Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 22
2 • LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Ellý Ármanns elly@365.is og Kol- brún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Arnór Bogason Förðun Rikku Margrét R. Jónasar Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid HVERJIR VORU HVAR? Það ríkti mikil spenna fyrir Edduna síðast- liðinn laugardag á 101 bar þar sem tilnefnd- ir sem aðrir komu saman. Elín Hirst, Brynja Þorgeirs, Sigga Kling, Tobba Marinós, Brynja Nord- quist , Þórhall- ur Guðmunds- son og Frið- rik Þór voru meðal þeirra. Að hátíðinni lokinni skelltu sumir sér út á lífið og mátti sjá leikarana Hilmi Snæ Guðnason og Stefán Karl Stefánsson í góðum gír á Öl- stofunni en þar var einnig eigin- kona Stefáns, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Elín Arnar, rit- stjóri Vikunnar, og fleiri góðir. Það er óhætt að segja að Ragna Fossberg eigi langan og farsælan feril að baki. Árið 1967 byrjaði hún að greiða þulum Ríkissjónvarpsins í aukavinnu og lauk svo námi í hár- greiðslu skömmu síðar. Enn í dag hvetur hún áhugasama um fagið að byrja á því að læra um hár. „Hár er svo stór partur af útliti fólks, þú sérð hárið miklu frekar en förðunina.“ Gott að vinna á Ríkisútvarpinu Árið 1971 var Ragna ráðin til starfa hjá RÚV og hefur starfað þar allar götur síðan þó með smá hléum á meðan hún hefur starfað við kvik- myndir og leikhús. Hún segir RÚV hafa verið einstakan vinnustað og stutt sig mikið. „Þeir hafa sem betur fer séð hag sinn í því að hleypa mér í önnur verkefni þar sem ég hef allt- af komið með aukna þekkingu til baka.“ Lærði mest af danska ríkissjónvarpinu Það er ekkert sem Ragna getur ekki gert þegar kemur að gervum. Hún býr til skalla, hárkollur, gervitenn- ur og svo mætti lengi telja. Hún sá meðal annars um Spaugstofuna öll þau ár sem hún var framleidd af RÚV. Spurð um þessa þekkingu sína segist hún hafa lært hvað mest af danska ríkissjónvarpinu en þangað fór hún á vegum Ríkisútvarpsins hér á árum áður í þeim tilgangi að læra. „Svo fór ég í eitt ár til Los Ang- eles til þess að vinna við kvikmynd- ir og það var sko lærdómsríkt ár,“ segir Ragna sem slagar í þrítugustu bíómyndina sína um þessar mundir ásamt því að hafa starfað gríðarlega mikið í leikhúsunum við gervi, hár og förðun á ferlinum. Vann við hrikalegar aðstæður Ragna við við eina af fyrstu íslensku kvikmyndunum þegar hún var ein- mitt nýkomin heim frá LA. „Þetta var kvikmyndin Í skugga hrafnsins eftir Hrafn Gunnlaugsson og ég held ég geti sagt það óhikað að þetta voru þær allra hrikalegustu vinnuaðstæð- ur sem ég hef kynnst. Vinnudagarnir fóru allt upp í tuttugu klukkustundir, fyrir utan það að koma sér á staðinn. Ég fór í öll verk, dró lélegt hjólhýs- ið mitt og tengdi það sjálf, var mikið úti við og það við slæmar aðstæð- ur en það var meðal annars verið að brenna gúmmídekk til þess að skapa réttu stemninguna. Þetta var svolítið sjokk eftir að hafa verið með góða vinnuaðstöðu í flottum hjólhýs- um sem litu út eins og hótelherbergi í Los Angeles. Stjörnur eru bara lifandi persónur Spurð um stærsta verkefnið sitt á ferlinum segir hún kvikmyndina No Such Thing sem tekin var í Banda- ríkjunum og á Íslandi vera það allra stærsta. Meðal þeirra sem fóru með hlutverk í þeirri mynd voru leikkon- urnar Helen Mirren, Julie Christie og síðast en ekki síst Baltasar Kor- mákur. Ragna segist vera alveg hætt að kippa sér upp við það að vinna með stórstjörnum. „Þetta eru allt lifandi persónur eins og aðrir. Þetta fólk kemur og fer og hefur ekkert meiri áhrif á mig en annað fólk.“ Fyrsta Eddan er besta Eddan Það má ætla að Ragna sé búin að ná mörgum markmiðum sínum á ferlinum og það staðfestir hún. „Hins vegar er eitt sem ég hef að leiðarljósi í starfi mínu og það er að þegar ég hætti að læra nýja hluti þá hætti ég. Í dag langar mig að fara að hægja ör- lítið á mér enda búin að vinna mikið í gegnum tíðina.“ Ragna fór heim með fjórðu Edd- una á nýliðinni Edduhátíð og segir það alltaf jafn góða tilfinningu – þó þyki henni allra vænst um þá fyrstu. „Fyrsta Eddan er besta Eddan, bæði var það fyrsta árið sem hún var veitt, styttan er fallegust og valið fór fram í fagnefnd, þar af leiðandi skiptir hún mig mestu máli. Hleypur ekki eins hratt Ragna fagnar sextugasta og þriðja afmælisdeginum sínum í næstu viku og segir það hræðilegt að vera komin á þennan aldur með smá hæðnistón í röddu. „Nú er farið að síga á seinni hlutann því ekki lifir maður að eilífu. Svo hleypur maður ekki alveg eins hratt. En ætli ég megi ekki bara vera stolt af aldrinum,“ segir Ragna Fossberg að lokum. ÞYKIR VÆNST UM Með Hollywood-leikkonunni Julie Christie. Ragna í góðum félagsskap leikkonunnar Juliu Stiles við vinnslu á myndinni, A Little Trip to Heaven, árið 2005. MYNDIR/EINKASAFN Ragna Fossberg á heiðurinn af útliti og gervi ótal þjóðþekktra persóna sem birst hafa íslensku þjóðinni í sjónvarpi og kvik- myndum síðustu áratugi. Ragna hlaut fjórðu Edduna fyrir störf sín á nýliðinni Edduhátíð. Lífið fékk að skyggnast inn í heim Rögnu og forvitnast um flottan feril hennar. FYRSTU EDDUNA Ragna við gerð myndarinnar No Such Thing árið 2001. RAGNA FOSSBERG ALDUR: 62 ÁRA MAKI: BJÖRN EMILSSON ÁHUGAMÁL: HESTAMENNSKA, SKÍÐI OG FERÐALÖG Við erfiðar aðstæður á tökustað mynd- arinnar Í skugga hrafnsins. Þegar ég hætti að læra nýja hluti í starfi mínu þá hætti ég.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.