Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 18
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Björgvinsdóttir Jörundarholti 16, Akranesi, lést í faðmi fjölskyldunnar á Dvalarheimilinu Höfða mánudaginn 20. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28. febrúar kl. 14.00. Gunnar Lárusson Lára Dröfn Gunnarsdóttir Jarle Reiersen Eyrún Signý Gunnarsdóttir Hafdís Gunnarsdóttir Ágúst Páll Sumarliðason Anna Björg Gunnarsdóttir Teitur Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Dóróthea Sigurfinnsdóttir Lokastíg 3, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúð og vináttu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Holtsbúðar að Vífilsstöðum fyrir hlýja og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Gerður Sigurlín Ragnarsdóttir Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir Kari Heikki Vähäpassi Marsibil Katrín Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku drengurinn okkar, bróðir, ömmubarn og frændi, Gunnar Örn Gunnarsson Helsingborg, Svíþjóð, lést af slysförum í Tansaníu laugardaginn 18. febrúar. Mjöll Helgadóttir Gunnar Þorsteinsson Össur Gunnarsson Eyrún Valsdóttir Soffía Gunnarsdóttir Daníel Helgi Gunnarsson Hrafnhildur Thoroddsen Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, Sigurður Emil Einarsson Jakaseli 8, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 19. febrúar. Útför hans fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 29. febrúar kl. 13.00. Guðný Skarphéðinsdóttir Davíð Sigurðsson Gréta Guðmundsdóttir Erla Sigurðardóttir Marcel Ostheimer Esther Sigurðardóttir Trausti Gylfason Esther Anna Jóhannsdóttir og barnabörn. GUNNAR EYJÓLFSSON, leikari á afmæli í dag. „Ég er strengjabrúða orkunnar.“ Ég held að þetta hafi nú bara lent ein- hvers staðar ofan í skúffu,“ segir Stefán Örn Stefánsson arkitekt, um afdrif til- lagna sem hann og félagar hans, þeir Stefán Thors og Einar E. Sæmundsen, hlutu verðlaun fyrir ásamt Teiknistof- unni Höfða í hugmyndasamkeppni um skipulag Þingvalla árið 1974. Samkeppn- in var haldin í tilefni af 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Tillagan, sem hlaut 2. sæti í samkeppninni, er ein þeirra sem skoða má í Norræna húsinu á sýning- unni Arkitektasamkeppnir – byggingar- list í deiglu sem verður opnuð í Norræna húsinu á morgun. Þar verða jafnframt til sýnis aðrar verðlaunatillögur í sömu samkeppni og í opnum arkitektasam- keppnum síðustu 40 ára. Tilgangur sýn- ingarinnar er að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í því að bjóða verk út í opinni samkeppni. Þeir Stefán Örn og Stefán Thors voru við nám í Arkitektaskólanum í Kaup- mannahöfn þegar þeir tóku þátt í sam- keppninni, en Einar var tiltölulega nýút- skrifaður úr sama skóla. Verkefni þeirra var metnaðarfullt og tók til alls Suð- vesturlands. „Við greindum meðal ann- ars mannfjöldaþróun, búsetu, atvinnu- skiptingu, samgöngumálin á svæðinu og náttúrufarslegar forsendur. Við töldum að þetta hefði allt samverkandi áhrif á nýtingu landsins og umgengnina um það,“ útskýrir Stefán Örn. „Við greind- um meðal annars landið eftir hæðarbelt- um. Notkun landsins var mest á láglend- inu, bæði vegna landbúnaðar og vaxandi ásóknar í sumarbústaðalönd. Ofan frá var gróðureyðing af völdum sauðfjár- beitar og uppblásturs. Átakasvæðið var þarna á milli láglendis og hálendis. Það var í raun okkar umfjöllunarefni.