Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 2
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Frá kr. 69.900 Verð kr. 69.900 Netverð á mann. Flugsæti 28. febrúar með heimkomu 6. mars eða 13. mars. Verð kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. 2 – 4 í studio / íbúð í 7 nætur. Verð kr. 119.900 Netverð á mann, m.v. 2 – 4 í studio / íbúð í 14 nætur. Frábæ rt tilbo ð! Stökktu til Kanarí 28. febrúar í viku eða 2 vikur Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 28. febrúar á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og þremur dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Halldóra, eruð þið með töfra- formúluna að góðum þætti? „Já. Töfraformúlan er að ná góðu starti, halda sér á brautinni og fagna að lokum sigri.“ Halldóra Matthíasdóttir mun ásamt Rúnari Jónssyni stýra þáttum um Formúlu 1 á Stöð 2 Sport. REYKJAVÍK Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæða- gjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr mið- borginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborg- arinnar að fá stæði. Umhverfis- og samgöngur- áð samþykkti fyrir skemmstu að hækka tímagjald á ýmsum svæð- um í miðborginni. Á svæði 1 fari gjald fyrir klukkustundardvöl í stæði úr 150 krónum í 250 krónur, en á svæðum 2 og 4 fari gjald úr 80 krónum upp í 150. Breytingarnar eiga að taka gildi 15. apríl. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafa heyrt óánægjuraddir frá rekstraraðilum í miðborginni. „Allir þeir sem ég hef talað við hafa áhyggjur af því að hækkunin gæti fælt í burtu viðskipti og þyngt róður fyrirtækja.“ Kjartan gerir annars vegar athugasemd við að verðið hækki of skarpt og að ekki hafi verið haft samráð við verslunareigendur og aðra rekstraraðila í miðborginni. „Ég vil ekki vera of svartsýnn, en ég óttast að ef þessi hækkun muni ríða yfir í einu vetfangi geti það jafnvel orsakað fjöldaflótta fyrirtækja úr miðborginni.“ Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, svarar því hins vegar til að hækk- un þessi sé einmitt til þess fallin að auka veg miðborgarinnar. Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaðar hækkanir á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Sjálfstæðismönnum þykir farið of geyst og óttast fækkun fyrir- tækja, en meirihlutinn segir takmarkið vera að auka flæði um bílastæðin. BORGAÐ Í BAUKINN Bílastæðagjöld í miðborginni munu að öllu óbreyttu hækka frá og með 15. júní. Sjálfstæðismenn gagnrýna hækkunina og telja hana geta fælt viðskipti frá miðborginni. Meirihlutinn segir takmarkið hins vegar að auka flæði bíla um miðborgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Svæði 1 (Laugavegur, Bankastræti, Kvosin og hluti af Skólavörðustíg): Klukkustundargjald í stæði hækkar úr 150 krónum í 250. ■ Svæði 2 (götur í miðbæ, næst svæði 1) og 4 (stæði við Háskóla Íslands og Landspítala við Hringbraut og í Fossvogi): Klukkustundargjald í stæði hækkar úr 80 krónum í 150. ■ Þá verður tímarammi gjaldskyldu á svæðum 1, 2 og 3 víkkaður þar sem ein klukkustund bætist við á virkum dögum (frá 9 til 18) og fjórar klukkustundir á laugardögum (frá 9 til 16). ■ Núverandi gjald fyrir svæði 1 hefur verið óbreytt, 150 krónur, frá árinu 2000, en fyrir það hafði gjaldið verið 50 krónur frá árinu 1988. Fyrirhuguð hækkun bílastæðagjalda „Við lítum svo á að ef fólk sem fer akandi niður í bæ þarf jafn- an að leita lengi eftir stæðum, þá sé það líklegra til að leita frekar í verslunarmiðstöðvarnar, sem gerir verslun í miðbænum lítinn greiða. Með hækkun bílastæðagjalda vilj- um við hins vegar stýra betur nýt- ingu á bílastæðum og auka flæði.