Fréttablaðið - 02.02.2012, Side 66

Fréttablaðið - 02.02.2012, Side 66
2. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is UNDANÚRSLIT KVENNA í bikarkeppni kvenna í körfubolta fara ekki fram um helgina eins og áætlað var. Ástæðan er sú að búið að er að kæra úrslit leiks Njarðvíkur og Keflavíkur í fjórðungsúrslitum. Úrslitin í karlaflokki fara engu að síður fram og óljóst hvort að úrsiltaleikirnir í báðum flokkum geti farið fram sama daginn eins og venja er. Janúar 2011 Dýrustu leikmannakaupin Fernando Torres, Chelsea 50 milljónir punda / 9,7 milljarðar kr. Andy Carroll, Liverpool 35 milljónir punda / 6,8 milljarðar kr. Luis Suarez, Liverpool 23 milljónir punda / 4,5 milljarðar kr. David Luiz, Chelsea 21 milljónir punda / 4 milljarðar kr. Janúar 2012 Dýrustu leikmannakaupin Papiss Cisse, Newcastle 12 milljónir punda / 2,3 milljarðar kr. Gary Cahill, Chelsea 8,4 milljónir punda / 1,6 milljarðar kr. Kevin de Bruyne, Chelsea 8 milljónir punda / 1,5 milljarður kr. Nikica Jelavic. Everton 6,6 milljónir punda / 1,3 milljarður kr. 2,3 milljarðar 9,7 milljarðar Papiss Cisse Fernando Torres FÓTBOLTI Eigendur enskra úrvals- deildarliða í fótbolta voru ekki í miklu „stuði“ á meðan leikmanna- markaðurinn var opinn í janúar. Lokað var fyrir félagaskipti á mið- nætti þriðjudagsins 31. janúar. Met var sett í janúar í fyrra þegar liðin keyptu leikmenn fyrir 225 millj- ónir punda eða 43 milljarða kr., en þessi upphæð lækkaði um 70% í janúarglugga þessa árs. Í samantekt sem alþjóðlega endur skoðunar- og ráðgjafarfyrir- tækið Deloitte gaf út í gær kemur í ljós að ensku úrvalsdeildarliðin eyddu „aðeins“ 60 milljónum punda eða sem nemur 11,6 milljörðum kr. í janúar á þessu ári. Þrjú félög, Chelsea, QPR og New- castle, eru samtals með um helm- ing af þeirri upphæð. Til samanburðar voru fjögur félög með um 80% af þessum 225 milljónum punda fyrir ári, Chelsea, Liverpool, Aston Villa og Liverpool. Þar léku framherjarnir Fernando Torres og Andy Carroll aðalhlutverkin. Dan Jones, talsmaður Deloitte, segir í viðtali við breska fjölmiðla að skýringin á þessari lækkun sé einföld. Félögin eru að undir- búa sig fyrir reglugerð UEFA um leyfis kerfi og fjárhagslega hátt- vísi sem tekur gildi árið 2013. Þessi reglugerð var kynnt til sögunnar árið 2009 þegar helmingur af 630 knattspyrnuliðum Evrópu var rek- inn með tapi. Reglugerðinni er ætlað að minnka möguleika ríkra eigenda að eyða eins miklum peningum og þeir vilja í leikmannakaup og laga taprekstur með nýju „hlutafé“ úr eigin vasa. Samkvæmt reglugerð UEFA um fjàrhagslega háttvísi þurfa félögin að miða útgjöld sín við þær tekjur sem félagið getur aflað sér með „venjulegum hætti“. Ómar Smárason, leyfis – og markaðsstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að stærstu félög Evrópu hefðu haft frumkvæðið að þessari reglu á sínum tíma. „Þetta er gert til þess að sporna við áframhaldandi taprekstri stórra félaga. Félögin vildu fá skýr- ari reglur og jafna samkeppnisað- stöðuna. Lið sem eru í eigu mjög ríkra einstaklinga geta ekki haldið áfram að reiða sig á að fá peninga endalaust til þess að brúa taprekst- ur. Þau verða að fara eftir reglu- gerðinni um leyfiskerfi og fjár- hagslega háttvísi.“ Það er áratugur frá því að sú regla var tekin upp að opna fyrir félagaskipti í janúar og frá þeim tíma hafa ensk úrvalsdeildarlið keypt leikmenn fyrir samtals 925 milljónir punda eða sem nemur 180 milljörðum kr. seth@frettabladid.is Nýjar reglur settu svip sinn á „janúargluggann“ Óvenjudauft var á leikmannamarkaðinum á Englandi í janúar. Nýjar reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi eru þegar farnar að hafa áhrif. Cisse dýrastur. HANDBOLTI N1 deild karla í hand- bolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis. Í textalýsingunni má sjá jafnóðum upplýsingar um hvert skot, hvert mark og hvert varið skot í leikjunum. Stórleikir kvöldsins eru annars vegar á milli frændfélaganna Vals og Hauka í