“ Hefðu tillögur þeirra náð fram að ganga hefði kraginn utan um Þingvalla- vatn orðið að friðlandi og verndarsvæði. Þeir lögðu líka til að Suðurlandsvegur- inn yrði framvegis helsta tengingin við Þingvelli, Valhöll yrði lögð niður og þjón- ustumiðstöð á svæðinu færð á Gjábakka- svæðið. Tillögur þeirra skólabræðra ættu margar hverjar vel heima í svipaðri hugmyndasamkeppni í dag. Ef til vill fengju þær líka meira brautargengi, enda var umhverfisvernd ekki gefið mikið pláss í landsmálunum á þessum tíma. „Fjörutíu ár eru stundum nauð- synleg meðganga,“ segir Stefán Örn þessu til samsinnis. „Þetta var svolítið sérstakur tími og allt aðrar aðstæður en nú. Hringvegurinn var til dæmis ekki kominn og það var nýbúið að endursemja náttúruverndarlögin. Það var hins vegar mikil gerjun í náttúruverndarmálum á Norðurlöndum á þessum tíma og tillögur okkar voru svolítið í þeim anda.“ Sýningin í Norræna húsinu helst í hendur við málþing um áhrif bygging- arlistar á samfélagið, sem fram fer í Norræna húsinu milli klukkan 14 og 16 á morgun. holmfridur@frettabladid.is ÍSLENSKUR ARKITEKTÚR: MÁLÞING OG SÝNING OPNAR Í NORRÆNA HÚSINU Fjörutíu ára tillögur sem eiga fullt erindi við samtímann TILLAGA UM FRIÐUN Í tillögu þeirra Stefáns Arnar Stefánssonar, Stefáns Thors og Einars E. Sæmundsen var lagt til að mörk Þingvalla- þjóðgarðs yrðu stækkuð og þjóðgarðurinn sameinaður Fólkvangi á Reykjanesi um Hellisheiði og Hengilssvæðið. STEFÁN ÖRN STEFÁNSSON ARKITEKT Stefán fékk ásamt skólabræðrum sínum verðlaun fyrir tillögu sína um skipulag Þingvallasvæðisins árið 1974. Hann segir tillögurnar vel geta átt við í dag, enda séu 40 ár nauðsynlegur meðgöngutími í sumum tilfellum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Karl prins af Wales og lafði Díana Spencer opinberuðu trúlofun sína þennan dag árið 1981. Það gerðu þau á blaðamannafundi við Buckingham-höll. Skötuhjúin höfðu þó bundist tryggða- böndum þremur vikum fyrr því þá hafði Karl beðið lafði Díönu í kvöldverðarboði. Hún var í þann veginn að halda til Ástralíu og hann hugsaði sér að hún gæti hugleitt ráðahaginn í ferðinni. Honum til óvæntrar ánægju játaðist hún honum þegar í stað. Fjölmiðlar voru búnir að vakta parið og vera með stöðugar ágisk- anir en þrátt fyrir mikinn áhuga þeirra og almennings tókst þeim að halda trúlofuninni leyndri í þrjár vikur. ÞETTA GERÐIST: 24.FEBRÚAR 1981 Karl Bretaprins og Díana opinberuðu trúlofun sína 86 1630 Skálholtsstaður brennur, þar eyðileggjast þrettán hús og mikil verðmæti fara forgörðum. 1636 Kristján 4. gefur út skipun um að betlarar skuli vinna í skipasmíðastöðinni Brimarhólmi. 1863 Forngripasafn Íslands er stofnað að frumkvæði Sigurðar Guðmundssonar málara. 1924 Stytta af Ingólfi Arnarsyni er afhjúpuð á Arnarhóli í Reykjavík. 1975 Led Zeppelin gefur út breiðskífuna Physical Graffiti. 1991 Minnisvarði er afhjúpaður í Innri-Njarðvík um Svein- björn Egilsson, rektor og skáld. Merkisatburðir Íslenskir skátar fagna því að 100 ár eru liðin frá því að skátastarf hófst hér á landi með stofnun Skátafélags Reykjavíkur 2. nóvember 1912. Í tilefni þeirra tímamóta var afhjúpaður minningarskjöldur við Skátamiðstöðina að Hraunbæ 123, á fæðingar- degi Baden-Powells, stofnanda hreyfingarinnar 22. febrúar, sem er haldinn hátíðlegur um allan heim. Bragi Björnsson skátahöfðingi ávarpaði gesti og sagði meðal annars að skátahreyfingin væri langstærsta alþjóðlega æskulýðshreyfingin, með rúmlega 45 millj- ónir starfandi félaga. Bragi hvatti skáta landsins til þess að tendra eld í brjóstum sem flestra. Kjörorð afmælisársins er Ævintýrið heldur áfram. - gun Ný skátaöld hefst AFHJÚPUN Tómas Snær Jónsson og Andrea Dagbjört Pálsdóttir afhjúpuðu minningarskjöldinn við Skátamiðstöðina að viðstöddum gestum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.