“ Karl segir að jafnan sé miðað við að 80 til 85 prósenta nýting á bíla- stæðum sé heppilegt hlutfall, en á gjaldsvæði sé hlutfallið hins vegar að nálgast 100 prósent. „Við viljum koma þessu í jafn- vægi þannig að ef þú kemur akandi niður í bæ, séu um tvö af hverjum átta stæðum laus.“ Hagsmunasamtökin Miðborg- in okkar mun á næstunni gangast fyrir viðhorfskönnun meðal félags- manna sinna um bílastaæðamál og SAFNAMÁL Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, telur það áhugaverðan kost að Perlan í Öskjuhlíðinni verði nýtt sem húsnæði fyrir Náttúruminja- safn Íslands. Hún hefur óformlega rætt þennan kost við stjórnarmann Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveit- an, sem er eigandi Perlunnar, hefur í hyggju að selja húsnæðið, eins og komið hefur fram í fréttum. Þetta kom fram í óundirbúnum umræðum á Alþingi í gær en Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, innti þá ráðherra eftir hennar skoðunum varðandi húsnæðismál safnsins. Tilefnið er umræða í samfélaginu um hvort Perlan geti leyst aðkallandi hús- næðisþörf Náttúruminjasafnsins. Siv spurði ráðherra um annan kost í stöðunni, en það er hvort húsnæði lækningasafnsins á Seltjarnarnesi gæti hentað. „Það er ýmislegt sem mælir með þessu húsnæði en það á eftir að skoða þetta,“ sagði Katrín sem hefur ekki leitað formlega til OR um framtíð hússins. Hún ítrek- aði að kostnaður við hugmyndir um framtíðarhúsnæði safnsins væri mikilvægt atriði; ekki aðeins safnahúsið sjálft heldur kostnaður við sýningarhald og fleira. Katrín hefur sent bréf til alls- herjar- og menntamálanefndar þingsins þar sem boðað er til sam- ræðu um málefni Náttúruminja- safnsins í heild. - shá Menntamálaráðherra ræddi við fulltrúa í stjórn OR um Perluna sem safnahús: Ýmislegt sem mælir með Perlunni ÁLITLEGUR KOSTUR? Perlan er sífellt oftar nefnd sem mögulegt framtíðarhúsnæði Náttúruminjasafns Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Lögregla hefur lokið rannsókn tveggja nauðg- unarmála gegn sjónvarpsmann- inum Agli Ein- arssyni og sent þau til meðferð- ar hjá ákæru- sviði sínu. Þar verður ákveðið hvort málunum skuli vísað til Ríkissaksókn- ara, sem mun þá aftur ákveða hvort gefnar yrðu út ákærur í málunum. Átján ára stúlka kærði Egil og unnustu hans í lok nóvember í fyrra fyrir að hafa nauðgað sér á heimili þeirra. Önnur stúlka kærði Egil í janúar fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað fyrir átta árum. Ríkissaksóknari vís- aði fyrra málinu aftur til lögreglu í janúar til frekari rannsóknar. - sh Nauðgunarmál þokast áfram: Rannsókn lokið á málum Egils LÖGREGLUMÁL Pétur Maack, sál- fræðingur á Akureyri, ætlar að kæra Snorra Óskarsson fyrir ummæli sem Snorri viðhafði um samkynhneigða á vefsíðu sinni. Í aðsendri grein sem Pétur skrifar í vikublaðið Akureyri segir hann óvissu ríkja um hvar mörk tjáningarfrelsis liggi, enda hafi málsmetandi menn sakað skólayfirvöld á Akureyri um að brjóta gegn tjáningarfrelsi Snorra með því að skipa honum í leyfi frá kennslustörfum. Í samtali við Vísi í gær sagð- ist Pétur ætla að leggja kæruna fram síðar um daginn. - þj Kærir Snorra Óskarsson: Vill skýra mörk tjáningarfrelsis EGILL EINARSSON STJÓRNSÝSLA Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, hefur verið veittur frestur fram á þriðjudag til þess að gera athuga- semdir við