Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 24.02.2012, Qupperneq 8
SAMGÖNGUR Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flug- rekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasam- taka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu nið- urstaðna eru að hér á landi séu flugsam- göngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlönd- um. Þá væri efnahags- legt mikilvægi grein- arinnar mun meira hér en á hinum Norður- löndunum. Bent er á að efna- hagslegur ábati sem leiðir af greininni fel- ist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhags- leg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar lands- framleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur við- skiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flug- ið.“ Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verð- mætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starf- semi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugrekst- urinn skili 102,2 millj- örðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjón- ustu. „Alls ferðaðist 2,1 millj- ón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flug- frakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferð- ir frá Íslandi til 56 flug- valla í 18 löndum. Sæta- framboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferð- um til 5 flugvalla,“ að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutn- ingur með flugfrakt nemi einung- is 0,5 prósentum af heildarflutn- ingi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verð- mæti.“ olikr@frettabladid.is 24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR Verulegur ábati er af flugstarfsemi Þáttur flugrekstrar í hagvexti nemur 6,6 prósentum, samkvæmt nýrri skýrslu, sem kynnt var í gær. Flug- samgöngur eru hér með því besta sem gerist. Á MORGUNVERÐARFUNDI Sérfræðingur IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, kynnti í gær nýja skýrslu Oxford Economics um áhrif flugstarfsemi á efnahagslífið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA þús- und tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt til og frá landinu með flugi árið 2010. Sama ár ferðuðust 2,1 milljón flug- farþega til og frá landinu. LANDSSKÝRSLA LONDON ECONOMICS 35 Íslenska ánægjuvogin er notuð til þess að mæla ánægju viðskiptavina og er samstarfsverkefni Capacent, Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi. Markmið BYKO síðastliðin 50 ár hefur verið að viðskiptavinir okkar séu ánægðir, því ánægðir viðskiptavinir eru traustir viðskiptavinir. Við þökkum viðskiptavinum okkar enn og aftur traustið Starfsfólk BYKO S T J Ó R N V Í S I ER OKKAR MARKMIÐ ÁNÆGJA YKKAR Í FLOKKI BYGGINGAVÖRUVERSLANA FRÁ UPPHAFI MÆLINGA Á ÍSLANDI 2011 1. SÆTI Flugrekstur stendur undir 9.200 störfum hér á landi.■ 2.800 störf tilheyra flugrekstri með beinum hætti. ■ 4.000 störf eru studd óbeint af aðfangakerfi flugrekstrarins. ■ 2.400 störf leiða af neyslu starfsmanna flugrekstrarins og aðfangakeðju hans. ■ Þá starfa 11.400 manns við afleidd störf, í ferðaþjónustu. Stór vinnuveitandi BANDARÍKIN, AP Mitt Romney er engan veginn öruggur lengur með sigur í forkosningum Repúblikana- flokksins. Samkvæmt nýjum skoð- anakönnunum er Rick Santorum kominn með nokkurn veginn jafnt fylgi meðal flokksmanna. Báðir mælast með um þriðjungs fylgi en Newt Gingrich og Ron Paul með 15 prósent hvor. Barack Obama hefur þó enn býsna örugga stöðu gagnvart öllum hugsanlegum mótframbjóðendum sínum. Hann mælist með meira en 50 prósenta fylgi, sama hver repú- blikananna fjögurra færi í fram- boð á móti honum. Santorum hefur ótvíræða yfirburði meðal íhalds- samasta hluta Repúblikanaflokks- ins, ekki síst vegna andstöðu hans gegn fóstureyðingum og áherslu á gamaldags fjölskyldugildi. Fram undan eru tveir mikilvæg- ir kosningadagar í forkosningabar- áttu Repúblikanaflokksins, sem væntanlega ráða úrslitum um það hvort sigurganga Romneys, sem til þessa hefur virst illsigrandi, held- ur áfram. Þriðjudaginn 28. febrú- ar verða forkosningar í Michigan og Arizona en viku síðar, 6. mars, verður kosið í tíu ríkjum. - gb Romney og Santorum hafa nú svipað fylgi: Hrófla ekki við Obama

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.