hefur verið
háður lyfinu Remicade
en það hefur ýmsar
aukaverkanir í för með
sér.
Arnar hóf því að leita
að náttúrulegri aðferð til
segja sjúkdómnum stríð á
hendur. Lausnina fann hann í bók-
inni Self Healing Colitis and Crohn‘s
eftir dr. David Klein og byrjaði hina
miklu umbreytingu á mataræði sínu
í sumar og hætti á lyfinu um ára-
mótin.
„Maður má ekki skipta of snöggt
yfir í hráfæði og nauðsynlegt að
gera þetta í skömmtum. Ég hætti
því að borða kjöt í sumar og auka
grænmetis- og ávaxtaneyslu,“ segir
Arnar sem hætti alfarið að borða
fisk og egg rétt eftir áramót. „Ég
finn að mér líður betur og allt sem
ég borða núna er gufusoðið græn-
meti, léttpressaðir ávaxta- og græn-
metissafar en aðalundirstaðan eru
ávextir. Hluti af orsökum sjúkdóms-
ins er stress svo ég er byrjaður að
stunda jóga af miklum móð og er
alveg heillaður.“
Arnar fer ekki leynt með að
umskiptin í mataræðinu sínu hafi
verið erfið en hann segist alltaf
hafa verið matvandur. „Ég var ekki
vanur að borða mikið grænmeti eða
ávexti og þegar ég var lítill voru
fiskibollur í dós uppáhaldsmatur-
inn minn. Núna panta ég lífrænt
grænmeti frá Akri í Biskupstung-
um og tek með mér nesti í skólann.
Ég sakna samt Bæjarins bestu enda
var ég fastagestur þar áður en ég
fór á hráfæði,“ segir Arnar og við-
urkennir að grænmeti og ávextir
séu vissulega dýrir hér á landi en
á móti sparar hann í öðrum útgjöld-
um. „Ég fer ekkert út að borða og
hef tekið mér pásu í áfengisneyslu
enda er sérstaklega mælt með því
í bókinni.“
Arnar er studdur af lækni sínum
í þessum matartilraunum og hing-
að til hefur honum liðið betur. „Ég
ætla að reyna þetta fram á vor og
hugsanlega er þessi lífsstíll kominn
til að vera. Mér líður allavega vel í
dag.“ Hægt að fylgjast með Arnari
og tilraunum hans með hráfæðið á
bloggsíðunni veganmatur.blogspot.
com. alfrun@frettabladid.is
HYGGST LÆKNA SIG MEÐ HRÁFÆÐI
LÍÐUR BETUR Arnar finnur mun á sér eftir að hann byrjaði á hráfæði en hann
umturnaði mataræði sínu til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn´s.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN
Morgunmatur: Sætir og millisætir
ávextir eins og bananar, döðlur,
perur, vínber, melónur og mangó.
Passa að borða ekki of mikið á
morgnana því þá er líkaminn að
hreinsa sig.
Það sem eftir er dagsins borða
ég eins mikið af ávöxtum og ég hef
lyst á.
Klukkutíma fyrir kvöldmat fæ
ég mér pressaðan djús, til dæmis
sellerí og epladjús eða gulróta- og
epladjús.
Kvöldmatur: Létt gufusoðnar sætar
kartöflur, kúrbít eða eitthvað annað
grænmeti í þá áttina.
Ég reyni að borða kvöldmat
þremur klukkutímum áður en ég
fer að sofa, þannig nær líkaminn
að vinna úr matnum en samt fer ég
ekki svangur að sofa.
MATSEÐILL ARNARS
HEILSA Til að halda hjartanu heil-
brigðu er meðal annars mælt
með að fólk borði eins og
Ítali eða fylgi ströngu
„vegan“ mataræði.
Fréttamiðillinn Msn.
com tók saman tíu
bestu matarkúrana
fyrir hjartað og
miðað við þann lista
virðast allir geta
fundið eitthvað við sitt
hæfi.