Vodafone-höll- inni á Hlíðarenda og hins vegar leikur Akureyrar og HK í Höll- inni á Akureyri. Fram fær síðan botnlið Gróttu í heimsókn og FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika. Allir leikir hefjast klukkan 19.30 nema sá á Akur- eyri sem hefst hálftíma fyrr. Haukar eru með fimm stiga forskot á FH og HK sem koma næst en Fram og Akureyri eru síðan aðeins stigi á eftir. Vals- menn eru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni og þurfa helst tvö stig á móti toppliðinu í kvöld. - óój N1 deild karla í beinni á Vísi: 45 daga bið endar í kvöld HVERNIG FÓR FRÍIÐ Í HAUKA? Unnu 9 af síðustu 10 deildarleikjum sínum fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STRÁKARNIR ERU MÆTTIR M ed ia G ro up e hf | H SÍ | 11 0 1 20 12 Valur - Haukar Vodafonehöllin | Kl. 19.30 Fim. 2. feb. | N1-deild karla Fram - Grótta Framhús | Kl. 19.30 Fim. 2. feb. | N1-deild karla FH - Afturelding Kaplakriki | Kl. 19.30 Fim. 2. feb. | N1-deild karla Fram - FH Framhús | Kl. 20.00 Fös. 3. feb. | N1-deild kvenna ÍBV - Haukar Vestmannaeyjar | Kl. 13.00 Lau. 4. feb. | N1-deild kvenna kvenna Grótta - Haukar Seltjarnarnes | Kl. 14.00 Lau. 4. feb. | N1-deild kvenna KA/Þór - HK KA-heimilið | Kl. 16.00 Lau. 4. feb. | N1-deild kvenna Akureyri - HK Höllin, Ak. | Kl. 19.00 Fim. 2. feb. | N1-deild karla N1-deild karla N1-deild kvenna FÓTBOLTI Kristinn Freyr Sigurðs- son, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í gær fjögurra ára samn- ing við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi- deild karla. Kristinn Freyr hefur lengst af spilað með Fjölni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í meistara- flokki árið 2007, þá á sextánda aldursári. Alls á hann að baki 59 leiki og átta mörk í deild og bikar með félaginu. - esá Liðsstyrkur fyrir sumarið: Kristinn Freyr samdi við Val Iceland Express-d. kvenna Snæfell - Keflavík 91-83 (45-38) Stigahæstar: Jordan Lee Murphree 31, Alda Leif Jónsdóttir 17, Kieraah Marlow 16 – Pálína Gunn- laugsdóttir 33, Jaleesa Butler 18 (14 fráköst). Njarðvík - Fjölnir 95-62 (49-29) Stigahæstar: Lele Hardy 24 (17 frák.), Shanae Baker-Brice 20, Petrúnella Skúladóttir 14 – Brittney Jones 13, Bergdís Ragnarsdóttir 12. Hamar - Valur 86-83 (41-44) Stigahæstar: Katherine Graham 26, Samantha Murphy 24, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14 – Kristrún Sigurjónsdóttir 21, María Björnsdóttir 16, María Ben Erlingsdóttir 16. STAÐAN Keflavík 20 16 4 1580-1402 32 Njarðvík 20 15 5 1684-1473 30 KR 20 12 8 1490-1372 24 Haukar 20 11 9 1487-1439 22 Snæfell 20 9 11 1375-1453 18 Valur 20 7 13 1414-1502 14 Hamar 20 5 15 1385-1532 10 Fjölnir 20 5 15 1394-1636 10 Enska úrvalsdeildin Sunderland - Norwich 3-0 1-0 Frazier Campbell (20.), 2-0 Stéphane Ses- segnon (27.), 3-0 Daniel Ayala, sjálfsmark (53.). Aston Villa - QPR 2-2 0-1 Djibril Cissé (11.), 0-2 Stephen Warnock, sjálfsmark (28.), 1-2 Darren Bent (45.), 2-2 Charles N’Zogbia (78.). Blackburn - Newcastle 0-2 0-1 Scott Dann, sjálfsmark (11.), 0-2 Gabriel Obertan (92.) Fulham - West Brom 1-1 1-0 Clint Dempsey (68.), 1-1 Somen Tchoyi (81.). Bolton - Arsenal 0-0 STAÐAN Man. City 23 17 3 3 60-19 54 Man. United 23 17 3 3 56-21 54 Tottenham 23 15 4 4 44-25 49 Chelsea 23 12 6 5 41-26 42 Newcastle 23 11 6 6 34-30 39 Liverpool 23 10 8 5 28-21 38 Arsenal 23 11 4 8 39-33 37 Sunderland 23 8 6 9 32-24 30 Stoke City 23 8 6 9 23-35 30 Everton 23 8 5 10 23-26 29 Norwich 23 7 8 8 32-39 29 Aston Villa 23 6 10 7 28-31 28 Fulham 23 6 9 8 29-32 27 Swansea City 23 6 9 8 24-28 27 West Brom 23 7 5 11 23-32 26 QPR 23 5 6 12 24-39 21 Bolton 23 6 2 15 28-47 20 Blackburn 23 4 6 13 33-47 18 Wolves 23 4 6 13 25-43 18 Wigan 23 3 6 14 20-48 15 Spænska bikarkeppnin Valencia - Barcelona 1-1 1-0 Jonas (27.), 1-1 Carles Puyol (35.). Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum. Síðari leikurinn fer fram á Nou Camp í næstu viku. ÚRSLIT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.