Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2012 Stjórnarskrá Íslands verður ekki breytt nema með sam- þykki tveggja þinga með kosn- ingum á milli. Það vald verður að óbreyttu ekki framselt annað. Né heldur er hægt að framselja ábyrgðina af því að vandað sé til verksins, þótt þingið kunni að langa til þess. „Í ljósi þeirrar kröfu sem uppi er í samfélaginu um lýðræðisum- bætur og þess litla trausts sem ríkir gagnvart Alþingi telja flutn- ingsmenn brýnt að almenningur fái að láta í ljós álit sitt í ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi tekur frumvarpið til efnislegrar meðferðar.“ Ofangreindur texti er kominn úr greinargerð með upprunalegri þingsályktunartillögu Þórs Saari og fleiri þingmanna, þ.m.t. nokk- urra stjórnarþingmanna um með- ferð á tillögum stjórnlagaráðs. Það ber auðvitað vott um ferskt raunsæi að þingið telji sig sjálft svo óvinsælt að það telji sig vart geta unnið vinnu sína. En það að Alþingi upplifi eigin vinsældir lágt gefur því ekki heimild til að afsala sér valdi. Telji þingið sig sannarlega það rúið trausti að það geti ekki unnið vinnu sína á það að pakka saman og boða til kosninga. Í skilabréfi stjórnlagaráðs buð- ust fulltrúar ráðsins til að koma aftur að málinu ef fram kæmu hugmyndir um breytingar á frumvarpi þess. Nú hefur Alþingi haft frumvarpið á borði sínu í hálft ár, en virðist ekki hafa tekið málið til neinnar raunverulegrar skoðunar. Það liggur hvorki fyrir faglegt mat þingsins á tillögun- um né pólitísk afstaða til þeirra. Engar hugmyndir um breytingar á tillögunum liggja fyrir. Kannski mun eitthvað birtast um helgina en það mun þá varla vera nokkuð sem hlotið hefur mikla mikla umræðu í þinginu. Vega- nesti sem lítið gagn er að. Margir sem eru sammála því að þingið hefði mátt vinna vinnu sína betur segja samt: „Jæja, en þó svo einhver annar hafi klúðr- að málum, þýðir þá nokkuð að hlaupast frá verkinu?“ Þegar svo er talað er stundum látið eins og þessi tilhögun mála hafi verið ákveðin af erlendu herliði. Og enginn, hvorki í stjórnlagaráði né annars staðar, hafi nokkru um hana ráðið. Því fer auðvitað fjarri. Margir stjórnlagaráðsliða standa stjórnarflokkunum nærri. Þá hefur Hreyfingin/Breiðfylk- ingin gnótt fulltrúa þar líka og er að öllum líkindum einn stærsti „þingflokkur“ innan stjórnlaga- ráðs. Margir innan þess hóps höfðu þá áður lýst þeirri skoðun að setja ætti frumvarpið beint í þjóðaratkvæði, án breytinga eða frekari lögfræðilegrar yfir- legu. Þeirri staðreynd að stjórn- lagaráðið hafi orðið einróma í afgreiðslu sinni var stundum beitt á þann veg að engar breyt- ingar mætti gera á frumvarpinu. Veikur andvaralaus stjórnar- meirihluti virðist hafa fallist á þetta og skilað málinu út úr þinginu án þess að hafa skoðað málið eða myndað sér á því skoð- un. Þegar svo ber undir ættu þeir sem bera hag verkefnisins fyrir brjósti að beina gagnrýni sinni að þingmeirihlutanum en ekki að þeim fulltrúum sem hafa látið ýmislegt yfir sig ganga til að vinna að framgangi þess, en telja sig ekki lengur geta tekið ábyrgð á því sem kemur út úr ferli sem jafnilla er staðið að. Ferli, þar sem reglurnar eru samdar að því er virðist eftir því sem leikurinn spilast. Í tillögum stjórnlagaráðs er margt gott að finna. Fjölmargt annað hafði ég heilmiklar efa- semdir um, en von mín var að efnisleg yfirferð þingsins gæti annaðhvort lagað ýmislegt af því sem ég taldi betur mega fara eða sannfært mig og aðra sem efins voru um að áhyggjurnar væru óþarfar. Án slíkrar fag- legrar og efnislegrar yfirferðar er verið að bjóða fólki í raun að kjósa milli ófullbúins stjórnar- skrárfrumvarps og þess að gera engar breytingar. Samkvæmt þingsályktunartillögunni á að fara í efnislega vinnu eftir úrslit atkvæðagreiðslunnar. Ég skil ekki þá hugmyndafræði: Kjósa fyrst og hugsa svo? Einhverjir hafa skorað á mig að taka sæti í stjórnlagaráði þegar það hittist í mars. Ég er með áskorun á móti. Ég skora á þingið að falla frá hugmyndum um ráð- gefandi þjóðaratkvæði í sumar, rýna þess í stað efnislega í til- lögurnar og móta sér afstöðu til þeirra. Þing sem treystir sér ekki til þess mun hvort sem er ekki breyta stjórnarskrá. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Þingið sem treysti sér ekki Það liggur hvorki fyrir faglegt mat þings- ins á tillögunum né pólitísk afstaða til þeirra. Engar hugmyndir um breytingar á tillögunum liggja fyrir. Kannski mun eitthvað birtast um helgina en það mun þá varla vera nokkuð sem hlotið hefur mikla umræðu í þinginu. Nýtum visku og hæfileika kvenna Árið 2011 var merkisár hjá landsnefnd UN Women á Íslandi. Þetta var fyrsta starfs- ár UN Women á Íslandi, þar sem UNIFEM varð að UN Women um áramótin 2010-2011. Þá var ákveðið að halda fjáröflunar- og vitundarvakningarviku í annað sinn, svokallaða „Fiðrildaviku“, sem tókst með glæsibrag. Einn- ig framleiddi landsnefndin sér- stakar UN Women töskur með dyggri aðstoð hönnuðanna Kötlu Rósar Völudóttur og Ragnars Más Nikulássonar, sem vöktu mikla athygli og hreinlega fuku út. Í lok árs 2011 gat UN Women á Íslandi með stolti aukið fram- lag sitt til verkefna víða um heim um 140% frá fyrra ári. Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátttaka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri. Með þenn- an stóra og góða hóp styrktarað- ila getum við áorkað miklu og hvet ég alla stuðningsaðila til að vera virkir þátttakendur í starf- inu á komandi árum. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrir- tækjum sem lögðu okkur lið á árinu, bæði með fjárframlögum og vinnuframlagi. Félagsmönnum í landsnefnd UN Women á Íslandi og mán- aðarlegum styrktaraðilum í „Systralaginu“ svonefnda hefur fjölgað umtalsvert undanfar- ið ár og gleður það okkur mjög. Það er greinilegt að almenning- ur lætur sig málefni kvenna um allan heim varða og er tilbúinn að leggja jafnréttisbaráttunni lið, jafnvel þótt víða kreppi að. Mikið hefur áunnist á undan- förnum árum fyrir tilstuðlan UN Women. Engu að síður eru verk- efni framtíðarinnar ærin. Meginmarkmið UN Women á Ísland eru að vera málsvari kvenna í þróunarlöndum og á átakasvæðum, kynna og efla áhuga almennings á starfsemi UN Women, þrýsta á stjórn- völd að aðhafast í málefnum er varða jafnan rétt kynjanna og síðast en ekki síst að afla fjár- framlaga til að styrkja verkefni þar sem vandamálin eru stærst. UN Women á Íslandi mun halda áfram af fullum krafti að sinna þessu mikilvæga hlutverki sínu og veita konum um allan heim byr undir báða vængi til að eygja von um að brjótast út úr aðstæð- um fátæktar, sjúkdóma, ofbeld- is og óréttlætis. Við hvetjum alla sem láta sig málefnið varða til að taka þátt í því starfi með okkur. Ég læt Michelle Bachelet, framkvæmdastýru UN Women, eiga lokaorðin: „Við köllum eftir dyggum stuðningi við að efla mátt kvenna og jafnrétti kynjanna. Á þessum tímum óvissu og örbirgðar megum við ekki láta niðurskurð bitna á framförum kvenréttinda. Við þurfum ekki aðeins að halda því í horfinu sem áunnist hefur, heldur halda áfram að taka fram- förum. Með auknum kröfum um réttlæti, pólitískum breyting- um og kosningum í nánd höfum við tækifæri til að opna dyrnar fyrir konur. Við höfum ekki leng- ur efni á að halda konum niðri, við þurfum á visku og hæfileik- um kvenna að halda í heiminum, sama hvort um er að ræða fæðu- öryggi, efnahagslegar framfarir, heilsu eða frið og öryggi. UN Women Regína Bjarnadóttir formaður UN Women á Íslandi Ég vil fyrir hönd stjórnar UN Women á Íslandi þakka öllum þeim sjálfboða- liðum sem lögðu hönd á plóginn og gáfu vinnu sína til þessa þarfa málefnis. Fyrir frjáls félagasamtök með takmarkaða yfirbyggingu er þátt- taka sjálfboðaliða lykilatriði til þess að ná árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.