Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 10
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR10 FRAKKLAND Enn eitt kynlífshneyksl- ið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræð- ingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Nú í vikunni var hann tæpa tvo sólarhringa í gæsluvarðhaldi í borg- inni Lille, sem er nyrst í Frakklandi skammt frá landamærum Belgíu, þar sem hann var yfirheyrður um aðild sína að Carlton-málinu svo- nefnda, sem kennt er við Carlton- hótelið þar í borg. Á þessu hóteli hefur Strauss-Kahn oft gist, iðulega að loknum vinnu- kvöldverði í tengslum við stjórnmál eða viðskipti. Fjölmiðlafulltrúi hótelsins, René Kojfer, er grunaður um að hafa óspart otað vændiskonum að fjár- sterkum viðskiptavinum. Það virðist hann hafa gert í félagi við yfirmann í lögreglunni, Jean- Christophe Lagarde, sem er sakaður um að hafa við ýmis tækifæri bókað hótelherbergi á Carlton og gjarnan látið vændiskonur fylgja með her- berginu. Lagarde er í frönskum fjölmiðl- um sagður hafa verið metnaðarfull- ur embættismaður, sem hafi gert sér far um að rækta vinskap við Domini- que Strauss-Kahn í von um að kom- ast til æðri metorða þegar Sósíal- istaflokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Þeir Lagarde og Strauss-Kahn eru einnig sagðir hafa stundað svall- veislur í París og New York í fylgd vændiskvenna, sem Strauss-Kahn segist reyndar ekki vita að hafi verið vændiskonur. Við sögu koma þekktir viðskipta- menn í Frakklandi og sakamálið gegn þeim snýst meðal annars um það hvort þeir hafi notað fé fyr- irtækja sinna til að greiða fyrir vændið. Alls hafa átta manns verið ákærðir. Vændiskonurnar virðast þeir hafa fengið frá manni að nafni Dominque Alderweireld, sem er eigandi svokallaðra nuddstofa í Belgíu, skammt frá landamærum Frakklands og ekki langt frá borg- inni Lille. Alderweireld, sem gengur reynd- ar almennt undir nafninu Dodo la Saumure, var handtekinn í Belgíu í október síðastliðnum og strax þá komst Carlton-málið í hámæli í frönskum fjölmiðlum. Strauss-Kahn komst þá eina ferð- ina enn í fréttirnar fyrir vafasöm tiltæki sín, og var þó varla á það bætandi eftir nauðgunarmálið frá New York síðastliðið vor, þar sem hótelþerna sagði hann hafa ráðist á sig inni á hótelherbergi. Það mál var fellt niður þegar efa- semdir vöknuðu um trúverðugleika þernunnar, en hún hefur haldið fast við málflutning sinn og hefur höfð- að borgaralegt mál á hendur honum. Þeim málaferlum er ekki lokið. Það var Strauss-Kahn sjálfur sem krafðist þess að verða yfirheyrður í Carlton-málinu. Hann mætti á til- skildum tíma á þriðjudaginn var, og vissi fyrirfram að hann gæti reikn- að með því að vera hafður í haldi í allt að tvo sólarhringa. Eftir að hann var látinn laus á miðvikudagskvöld sagðist hann ánægður með niðurstöðuna, en hefur ekki frekar en lögreglan upp- lýst nánar um það sem fram fór. „Hann hefur útskýrt mál sitt að fullu, hann er mjög ánægður,“ sagði einn lögmanna hans. Strauss-Kahn hefur neitað því að hafa brotið lög, en viðurkennir að hafa gert „siðferðisleg mistök“. Einn lögmanna hans segir ekkert athugavert við það þótt hann hafi ekki áttað sig á að naktar konur í svallveislum væru vændiskonur. Einn þeirra viðskiptamanna sem ákærðir eru í málinu, David Roquet að nafni, segir að þátttakendur í veislunum hafi ekkert vitað að kon- urnar hafi fengið greiðslur fyrir að taka þátt í því sem fram fór. Um slíkt hafi aldrei verið talað: „Það var svona heiðursmannasamkomulag,“ sagði hann. „Ég er næstum því viss um að hann vissi ekkert af því,“ sagði líka ein kvennanna, Florence að nafni, um Strauss-Kahn þegar hún var spurð út í vitneskju hans um greiðslur. Hún hrósaði honum fyrir að hafa sýnt konunum mikla athygli: „Ég svaf hjá honum í hvert skipti á þessum kvöldum,“ er haft eftir henni, meðal annars í þýska tíma- ritinu Der Spiegel. Önnur þessara kvenna, Mounia, segir Strauss-Kahn hins vegar hafa verið ofbeldisfullan og ekkert hafi farið á milli mála með greiðslurnar: „Enginn viðstaddra gat horft fram hjá því að ég fékk greitt fyrir mitt framlag.“ gudsteinn@frettabladid.is Borgarráðsmaður í Sarcelles 1989-2007 Borgarstjóri í Sarcelles 1995-1997 Varaborgarstjóri í Sarcelles 1997-2007 Héraðsstjórnarmaður í Ile-de-France 1998-2001 Þingmaður Sósíalistaflokksins 1986-1993 og 1997-2007 Innanríkisráðherra 1991-1993 Fjármálaráðherra 1997-1999 Framkvæmdastjóri AGS 2007-2011 Helstu embættin Viðurkennir siðleysi sitt fúslega Dominiqe Strauss-Kahn er enn á ný bendlaður við kynlífshneyksli. Hann segist hafa útskýrt sitt mál að fullu í tveggja sólarhringa yfir- heyrslum hjá lögreglunni í Lille nú í vikunni. Hann viðurkennir að hafa gert „siðferðisleg mistök“ en neitar að hafa framið lögbrot. DOMINIQUE ALDERWEIRELD JEAN-CHRISTOPHE LAGARDE FALLNI EMBÆTTISMAÐURINN Dominique Strauss-Kahn gerir sér varla miklar vonir um að endurheimta æruna úr þessu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.