fyrirætlanir um upp- sögn hans í starfi. Þetta staðfest- ir Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Fyrir viku fékk Gunnar bréf frá stjórninni þar sem honum voru kynntar fyrirætlanirnar. Upphaflega fékk hann frest til andmæla til mánudagsins síðasta en fresturinn var svo framlengd- ur í gær. Með bréfi sem Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, sendi stjórninni í fyrradag var krafist enn lengri frests. Þá krafðist Skúli jafnframt svara við því á hvaða nýju gögn- um ákvörðun stjórnar Fjármála- eftirlitsins um að segja Gunnari upp störfum sé tekin. - jhh Andmæli Gunnars Andersen: Fær frest fram á þriðjudag SKOÐANAKÖNNUN Nova er það fyrir tæki sem íslenskir viðskipta- vinir eru hvað ánægðastir með, samkvæmt íslensku ánægju- voginni fyrir árið 2011. Iceland Express fær hins vegar lægstu einkunnina. Ríkisútvarpið sagði frá niðurstöðunum í gær. Í fréttinni kemur fram að þetta er þrettánda árið í röð sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Nova fékk flest stig og er jafnframt sigurvegari í flokki farsímafyrirtækja. Íslandsbanki fékk hæsta einkunn fjármálafyr- irtækja og Tryggingamiðstöðin meðal tryggingafélaga. Atlants- olía er efst olíufélaga og Bónus í flokki matvöruverslana. - shá Iceland Express óvinsælast: Nova vinsælast hjá neytendum NEYTENDAMÁL Yfirdráttarlán heimilanna jukust um tæpa 20 milljarða síðustu sex mánuði ársins 2011, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Íslendingar skulduðu að meðaltali um 310.000 krónur í yfirdrátt um áramótin. Yfirdráttarlán hækkuðu á seinni hluta síðasta árs um rúman þriðjung í tæpa 70 millj- arða króna, sem jafngildir því að hver fjárráða Íslendingur hafi verið með 313.000 króna yfir- drátt og 30.000 króna vaxtabyrði. - hh, - shá Landinn tekur dýr lán: Yfirdráttarlán í 70 milljarða Geir Jón í pólitík Geir Jón Þórisson, lögreglumaður og fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, gefur kost á sér sem annar varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Geir Jóni. Kosið verður á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins þann 17. mars. STJÓRNMÁL SLYS Íslendingurinn sem lést í bílslysi í Tansaníu 18. febrúar hét Gunnar Örn Gunnarsson, 19 ára. Skömmu áður en hann lést tókst honum að draga danskan félaga sinn undan logandi bílflaki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Gunnars sem send var fjölmiðlum í gærkvöldi. Tildrög slyssins voru þau að tvær stórar jeppabifreiðar skullu saman á sveitavegi skammt frá bænum Kikatiki, í nágrenni við Kilimanjaro-þjóðgarðinn í Tansaníu. Gunnar Örn, sem bjó með fjölskyldu sinni í Helsingborg í Svíþjóð, var á heimleið með tveimur dönskum vinum sínum eftir að þeir höfðu gert atlögu að tindi fjallsins Kilimanjaro. Í fyrstu var talið að danskur félagi Gunnars Arnar væri einn alvarlega slasaður, en hann varð undir bílnum. Í kjölfarið kviknaði í eldsneyti sem lak úr bifreiðunum og tókst Gunnari Erni, með hjálp annars dansks vinar síns, að draga piltinn undan flakinu og slökkva eldinn. Meðan beðið var eftir aðstoð þyrlu hneig Gunnar Örn hins vegar skyndi- lega niður og missti skömmu síðar með- vitund. Þegar læknar loks komu á slys- staðinn var ljóst að hann var alvarlega slasaður. Hann lést áður en komið var á sjúkrahús, segir í tilkynningu fjöl- skyldu Gunnars. - shá Gunnar Örn Gunnarsson, 19 ára, lést í bílslysi í Tansaníu 18. febrúar: Síðasta verkið var að bjarga lífi GUNNAR ÖRN GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.