Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 34
14 • LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012 ANNA JÚLÍANA ÞÓR- ÓLFSDÓTTIR æfir crossfit af krafti hjá Líkamsræktarstöð- inni Bjargi á Akureyri þar sem hún er búsett. Anna sleppir ekki úr æfingu en hún æfir sex daga vikunnar. Hvað er það sem heillar þig við crossfitið? Það sem heillar mig við crossfit eru þessar stuttu, snöggu og fjölbreyttu æfingar. það er aldrei of seint að byrja að æfa, og crossfit er fyrir alla! Er crossfit öfgaíþrótt að þínu mati eða getur hver og einn farið á sínum hraða? Það er hægt að finna öfgar í öllum hlut- um, en ég upplifi crossfitið ekki þannig. Þegar ég fór af stað í byrjun maí 2010, þá undir leiðsögn Hrann- ar Svansdóttur í Crossfit Reykjavík, var ég alltof þung og gat ekki hugs- að mér að fara inn á líkamsræktarstöð. Hrönn var með mig í fjarþjálfun og lagði fyrir mig æfingar sem ég gat gert heima í stofu og úti á lóð. Svo leið ekki langur tími þar til að ég gat hugsað mér að fara á Bjarg. Ég hef alfar- ið gert æfingarnar á mínum hraða og samkvæmt minni getu en ég hef líka passað að staðna ekki og reyni alltaf að komast skrefi lengra í æfingunum. Hvað færðu út úr æfingunum? Ég fæ góða líðan og mér finnst ég full af orku og sjálfstrausti. Áður fyrr hafði ég oft tekið skorpur og hreyft mig en datt alltaf út og hætti. Þá var staða mín orðin þannig að ég gat ekki hugsað mér að fara inn á líkamsræktarstöð. Mig óraði ekki fyrir því í maí fyrir tveimur árum að ég yrði á þessum stað sem ég er á núna hvað varðar líkamsrækt og hreyf- ingu og ef einhver hefði sagt það við mig þá hefði ég haldið hann eitthvað bilaðan. Ég hef aldrei verið jafn hraust og í góðu líkamlegu formi og ég er núna. Crossfit er frábært. ERNA HLÍF JÓNSDÓTT- IR, tveggja barna móðir stundar crossfit hjá Cross- fit Bootcamp fimm sinnum í viku. Hún segist vera háð tilfinningarússíbananum sem fylgir því að taka þátt í crossfit-mótum. Ég heillaðist strax af crossfit þar sem hér fer saman góð blanda af bæði styrk og þoli. Crossfit fyrir mér er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt þar sem tvinnað er saman þol- æfingum, ólympískum lyft- ingum og fimleikaæfingum. Hvað æfir þú oft? Ég æfi að jafnaði fimm sinnum í viku, mæti í crossfit tvisvar til þrisvar í viku og tek boot- camp-æfingar á móti. Hefur þú keppt í íþrótt- inni? Já, ég tók fyrst þátt í liðakeppninni í Þrekmótaröð- inni í fyrra og var það reynsla og upplifun sem mér fannst mjög skemmtileg. Það að fara út fyrir þægindahring- inn og gera eitthvað ögrandi er jákvæð áskorun sem allir ættu að hafa sem markmið. Maður verður háður tilfinn- ingarússíbananum sem fylgir því að taka þátt í mótum sem þessum þ.e. tilhlökkuninni, stressinu og adrenalíninu sem felst í því að hafa tekið áskoruninni. Æfingarnar eru lagaðar að getu hvers og eins og því geta allir stundað Crossfit á eðlilegum nótum. Hvað færðu út úr æfing- unum? Ég hef æft íþróttir frá því ég man eftir mér en aldrei komist í jafn gott al- hliða form eins og eftir að ég byrjaði í crossfit. Síðast en alls ekki síst þá er það félagsskapurinn, metnað- urinn og skemmtilegi and- inn hjá Crossfit Bootcamp sem gerir þetta að frábæru áhugamáli. Crossfit samanstendur af fjölmörgum æfingum og því eru margar mælistikur á ár- angur í crossfit. Það að vera stöðugt að keppa við mark- mið sín, og ná þessum litlu markmiðum, gerir þetta svo spennandi og heldur manni við efnið. GOTT FORM OG FRÁBÆR FÉLAGSSKAPUR LÍÐUR EINS OG HLUTA AF HEILD SÓLRÚN BIRGISDÓTTIR æfir crossfit sex sinnum í viku í Sporthúsinu. Hún byrjaði að stunda íþrótt- ina því hana langaði til að umgangast fólk með heil- brigðan lífsstíl. Er crossfit öfgaíþrótt að þínu mati? Það er hægt að fara út í öfgar í öllum mögu- legum hlutum í lífinu. Þetta snýst allt um hvað þú vilt sjálfur, það er enginn að ýta þér út í öfgar í crossfit. Þú velur sjálf hvar þú vilt vera og gerir aldrei meira en þú getur og vilt sjálf. Hvað færð þú persónulega út úr því að stunda cross- fit? Ótrúlegan árangur, frá- bæran félagsskap, mjög fagmannlega leiðsögn. Það besta í þessu öllu er að ég er stöðugt að koma sjálfri mér á óvart með því að gera hluti sem mig hafði ekki órað fyrir að ég ætti eftir að geta. Ég held að allir í kringum mig njóti góðs af því að ég sé í crossfit því ég finn að ég er miklu sáttari í lífinu, jákvæð- ari, skapbetri og hamingju- samari. Hvað heillar þig við þessa íþrótt? Frá fyrsta degi fannst mér ég vera komin á réttan stað. Mig langaði að vera innan um fólk með heilbrigðan lífsstíl. Það heill- aði mig mest hversu vel var tekið á móti mér, allir til- búnir að aðstoða og deila reynslu. Grunnnámskeið lagði línurnar, þar var vel farið í alla tækni, æfingarnar fjölbreyttar og krefjandi og áhersla lögð á markmiða- setningu. Crossfit kemur inn á nánast alla þætti sem tengjast hreyfingu. Það sem mér finnst standa upp úr er hvað allir eru samstíga og hvatningin og stuðningur- inn er engu lík, hvort sem er frá þjálfurum eða æfinga- félögum. Allir hjálpast að og manni líður eins og hluti af heild. Hefur þú tekið þátt í crossfit-móti? Ég var búin að setja mér það markmið að taka þátt í móti þegar eitt ár væri liðið frá fyrstu crossfit-æfingunni sem var 31. mars 2011. Ég stóð við það en ég veit ekki hvort ég hefði sjálf tekið skrefið án hjálpar góðra sem höfðu trú á mér. Ég ákvað að slá til og og tók þátt í liðakeppni 39+ á Crossfit-leikunum í febrúar. Liðið mitt „crossfit bombur seníors “ lenti í 2. sæti. Þetta var heljarinnar skref fyrir mig og gerði mikið fyrir sjálfs- traustið. Spennan og gleðin í kringum mótið varð bara til þess að nú langar mig bara að halda áfram. 31 ÁRS 43 ÁRA 46 ÁRA Gjöf náttúrunnar Árangur af vísindalegri rannsókn*- Eftir 28 daga notkun með Weleda Pomegranate dagkremi minnkuðu hrukkur um 14%, mýkt húðarinnar jókst um 11%, frumu endurnýjun í húðinni jókst um 16% og vörn húðarinnar gegn skaðlegum geislum (free radicals) var sýnileg. Weleda vörurnar eru Na True vottaðar. *Derma Consult Concept GMBH. Lesið meira um lífrænar húðvörur á weleda.is Í samhljómi við mann og náttúru Síðan 1921
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.