Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 31
LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012 • 11 AUGLÝSING: FASHION ACADEMY KYNNIR Nýr dagskóli í snyrtifræði, Beauty Academy, tekur til starfa hjá Fashion Academy Reykjavík um miðj- an mars. Skólinn er vel tækjum búinn og verður sá fullkomnasti í þessari grein á landinu. Fashion Academy er nýr alhliða skóli þar sem boðið er upp á nám tengt fegurð og tísku. Stefanía Marta Katarínusardóttir, skólastjóri Beauty Academy, segir að nýja snyrtifræðibraut- in sé samþykkt af mennta- og menningarmála- ráðuneytinu og er námið lánshæft hjá LÍN. Námið tekur eitt ár sem er undirbúningur fyrir sveinspróf. „Skólinn er nýr og öll aðstaða og tækjabúnaður sem best gerist. Við erum afar stolt af húsnæð- inu sem er allt sérhannað í kringum þessa starf- semi,“ segir Marta. Skólinn er í Ármúla 21 þar sem Vatnsvirkinn var áður til húsa. Rýmið er 1.500 fermetrar og var það allt tekið í gegn á nútímalegan hátt. „Mikil áhersla var lögð á að gera aðstöðuna sem besta fyrir nemendur skólans. Við erum einnig með styttri námsleiðir í boði í kvöldskóla svo sem í förðun, tískuljósmyndun, stílistanám og fyrirsætunám- skeið. Þá er boðið upp á nám í naglafræðum í kvöldskóla. Samvinna milli deilda verður í háveg- um höfð,“ segir Marta. „Við erum með góða nem- endaaðstöðu sem hentar báðum kynjum, þráð- laust netsamband og frábær húsakynni.“ Góðir atvinnumöguleikar Marta segir að mikill áhugi sé á styttri námskeið- unum en þau eru öll byrjuð og standa í tíu vikur. Það er talsverð eftirspurn eftir námskeiðunum og sömuleiðis snyrtifræðinni sem hefst um miðjan mars. „Það hefur alltaf verið mikil aðsókn í snyrti- fræði og atvinnumöguleikar eru góðir í greininni. Eftir sveinsprófið gefst nemendum kostur á að fara í meistaranám en að því loknu geta þeir farið í eins árs kennsluréttindanám í snyrtifræði sem veitir enn fleiri atvinnumöguleika,“ segir Marta. Arnar Gauti starfar sem creative director hjá Fashion Academy og var meðal þeirra sem hönnuðu húsnæðið og hugmyndafræðina á bak við skólann. „Við köllum skólann miðstöð fyrir tísku, heilsu og fegurð en slíkur skóli er nýjung hér á landi. Það sem er auk þess sérstakt hjá okkur er tengingin á milli námskeiðanna í kvöld- skólanum og að deildirnar vinna saman. Hús- næðið er innréttað á skemmtilegan hátt en við vildum ná fram stíl eins og tíðkast á lofthæðum í New York. Þó var fyrst og fremst hugsað um þarfir nemenda skólans í opnu skapandi rými,“ segir Arnar Gauti að lokum og bætir við að í skólanum sé nú þegar líf og fjör og þar sé að myndast skemmtilegur heimur skapandi greina. Við köllum skólann mið- stöð fyrir tísku, heilsu og fegurð en slíkur skóli er nýjung hér á landi. Fashion Academy Reykjavík er nýr skóli sem er búinn nýjustu tækjum fyrir nám í snyrtifræði og býður einnig upp á ýmis spennandi nám- skeið í tískutengdum fögum. FULLKOMINN SKÓLI Í SNYRTI- FRÆÐI, FEGURÐ OG TÍSKU Sjá nánar á visir.is/lifid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.