Þeir sem kjósa að fylgja
mataræði Miðjarðarhafsbúa
eiga að halda sig við fiskmeti,
grænmeti og mjúka fitu. Þeir
sem kjósa hins vegar að fylgja
„vegan“ mataræði eiga að leggja
sér til munns grænmeti, ávexti
og kornmeti en forðast saltan
mat og dýraafurðir. Sé farið eftir
þessum matarkúrum ætti hjartað
að haldast heilbrigt og gott.
Ítalir með
gott hjarta
EINS OG ÍTALI Fæða á borð við þá sem
Ítalir borða er góð fyrir hjartað.
NORDICPHOTOS/GETTY
TÆKNI Hvort sem þér líkar það
betur eða verr, þá mun Facebook
skikka þig til að breyta síðunni
þinni í svokallaða tímalínusíðu
á næstu dögum eða vikum. Lítið
hefur verið kvartað undan tíma-
línunni sem virðist nokkuð kær-
komin viðbót við þetta stærsta
samskiptanet allra tíma.
Nú hafa hugvitssamir
Facebook-notendur tekið
sig til og búið til smáfor-
ritið, eða „appið“, Time-
line Movie Maker, sem
gerir myndband úr tíma-
línunni þinni. Fyrir þá sem
þekkja ekki til þá er hægt
að setja inn atburði í lífi
fólks allt frá fæð-
ingu til dagsins
í dag í tímalín-
una. Hvort sem
það eru mynd-
ir, myndbönd eða atburðir. Timel-
ine Movie Maker safnar saman
þessum upplýsingum, setur upp í
myndband og spilar væmna tón-
list undir sem nær nánast örugg-
lega að framkalla tár í augum not-
endanna.
Einfalt er að finna Timeline
Movie Maker í gegnum leitar-
möguleika Facebook. Notend-
ur geta því hafist handa við að
skrásetja líf sitt og breyta því
í væmna kvikmynd á einfald-
an hátt.
Myndband um lífið
Í RÉTTU LJÓSI Kvikmyndin The
Social Network þótti ekki sýna
Mark Zuckerberg, for-
stjóra Facebook, í réttu
ljósi. Nú getur hann
fengið uppreisn æru
í gegnum Timeline
Movie Maker.
HUNANG BESTA MEÐALIÐ Breskir vísindamenn hafa uppgötvað að nýsjálenska hunangið Manuka
er svo öflugt að það nær að vinna gegn bakteríum á borð við streptókokka samkvæmt rannsókn sem birtist í
blaðinu Microbiology. Við getum því haldið áfram að nota hunang út í te samviskulaust.
KLÁM Á BÓKASAFNI Móðir nokkur brást
ókvæða við þegar hún og tíu ára dóttir
hennar sáu mann skoða svæsna klámsíðu
í tölvu á almenningsbókasafninu í Seattle.
Henni til mikillar undrunar komst hún að
því að maðurinn var ekki að brjóta nein lög
með athæfi sínu. Á síðunni Q13Fox.com
kemur fram að starfsmenn bókasafnsins
fái aðeins örfáar kvartanir á ári hverju yfir
klámnotkun bókasafnsgesta. „Bókasafnið
annast ekki ritskoðun. Okkar starfsemi snýst
um að veita aðgang að upplýsingum,“ sagði
yfirmaður hjá bókasafninu.
KRABBAKRABBI Vísindamenn við
háskólasjúkrahúsið í Singapúr hafa
þróað lítið vélmenni með krabba-
klær og krók sem á að fjarlægja
magakrabbamein án þess að
skilja eftir sig ör. Vélmennið fer
inn í magann í gegnum munn
sjúklingsins. Fyrirmynd þess er
frægur krabbaréttur sem borð-
aður er í Singapúr, samkvæmt
fréttastofunni Reuters.
TÆKNI
lífsstíll
lifsstill@frettabladid.is
46
MATUR
Gulrætur
Í gulrótum er B- og
C-vítamín ásamt
mikil vægum steinefn-
um eins og kalí, kalki,
járni og fosfór.