Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 54
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR34
„Það er nauðsynlegt að fara í smá
einangrun þegar maður er að æfa
nýtt efni,“ segir Unnsteinn Manuel
Stefánsson, forsprakki hljómsveit-
arinnar Retro Stefson en sveit-
in heldur vestur í Bjarnarfjörð á
Ströndum í æfingabúðir á næstu
dögum.
Ástæða æfingabúðanna er sú að
sveitin vinnur nú að nýrri plötu
sem á að koma út síðar á þessu
ári. Unnsteinn segir að sveitin sé
þegar búin að taka upp fimm lög í
hljóðveri og ætli sér að æfa næstu
fimm á Ströndum. Sveitina skipa,
auk Unnsteins, þau Þorbjörg Roach
Gunnarsdóttir, Haraldur Ari Stef-
ánsson, Þórður Jörundsson, Jón
Yngvi Seljeseth, Gylfi Sigurðsson
og Logi Pedro Stefánsson.
„Við verðum á Hótel Laugarhóli
sem föðurbróðir minn rekur en
ég hef dvalið þar með hléum síð-
ustu tvo mánuði, meðal annars til
að passa hundana. Það er frábært
að vera þar á þessum tíma árs og
mikil kyrrð og friður,“ segir Unn-
steinn og bætir við að það sé nauð-
synlegt fyrir hljómsveitina að
koma í veg fyrir utanaðkomandi
truflun við æfingar. „Það er gott
að kúpla sig út og það getur enginn
skroppið í hádegismat til ömmu eða
legið á netinu eins og Logi,“ segir
Unnsteinn og vill meina að þetta
verði ágætis afvötnun fyrir Loga,
litla bróður sinn, sem hann segir
vera mikinn net- og Facebook-fíkil.
Qween, fyrsta smáskífulagið af
nýju plötunni er nú þegar komið í
spilun og hefur notið mikilla vin-
sælda. Lagið er í öðru sæti á vin-
sældalistum Rásar 2 og Gogoyoko
og á topp tíu lista X-sins 977. „Það
er mjög gaman að lagið leggst
vel í landsmenn en ég samdi það
í júní í fyrra. Það átti þá að vera
svona sumarsmellur en fólkinu hjá
útgáfufyrirtæki okkar úti leist ekki
nógu vel á það og það tók tíma fyrir
þau að melta lagið,“ segir Unn-
steinn en fyrir nokkru síðan tók
sveitin lagið upp í svokölluðu Take
Away Show fyrir La Blogotheque í
flugskýli á Reykjavíkurflugvelli og
hægt er að nálgast myndbandið af
flutningnum á You Tube.
„Nýja platan verður í svipuðum
stíl og lagið Qween en samt eru
nokkur lög úr annarri átt. Platan
verður að mestu leyti á ensku og er
það algjörlega gert til að stíla inn á
erlendan markað. Mér finnst samt
mjög gaman að syngja á íslensku
svo það getur verið að við gerum
bæði enska og íslenska útgáfu af
sumum lögum,“ segir Unnsteinn en
hljómsveitin ætlar sér að spila bæði
í Búðardal og á Hólmavík á meðan
hún dvelur fyrir vestan.
Fyrir þá sem vilja berja þá Loga
og Unnstein augum er bent á að
kíkja á barinn Bakkus í kvöld þar
sem þeir þeyta skífum.
alfrun@frettabladid.is
FÖSTUDAGSLAGIÐ
Ég hef dvalið þar
með hléum síðustu
tvo mánuði, meðal annars
til að passa hundana. Það
er frábært að vera þar á
þessum tíma árs og mikil
kyrrð og friður.
UNNSTEINN MANUEL
SÖNGVARI OG GÍTARLEIKARI
RETRO STEFSON
„Þetta er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum,“
segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson.
Hin sögufræga hljómsveit Manfred Mann´s Earth
Band stígur á svið í Háskólabíói 16. maí.
Forsprakkinn og hljómborðsleikarinn Manfred
Mann frá Suður-Afríku hóf feril sinn í Bretlandi
fyrir fimmtíu árum. Þá stofnaði hann hljómsveitina
Manfred Mann ásamt Mike Hugg og saman gáfu
þeir út vinsæl lög borð við Do Wah Diddy Diddy,
Pretty Flamingo og Mighty Quinn. Sveitin hætti
störfum 1969 og þá stofnaði Mann hljómsveitina
Manfred Mann Chapter Three ásamt Hugg. Hún var
skammlíf og árið 1971 stofnaði Mann sveitina Man-
fred Mann´s Earth Band sem er enn starfandi og
hefur gefið út Blinded By the Light, Davy´s on the
Road Again og fleiri vinsæl lög.
