Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 28
8 • LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012 Þú byrjaðir snemma að vinna, vissirðu alltaf hvert þú ætlaðir þér í framtíðinni? Ég er að hluta til alin upp á eggjabúi á Kjalarnesi með hundum og hænum. Hinn hluti uppeldisins fór fram í tískuverslun í miðbæ Reykjavík- ur. Mamma rak Benetton-versl- anirnar um árabil. Ég fór því mjög snemma að vinna í fyrirtækjum for- eldra minn og fannst jafngaman að vinna í eggjunum sem og fata- bransanum þó ólíkt sé. Þessir tveir ólíku pólar hafa mótað mig mikið því að í mér býr bæði sveitastelpa og borgar barn. Frá því að ég man eftir mér þá hefur matreiðslan alltaf togað sterkt í mig og innst inni kom aldrei neitt annað til greina. Ég var snemma farin að munda pottana og pönn- una. Ég man aldrei eftir mér öðru- vísi en vinnandi, ef ég var ekki að tína egg eða brjóta saman peys- ur, var ég að elda fyrir starfsmenn eða að vinna í leikfangaverslun á Skólavörðustígnum. Ég hef líklega haft fjölmiðlaáhuga strax á þessum tíma, því við vinkona mín vorum alltaf að taka upp auglýsingar, út- varpsþætti og svoleiðis hluti. Ann- ars langaði mig að verða lækn- ir þegar ég var barn, matreiðslan varð ofan á. Kannski á ég læknis- fræðina bara eftir! Menntaður kokkur – ætlaðir þú þér alltaf að verða sjónvarps- kokkur? Upphaflega fór ég í námið með því hugarfari að mig langaði að skrifa bækur og kenna öðrum að elda. Ég ætlaði aldrei að vinna á veitingastað og hef ekki áhuga á því enn. Kannski sjónvarpsþættirn- ir séu eðlilegt framhald af þessu, en þar fæ ég tækifæri til að kenna fólki að elda rétti sem eru góðir en ekki of flóknir. Að vera með matreiðslu- þátt á ekki að snúast um það hvað ég sé æðislega klár kokkur, held- ur að aðrir geti haft gagn af þessu. Það hafa ýmsar slúðursögur verið á kreiki um þig og þitt líf. Hvernig áhrif hefur þetta á þig og fjölskyldu þína? Ég hugsa að allir sem hafa náð því að verða þekkt- ir á Íslandi geti sagt sögur af sjálf- um sér, sem hafa náð einhverju flugi í saumaklúbbum og víðar. Sögur sem eiga auðvitað alltaf að vera sannar og samkvæmt „staðfest- um heimildum“, enda hafi sá sem segir söguna „sko heyrt hana úr tveimur áttum“ eins og það geri vit- leysuna eitthvað skárri. Sú lífseig- asta núna held ég að sé um það að ég sé ólétt eftir alla aðra mögulega karlmenn en manninn minn, í það minnsta hafa vinir mínir sagt mér að þeir heyri það oftast þessa dag- ana. Ég hef líka átt að vera skilin við Stefán af ótal ástæðum og guð má vita hvað. Ég get ekki verið að stressa mig á því að fólk langi til að ræða svona hluti og herma upp á mig. Í sumum tilfellum eru sögurn- ar náttúrlega svo galnar að maður getur ekki gert neitt annað en hleg- ið að þeim, enda er ég eins og flest- ir í mínum bransa orðin vön þessu umtali. Sennilega er þetta aðallega leiðinlegt fyrir vini og ættingja sem lenda stundum í þeim aðstæðum að þurfa að hrekja þessar sögur, því fæstir hafa kjark til þess að spyrja mann beint út. Horfa bara á mag- ann á mér í staðinn fyrir augun, með gervibros á vör! Þarf ég ann- ars nokkuð að nefna að ég er ekki ólétt? Að mínu mati skiptir það mestu máli í lífinu að vera sáttur við það sem maður stendur fyrir og gleyma því ekki að hafa svolítið gaman af þessu í leiðinni. Hefur þig einhvern tímann langað að skipta um starfsvett- vang? Nei, ekki nema að mér bjóð- ist staða lýtalæknis á Landspítalan- um. Ég hefði nú svolítið gaman af því að fá útrás fyrir listræna sköp- un á því sviði. Nú vinnur þú langan dag og oft á óhefðbundnum tímum, hvern- ig gengur að ala upp tvo drengi og halda heimili á sama tíma? Örugglega bara svipað og hjá þeim FRIÐRIKA HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR ALDUR: 34 ára STARF: Já, ég hef lengi verið að reyna að finna nafn yfir starfsheiti mitt í einu orði en ekki fundið. Einhverjar tillögur? MENNTUN: MR og Le Cordon Bleu mat- reiðsluskóli. MAKI: Stefán H. Hilmarsson. BÖRN: Gunnar Helgi 5 ára og Hinrik Hrafn 4 ára. LÍFSSTÍLL: Skemmtilega skipulagt kaos. FÆSTIR HAFA KJARK TIL AÐ SPYRJA MIG UM SLÚÐURSÖGURNAR Hún var vinnusöm sveitastelpa sem dreymdi um að verða læknir en að lokum varð matreiðslan ofan á. Í dag er hún farsæll sjónvarpskokkur, skrifar bækur, kennir landsmönnum að elda og kitlar bragðlauka þeirra með nýrri lúxus eftirréttalínu. Lífið hitti Rikku og ræddi galla þess að vera þekktur á Íslandi, móðurhlutverkið og framann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.