Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 50
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR30
sport@frettabladid.is
FRAM VANN KR í leik liðanna í Lengjubikarkeppni karla, 2-1, í Egilshöll í gær. Samuel Hewson kom Fram yfir í
fyrri hálfleik en Kjartan Henry Finnbogason jafnaði aðeins mínútu síðar. Kristinn Ingi Halldórsson tryggði svo þeim bláu
sigurinn með marki í seinni hálfleik. Var þetta þriðji sigur Fram á KR í jafn mörgum leikjum á undirbúningstímabilinu.
HANDBOLTI „Þetta er alveg hreint
ótrúlega svekkjandi. Ég get ekki
neitað því,“ segir hinn tvítugi
leikmaður Vals, Atli Már Báru-
son, Hann gerði heiðarlega tilraun
til þess að komast í handbolta-
lið Breta fyrir Ólympíuleikana í
sumar.
Faðir hans Atla er Breti og þar
sem Atli hefur ekki leikið landsleik
fyrir Ísland ætlaði hann að nýta
sér þjóðerni föður síns til þess að
komast í landsliðið fyrir ÓL.
„Þetta var meira vesenið. Það
kom nefnilega upp á dögunum að
faðir minn er fæddur í Nígeríu.
Mamma og pabbi voru þess utan
aldrei gift þannig að ég er ekki lög-
legur. Ég á því ekki rétt á að fá rík-
isfang sem stendur. Pabbi er mjög
fúll yfir þessu enda smáatriði hvar
hann er fæddur. Hann er Breti
og öll hans fjölskylda fædd þar,“
segir Atli en hann hefði getað bar-
ist fyrir málinu en það hefði alltaf
tekið of langan tíma og hann misst
af leikunum.
Þessi staða kom óvænt upp í síð-
asta mánuði en þá ætlaði Atli að
koma til móts við landsliðið. Hefði
hann staðið sig vel með liðinu þá
hefði hann átt góðan möguleika á
að komast til London í sumar.
„Ég hélt að ég væri að fara að
taka þátt í æfingabúðum en þá ætl-
uðu þeir að nota mig í undankeppni
HM gegn Austurríki. Þar sem það
kom upp að ég væri líklega ekki
löglegur datt það upp fyrir,“ segir
Atli en hann lítur þó á björtu hlið-
arnar. „England er úti hjá mér en
nú er spurning um að athuga hvort
þeir spili handbolta í Nígeríu.“
Þó svo að ekkert verði af því
að Atli taki þátt í leikunum hefur
þetta mál leitt ýmislegt jákvætt af
sér. Áður en ferlið fór í gang hafði
Atli aldrei hitt föður sinn en það
mun líklega breytast núna.
„Við ætlum að reyna að hittast
í sumar. Ég veit líka núna að ég á
litla systur úti sem er skemmti-
legt. Þetta er því ekki alslæmt.“
- hbg
Ólympíudraumur Valsarans unga, Atla Más Bárusonar, tók óvænta stefnu og hann fer ekki á ÓL í London:
Faðirinn fæddur í Nígeríu og Atli því ólöglegur
DRAUMURINN ÚTI Atli mun ekki spila fyrir Breta á ÓL í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Lars Lagerbäck stjórnar
íslenska A-landsliðinu í fótbolta
karla í fyrsta sinn í dag þegar
Ísland mætir Japan í vináttu-
landsleik í Osaka. Leikurinn hefst
kl. 10.20 og er hann í beinni sjón-
varpsútsendingu á Stöð 2 sport.
Sænski þjálfarinn fær tækifæri
til þess að skoða á fjórða tug leik-
manna á næstu dögum en mark-
miðin fyrir leikinn gegn Japan
eru skýr. „Ég hef þær væntingar
að við förum í leikinn til þess að
vinna. Það er alltaf það mikilvæg-
asta,“ sagði Lagerbäck í viðtali við
Fréttablaðið í gær.
„Við náðum þremur æfingum
í Reykjavík og tveimur æfing-
um hér í Osaka. Það er ekki lang-
ur tími en við stefnum að því að
taka skref fram á við í varnar- og
sóknarleik liðsins. Japanska liðið
er sterkt og við verðum bara að
bíða og sjá hver útkoman verður.
Til þess að sjá hvar við stöndum
og þróa okkar leik verðum við að
takast á við erfiða andstæðinga,“
segir Lagerbäck.
Reynslulítill hópur í Japan
Ísland mætir Svartfjallalandi í
vináttuleik strax á miðvikudag-
inn í næstu viku og þar mætir
Ísland til leiks með alveg nýtt lið.
Lagerbäck segir að það sé mikill
hugur í leikmönnum og allir vilji
sýna sig og sanna. Lið Íslands
gegn Japan er ekki reynslumik-
ið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson
er leikjahæsti leikmaðurinn í lið-
inu að þessu sinni, með 22 leiki
en þar á eftir kemur Gunnleifur
Gunnleifsson markvörður með 21
leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og
aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa
leikið fleiri en tíu landsleiki.
„Ég verð að hrósa leikmönnum
liðsins fyrir þann áhuga og metnað
sem þeir hafa sýnt að undanförnu.
Allir leggja sig fram og metnað-
urinn er mikill. Það hefur ekkert
óvænt komið upp hér í Japan, leik-
mennirnir voru fljótir að jafna sig
eftir langt ferðalag og stemningin
er góð í hópnum. Það er mikið lagt
á leikmennina og þetta er prófraun
fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju
þeir eru gerðir,“ segir Lagerbäck
en Ísland mun mæta Frakklandi
og Svíþjóð í vináttuleikjum í
maí og Ungverjum í júní áður en
riðlakeppni heimsmeistaramóts-
ins hefst með leik gegn Noregi á
Laugar dalsvelli í september.
Margir vilja sanna sig
„Æfingarnar hérna hafa verið
góðar og það eru margir sem vilja
sanna sig í þessum leik. Við fáum
tækifæri til þess að skoða rúm-
lega 30 leikmenn í þessari vin-
áttuleikjalotu gegn Japan og Svart-
fjallalandi. Ég hef sagt það að
allir eigi möguleika og það verð-
ur spennandi að sjá hvernig menn
svara kallinu. Það eru 36 leikmenn
sem voru valdir í þessi tvö verk-
efni. Þar fyrir utan eru nokkrir
leikmenn sem gátu ekki komið af
ýmsum ástæðum. Hópurinn er því
stór og það er undir hverjum og
einum komið að sýna hvað í honum
býr,“ sagði Lars Lagerbäck.
seth@frettabladid.is
Förum í leikinn til þess að vinna
Lars Lagerbäck stýrir íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrsta sinn í dag í vináttuleik gegn Japan í Osaka.
Sigur er aðalmarkmiðið hjá sænska þjálfaranum. Hann er hrifinn af metnaði leikmannanna sinna.
JAPANSKA PRESSAN Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari ræðir hér við japanska blaðamenn í Osaka í gær. MYND/KSÍ/ÓMAR SMÁRASON
Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22
ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki
gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johans-
son 28. mars 1990. Tveir síðustu landsliðsþjálfarar, Ólafur Jóhannesson og
Eyjólfur Sverrisson, byrjuðu báðir með tapi á útivelli. Ísland tapaði 0-3 fyrir
Dönum í fyrsta leik Ólafs sem var í Kaupmannahöfn og lá 0-2 á móti Dwight
Yorke og félögum í Trínidad og Tóbagó en sá leikur fór fram í London.
Íslenska landsliðið hefur aðeins tvisvar unnið sinn fyrsta leik
undir stjórn nýs landsliðsþjálfara á þessum 22 árum. Liðið
vann 2-0 sigur á Spáni á Laugardalsvellinum í fyrsta leiknum
undir stjórn Ásgeirs Elíassonar 25. september 1991 og vann
síðan 2-1 sigur á Færeyjum á Laugardalsvellinum í fyrsta
leiknum undir stjórn þeirra Ásgeirs Sigurvinssonar og
Loga Ólafssonar sem fram fór 7. júní 2003.
Fyrsti leikur síðustu landsliðsþjálfara:
Ólafur Jóhannesson - 0-3 tap fyrir Danmörku (úti)
Eyjólfur Sverrisson - 0-2 tap fyrir Trínidad (úti)
Ásgeir og Logi - 2-1 sigur á Færeyjum (heima)
Atli Eðvaldsson - markalaust jafntefli við Noreg (úti)
Guðjón Þórðarson - 0-1 tap fyrir Noregi (heima)
Logi Ólafsson - 1-7 tap fyrir Slóveníu (úti)
Ásgeir Elíasson - 2-0 sigur á Spáni (heima)
Bo Johansson - 2-1 sigur á Lúxemborg (úti)
Sigfried Held - 1-2 tap fyrir Barein (úti)
Jóhannes Atlason - markalaust jafntefli við Kúvæt (úti)
Guðni Kjartansson - 0-4 tap fyrir Wales (heima)
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri
Á ÆFINGU Skúli Jón Friðgeirsson, leik-
maður KR, og Eyjamaðurinn Þórarinn
Ingi Valdimarsson á æfingu í Japan.
MYND/KSÍ/ÓMAR SMÁRASON
Iceland Express-deild karla
Snæfell - Stjarnan 75-80 (49-36)
Snæfell: Ólafur Torfason 15, Quincy Hankins-
Cole 13, Sveinn Arnar Davidsson 13, Marquis
Sheldon Hall 13, Jón Ólafur Jónsson 8, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 7/8 fráköst, Hafþór Ingi
Gunnarsson 6.
Stjarnan: Keith Cothran 19, Justin Shouse 18,
Renato Lindmets 13/11 fráköst, Jovan Zdravevski
12, Fannar Freyr Helgason 8, Guðjón Lárusson 6,
Marvin Valdimarsson 3, Dagur Kár Jónsson 1.