„Þetta er rosalega flott grúppa og topptónleika-
band. Þetta er svolítil prog-tónlist og Blinded by the
Lights er til dæmis sjö eða átta mínútur. Þetta er
flott tónlist ef þú vilt setjast niður og hlusta á flott
sóló,“ segir Guðbjartur. „Mér finnst þetta vera lög
sem eldast rosalega vel.“
Á undanförnum árum hafa kunnir flytjendur upp-
götvað tónlist Manfreds Mann og tekið hana upp
á sína arma. Þar má nefna The Prodigy, Massive
Attack og Kanye West. Sá síðastnefndi notaði bút úr
laginu You Are I Am í lagi sínu So Appalled af plöt-
unni My Beautiful Dark Twisted Fantasy.
Manfred Mann til landsins
Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Hljómsveitin Manfred Mann´s Earth Band
spilar í Háskólabíói 16. maí.
„Hryssan Andrea stóð sig með
prýði og var mjög róleg og með-
færileg þrátt fyrir hamaganginn og
lætin,“ segir Halldór Eldjárn, með-
limur hljómsveitarinnar Sykurs.
Upptökur á myndbandi við lagið
Curling með Sykri stóðu yfir í vik-
unni. Hryssan Andrea spilar stórt
hlutverk í myndbandinu, en var þó
alveg laus við stjörnustæla við upp-
tökurnar að sögn Halldórs. „Hún
átti að syngja viðlagið, en missti
röddina og gat það því ekki. Við
reynum kannski aftur við það í
næstu viku,“ segir hann léttur.
Myndbandið mun vera í anda
fyrstu ára tíunda áratugarins. „Það
er mikið um skrautlegan fatnað,
öfgafulla förðun og hressleikinn
er alveg í hámarki,“ segir Halldór.
Tökum er nú lokið þótt vinnan
við myndbandið sé rétt að byrja.
„Við vitum í raun ekkert hvernig
myndbandið kemur til með að líta
út, en galdramennirnir á bak við
það eiga alveg eftir að fara sínum
höndum um það,“ segir Halldór.
Þorgeir Frímann Óðinsson er
einn þessara galdramanna, en hann
er annar leikstjóri myndbands-
ins. Þorgeir segir myndbandið
byggjast upp á að taka upp marga
flotta parta sem sækja innblástur
í fræg myndbönd frá þessum tíma
og klippa þá svo saman í hálfgert
mynstur.
Sykur kom nýlega fram á tón-
listarhátíðinni by:Larm í Ósló í
Noregi. „Það var alveg geðveikt.
Við spiluðum á tvennum tón-
leikum og fengum að kynnast
hámenningarborginni Ósló í leið-
inni,“ segir Halldór.
Lagið Curling er að finna á
plötu Sykurs, Mesópótamíu, sem
kom út í október síðastliðnum
og hefur fengið góða dóma. Þess
má til gamans geta að Sigurður
Oddsson var nú á dögunum til-
nefndur til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna í flokknum Bestu
plötuumslögin fyrir hönnun sína
á umslagi plötunnar.
- trs
Hryssan Andrea stóð sig með prýði
NÁÐU VEL SAMAN Samstarfið milli
Stefáns, meðlims hljómsveitarinnar, og
hryssunar Andreu gekk mjög vel.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Enn berast fréttir af fyrirsætunni Kolfinnu Kristófers-
dóttur. Vefsíðan Style.com valdi hana á dögunum
eina af tíu flottustu fyrirsætum tískuvikunnar í
London. Á síðunni undir dálkinum „Who owned the
catwalk“ geta lesendur kosið milli hennar og ofur-
fyrirsætna á borð við Cöru Delevingne og Jourdan
Dunn. Kosningunni lýkur 27. febrúar og ef Kolfinna
endar á toppnum kemst hún á lista yfir fyrirsætur ársins
hjá vefmiðlinum. Í gær var Kolfinna í öðru sæti af tíu með
29% atkvæða. - áp
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Það myndi vera Stattu upp
með Bláum Ópal.“
Greta Salóme Stefánsdóttir, fiðluleikari
hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og sigur-
vegari Söngvakeppni Sjónvarpsins.
UNNSTEINN MANUEL: EKKI HÆGT AÐ SKREPPA TIL ÖMMU Í HÁDEGISMAT
Facebook-fíkn Loga hrekur
Retro Stefson á Strandir
SEMJA NÝ LÖG Á STRÖNDUM Hljómsveitin Retro Stefson hefur átt góðu gengi að
fagna síðustu misseri og sló meðal annars í gegn á Airwaves-hátíðinni í fyrra. Sveitin
heldur nú í strangar æfingarbúðir í Bjarnarfirði og stefnir á að gefa út nýja plötu síðar
á þessu ári.
KOMIN
Í KILJU!
alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel
Hemmi Gunn – og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur