Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 12
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR12 Jón Baldvin Hannibalsson var kærður fyrir kynferðis- brot gagnvart Guðrúnu Harðardóttur, ungri frænku eiginkonu sinnar, árið 2005. Ríkissaksóknari taldi bréf frá Jóni Baldvini til henn- ar geta fallið undir brot á lögum um blygðunarsemi, en málið var látið niður falla vegna þess að verkn- aðurinn þótti ekki refsi- verður í Venesúela. Sagt er frá málinu í Nýju lífi, sem kom út í gær. Í kærunni á hendur Jóni Bald- vini kemur fram að hann hafi snert stúlkuna óþarflega mikið og meðal annars borið á hana sólar- olíu á Spáni árið 1994, þegar hún var tíu ára. Þá hafi hún farið með honum og fjölskyldu hans til Ítalíu árið 1999 þar sem hann hafi gert tilraun til að kyssa hana. Hún hafi verið með pinna í tungunni og hann sagt að hann hefði aldrei kysst stelpu með pinna í tungunni. Þá segir hún frá því að hún hafi tvisvar vaknað við að Jón Baldvin hafi verið inni í herbergi hennar eða fyrir utan það. Í annað skipt- ið hafi faðir hennar verið að reka hann í burtu af stigapalli fyrir framan herbergið en í hitt skipt- ið hafi hann verið í herberginu og boðið stúlkunni viskí og vindil. Þetta segir hún hafa átt sér stað þegar hún var þrettán eða fjórtán ára. Þá sendi Jón Baldvin stúlkunni bréf sem voru lögð fram hjá lög- reglu. Bréfin voru annars vegar send á tímabilinu ágúst til nóvem- ber 1998, þegar hún var fjórtán ára, og hins vegar frá apríl til júní 2001, þegar hún var sextán og sautján ára. Þá var hún skipti- nemi í Venesúela. Árið 1998 sendi Jón Baldvin henni meðal annars bréf stílað á heimilisfang Haga- skóla við Hagatorg. Í bréfinu segir hann að ástæða þess sé að henni þyki ef til vill óþægilegt að fá bréf- in heim til sín. Jón Baldvin var alþingismaður í sextán ár og var bæði fjármála- ráðherra og utanríkisráðherra á þeim tíma. Hann tók svo við starfi sendiherra árið 1998 og var fyrst sendiherra í Bandaríkjunum frá 1998 til 2002 og svo í Finnlandi frá 2002 til 2006. Lögregla rannsakaði ekki Guðrún kærði til lögreglunnar í september 2005 og var tekin af henni skýrsla samdægurs. Þremur mánuðum síðar var henni sent bréf þar sem tilkynnt var að ekki þætti ástæða til að hefja lögreglurann- sókn. Brotin væru fyrnd og bæði Jón Baldvin og Guðrún hafi verið búsett erlendis. Þessi frávísun var kærð til ríkissaksóknara af lög- manni Guðrúnar með þeim rökum að háttseminni hafi ekki lokið fyrr en í júní 2001 og því hafi aðeins verið liðin fjögur ár, en fyrningar- tíminn var fimm ár. Þá ætti það ekki að hafa áhrif á málið að þau hafi verið búsett í útlöndum. Ríkis- saksóknari felldi í kjölfarið úr gildi niðurstöðu lögreglunnar og fyrirskipaði að málið skyldi rann- sakað. Hins vegar komst hann að þeirri niðurstöðu að ekki væri um samfellda háttsemi að ræða, „því væru hin meintu eða ætluðu brot vegna bréfanna frá 1998, fyrnd,“ að því er segir í Nýju lífi. Því voru aðeins bréfin frá 2001 rannsökuð. Lýsti kynnum af vændiskonum Annars vegar er um að ræða bréf sem Jón Baldvin sendi henni þegar hann var staddur í Tallin í Eistlandi, í apríl 2001, þar sem hann var heiðursræðumaður á hátíðarsamkomu. Í því lýsir hann samskiptum við vændiskonur sem hann hitti á veitingastað í borginni og segir þær hafa minnt hann á hana. Hann segist hafa boðið einni vændiskonunni með sér í mat til að fá frið. Í bréfinu lýsir hann samræðum sínum við stúlkurnar um störf þeirra. Hvatti hana til að koma í heim- sókn og stytta honum stundir Hins vegar sendi hann bréf frá Washington, þar sem hann var sendiherra, í júní 2001. Þar segist hann ætla að senda henni „lofnar- sögu eftir rómaðasta skáld Perú“ í hraðpósti. „Sagan er munúð- arsaga um þroskaða konu sem ungur drengur leggur á girndar- hug (hann er bara 10 ára).“ Þá lýsir hann samförum sínum og konu sinnar í kjölfar þess að hafa lesið bókina. „Allavega áhrifa- mikil saga. Og tilvalin rökkurlesn- ing fyrir unga stúlku sem er hætt að vera barn og er (bráðum?) orðin kona – áður en hún sofnar blíðlega á vit drauma sinn[a].“ Í beinu framhaldi af því segir Jón Baldvin að hann verði aleinn og yfirgefinn frá 20. júní til 5. júlí og hvetur Guðrúnu til að koma við í Washington og stytta honum stundir á leið sinni heim úr skipti- náminu. Hann sendi henni svo bókina, In Praise of the Stepmother, með pósti nokkrum dögum síðar. Viðurkenndi dómgreindarbrest Jón Baldvin var yfirheyrður í febrúar árið 2006 og þar viður- kenndi hann að hafa farið yfir strikið í síðarnefnda bréfinu. Hann hafi sýnt af sér dómgreind- arbrest og verið undir áhrifum áfengis og af bókinni. Hann neit- aði að hafa haft nokkuð kynferð- islegt í huga gagnvart Guðrúnu. Bréfaskriftirnar hafi verið bréfa- skriftir fullorðins fólks og bréfinu hafi fylgt bók sem megi líta á sem listaverk. Um leið og honum hafi borist kvartanir hafi hann beðist afsökunar ítrekað en afsökunar- beiðnir hafi ekki verið teknar til greina. Tók ár að fá upplýsingar Í upphafi rannsóknar óskaði lög- reglan eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um það hvort ákvæði um blygðunarkennd væri að finna í lögum í Washing- ton og Venesúela. Ráðuneytið áframsendi beiðnina til utanríkis- ráðuneytisins tæpum mánuði síðar, eða í mars 2006. Svar með upplýsingum um þetta fékkst frá utanríkisráðuneytinu tæpu ári síðar, fyrst um löggjöf í Washing- ton í lok janúar og svo um löggjöf í Venesúela í lok mars. Rannsókn málsins og niðurfelling Ríkissaksóknari lét málið gegn Jóni Baldvini niður falla 29. mars 2007, einu og hálfu ári eftir að Guðrún hafði lagt fram kæru, og sama dag og bréf með upplýsing- um um löggjöf í Bandaríkjunum og Venesúela bárust. Í ákvörðun ríkissaksóknara kemur fram að sú háttsemi hans að senda henni bréf, þar sem hann lýsti samförum við eiginkonu sína, móðursystur henn- ar, kunni að mati ríkissaksóknara að falla undir verknaðarlýsingu 209. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Sú grein kveður á um að hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum. Hins vegar segir ríkissaksókn- ari að hið ætlaða brot hafi verið framið á erlendri grundu og ein- ungis sé heimilt að refsa fyrir það samkvæmt íslenskum hegning- arlögum sé það jafnframt refsi- vert í því ríki sem það er fram- ið í. Í venesúelskum lögum sé skilyrði að brot gegn blygðunar- semi og góðum siðum sé framið á almannafæri til að dæma megi fyrir það. „Eru því ekki efni til frekari aðgerða í málinu.“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær og vísaði á Huldu Elsu Björgvins- dóttur saksóknara hjá embættinu. Ekki náðist í hana. Bréf Jóns mögulega refsivert á Íslandi Jón Baldvin skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann biðst afsökunar á því sem hann segir dóm- greindarbrest, sem hann hafi gert sig sekan um með því að efna til bréfaskrifta við Guðrúnu. Hann talar aðeins um bréfið sem hann sendi ásamt bókinni eftir Vargas Llosa. „Bók og bréf eru á köflum erótísk. Sjálfur hefur höfundurinn kallað bók sína „Eró- pólitíska“. Þetta bréf lýsir dómgreindarbresti mínum því að bréfið átti ekkert erindi við viðtakandann.