Haukar - Grindavík 93-94 (tvíframl.)
Haukar: Hayward Fain 39/12 fráköst, Christopher
Smith 17/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 11,
Emil Barja 8, Alik Joseph-Pauline 7/8 fráköst, Örn
Sigurðarson 4, Haukur Óskarsson 3, Davíð Páll
Hermannsson 2, Óskar Ingi Magnússon 2.
Grindavík: Giordan Watson 25, Sigurður Gunnar
Þorsteinsson 14/8 fráköst, J’Nathan Bullock
13/16 fráköst, Ryan Pettinella 10/15 fráköst, Páll
Axel Vilbergsson 8, Ólafur Ólafsson 7, Jóhann
Árni Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 4,
Ómar Örn Sævarsson 4, Þorleifur Ólafsson 4.
Njarðvík - ÍR 107-93 (58-46)
Njarðvík: Travis Holmes 54/11 fráköst, Elvar Már
Friðriksson 14/10 stoðsendingar, Páll Kristinsson
11, Styrmir Gauti Fjeldsted 8, Maciej Stanislav
Baginski 8, Oddur Birnir Pétursson 5, Ólafur Helgi
Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 3.
ÍR: Rodney Alexander 42/10 fráköst, Robert Jarvis
22, Níels Dungal 8, Eiríkur Önundarson 7, Hjalti
Friðriksson 6, Þorvaldur Hauksson 3, Nemanja
Sovic 3, Ellert Arnarson 2.
LEIKIR KVÖLDSINS
Valur - Tindastóll kl. 19.15
Þór Þorlákshöfn - Keflavík kl. 19.15
KR - Fjölnir kl. 19.15
Evrópudeild UEFA
32-LIÐA ÚRSLIT, SEINNI LEIKIR
Athletic Bilbao - Lokomotiv Moskva 1-0 (2-2)
Athletic komst áfram á útivallarmarki.
Valencia - Stoke 1-0 (2-0)
Twente - Steaua Búkarest 1-0 (2-0)
Standard Liege - Wisla Krakow 0-0 (1-1)
Standard Liege komst áfram á útivallarmarki.
Birkir Bjarnason lék allan leikinn með liðinu.
PAOK Thessaloniki - Udinese 0-3 (0-3)
PSV Eindhoven - Trabzonspor 4-1 (6-2)
Club Brugge - Hannover 0-1 (1-4)
Manchester United - Ajax 1-2 (3-2)
1-0 Javier Hernandez (6.), 1-1 Aras Özbiliz (37.),
1-2 Toby Alderweireld (86.).
Metalist Kharkiv - Salzburg 4-1 (8-1)
Olympiakos - Rubin Kazan 1-0 (2-0)
Anderlecht - AZ Alkmaar 0-1 (0-2)
Jóhann B. Guðmundsson var á bekknum hjá AZ.
Atletico Madrid - Lazio 1-0 (4-1)
Schalke 04 - Viktoria Plzen 1-1 (2-2)
Framlengingu var ólokið þegar Fréttablaðið
fór í prentun.
Besiktas - Braga 0-1 (2-1)
Sporting Lisbon - Legia Varsjá 1-0 (3-2)
* Samanlögð úrslit eru í sviga.
16-LIÐA ÚRSLITIN
Metalist Kharkiv - Olympiakos
Sporting Lissabon - Manchester City
Twente - Schalke eða Plzen
Standard Liege - Hannover 96
Valencia - PSV Eindhoven
AZ Alkmaar - Udinese
Atletico Madrid - Besiktas
Manchester United - Athletic Bilbao
Leikirnir fara fram 8. og 15. mars.
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Topplið Grindavíkur
lenti í miklu basli með lið Hauka
í Hafnarfirðinum í gær en tví-
framlengja þurfti leik liðanna.
Haukar eru í fallsæti en Grinda-
vík hefur aðeins tapað einum
deildarleik á tímabilinu.
Haukar voru hársbreidd frá því
að tryggja sér sigur en fóru illa
að ráði sínu á vítalínunni, bæði í
lok venjulegs leiktíma og seinni
framlengingarinnar. Páll Axel
Vilbergsson skoraði fimm síð-
ustu stig sinna manna og náði því
með ótrúlegum hætti að tryggja
Grindavík nauman sigur, 93-92.
Njarðvík og Stjarnan unnu
einnig sigra í sínum leikjum í
gær. Travis Holmes skoraði 54
stig fyrir Njarðvík sem vann
nokkuð öruggan sigur á ÍR.
Stjarnan skellti sér í annað
sætið með sigri á Snæfelli í
Stykkishólmi, þrátt fyrir að hafa
tapað fyrsta leikhlutanum með
fimmtán stiga mun. - esá
Iceland Express-deild karla:
Ótrúlegur sigur
Grindavíkur