“ Jón Baldvin segir málið fjölskylduböl sem hafi eitrað andrúmsloftið innan stórfjölskyldunnar í meira en áratug. Hann segir umrætt bréf hafa dregið dilk á eftir sér innan fjölskyldunnar og valdið þar óvild og jafnvel sorgarviðbrögðum árum saman. „Ég hef ítrekað beðist fyrirgefningar á því – og endurtek þá afsökunarbeiðni hér með einu sinni enn.“ Hann neitar þó að vera sekur um kynferðislega áreitni og segir kærum um slíkt hafa verið vísað á bug jafnharðan. „Þetta mál snýst ekki um kynferðisafbrot af neinu tagi, svo sem staðfest er af réttarkerfinu. Það snýst um bréfasendingar milli lífsreynds manns og óþroskaðrar stúlku, þar sem bréfritarinn hefur ítrekað beðist afsökunar á dómgreindarbresti og boðist til að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta fyrir glöp sín.“ Baðst afsökunar á „dómgreindarskorti“ „Greinin byggir á gögnum úr lög- reglumáli, meðal annars bréfum sem hann gengst við að hafa ritað. Rakin er atburðarás sem gögnin styðja og í umfjölluninni kemur ekkert fram sem að mínu mati krafðist þess að fá umsögn hans um málið,“ segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, í yfirlýsingu vegna máls- ins. Jón Baldvin gagnrýndi að ekki hefði verið haft samband við hann og honum gefinn kostur á að svara í sama tölublaði. „Afstaða hans til bréfanna, kemur meðal annars fram í lögregluskýrslum sem teknar voru á sínum tíma vegna málsins. Ef Jón Baldvin telur þær skýringar ekki tæmandi er honum að sjálfsögðu heimilt að koma athugasemdum á framfæri í næsta tölublaði Nýs lífs.“ Þóra féllst ekki á þá kröfu að Jón Baldvin fengi að sjá umfjöll- unina áður en hún birtist. Nýtt líf seldist upp hjá útgefanda um miðjan dag í gær. Segir Jón Baldvin geta komið athuga- semdum á framfæri í næsta blaði „Ég varð brjálæðislega hrædd og áttaði mig á því að þetta væri alls ekki í lagi,“ segir Guðrún Harðardóttir í viðtali við Nýtt líf, um bréf sem Jón Baldvin sendi henni þegar hún var skiptinemi í Venesúela. Í bréfinu lýsti Jón Baldvin kynlífi með eiginkonu sinni og segist Guðrún hafa hálfpartinn hent bréfinu frá sér þegar hún hafði lesið lýsingar á því. Jón Baldvin hafi sent henni tvö bréf árið 2001 en þetta var það síðara. Við lestur fyrra bréfsins segist hún einnig hafa orðið hrædd. „Í þessu bréfi talar hann um mig og hórur í sömu andrá.“ Guðrún segir í viðtalinu við Nýtt líf að hún hafi ákveðið að koma fram með málið nú vegna þess að hún sé búin að fá nóg. Hana hafi lengi langað til að koma þessu frá sér en hafi ekki treyst sér til þess þegar hún var átján ára gömul. Hún er nú á 28. aldursári. „Reglulega kemur upp hjá mér reiði, sorg eða biturð yfir þessu máli … Þegar ég heyri um Jón Baldvin talað í fréttum eða á netinu, þá líður mér illa. Fjölskyldan mín er splundruð út af þessu og mér finnst eins og það sé kominn tími til að fólk fái að vita sannleikann og taki afstöðu. Ég vil að fólk lesi bréfin og sjái svart á hvítu hvað í þeim stendur.“ Eftir að hún kom heim frá Venesúela fékk fjölskylda hennar að heyra af málinu og Bryndísi og börnum hennar og Jóns Baldvins hafi boðist að lesa bréfin. Elsta dóttir hjónanna hefur staðið „eins og klettur“ með henni, en hinar dæturnar hafi hamrað á því að faðir þeirra væri saklaus uns sekt hans væri sönnuð. Þá segir hún að niðurfelling málsins hafi vegið jafn þungt og valdið henni jafn mikilli reiði og málið sjálft. Hún hafi misst alla trú á íslensku réttarkerfi og verið sár yfir því að hafa fengið það í bakið að hafa verið skiptinemi. Varð hrædd við lestur bréfanna ÞÓRA TÓMASDÓTTIR Sendibréf Jóns Baldvins Hannibalssonar til unglingsstúlku gerð opinber BIÐST AFSÖKUNAR Jón Baldvin viðurkennir að það hafi verið dómgreindarskortur að skrifa sextán ára stúlku bréf með erótísku ívafi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.