Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 24
4 • LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012
GREINDIST HJÁ
HEIMILISLÆKNINUM
H
elga var aðeins 51 árs
gömul þegar hún fékk
hjartaáfall. „Ég var búin
að ganga með bakverk og
tak fyrir brjóstinu í svolítinn tíma.“
Helga greindist með hjartaáfall hjá
heimilislækni sínum og fór þaðan í
hjartaþræðingu og fékk stoðnet í
æð sem var 100% stífluð. „Ég
fór í endurhæfingu á Reykja-
lundi sem var yndislegt og í
dag stunda ég reglubundnar
æfingar og líður mjög vel.“
„Ég ráðlegg öðrum
konum að hlusta á líkam-
ann og kynna sér vel
hvernig hjartasjúkdóm-
ar geta herjað á okkur
konur.“ Í dag lifir Helga
heilbrigðu lífi og er þakklát
fyrir hvern dag.
Einkenni hjartaáfalls og heilaslags
Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:
● Óútskýrðan slappleika eða þreytu
● Óeðlilegt kvíðakast eða verða taugaóstyrkar
● Meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu
Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:
● Þyngsl eða verk fyrir brjósti eða fyrir neðan bringubein
● Óþægindi eða verk milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða maga
● Verk sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld og getur verið fyrirboði kransæðastíflu
● Stöðugan verk fyrir brjósti e.t.v. með ógleði og kaldsvita sem getur verið einkenni um bráðakransæðastíflu
og krefst tafarlausrar meðferðar
Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni heilaslags:
● Dofa eða máttleysi í andliti, handlegg eða fæti, aðallega í öðrum helmingi líkamans
● Ringlun, erfiðleika með að tala eða að skilja
● Erfiðleika með að sjá með öðru eða báðum augum
● Erfiðleika með gang, svima, skort á jafnvægi eða samhæfingu
● Slæman höfuðverk af óþekktri orsök
● Yfirlið eða meðvitundarleysi
GoRed á Íslandi er samstarfs-
verkefni Hjartaverndar, Heila-
heilla og Hjartaheilla, landssam-
taka hjartasjúklinga, auk fag-
deildar hjartahjúkrunarfræðinga.
Af hverju GoRed fyrir konur?
● Flest sem vitað er um einkenni, greiningu og meðferð hjartasjúkdóma byggir á rannsóknum þar sem karl-
menn hafa verið þátttakendur en ekki konur
● Konur hafa oftar óljósari einkenni en karlar þegar um hjartasjúkdóma er að ræða og bíða lengur með að
leita sér hjápar vegna brjóstverkja.
● Meðferð kransæðasjúkdóms hjá konum getur verið vandasamari en hjá körlum.
● Konur gera sér ekki grein fyrir eigin áhættu og telja aðra sjúkdóma meiri ógn við sína heilsu.
● Hár blóðþrýstingur og sykursýki á meðgöngu auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum síðar á ævinni.
Þó svo að konur greinist með kransæðasjúkdóm um tíu árum síðar en karlar, látast jafn margar konur og
karlar árlega af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, svo sem hár
blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Með hollu mataræði og reglubundinni hreyfingu má
minnka líkurnar á flestum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
Það eru einungis fáein ár síðan farið var að leggja áherslu á að miðla upplýsingum til kvenna og heilbrigðis-
fagfólks um hve tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er há hjá konum. Mikilvægt er að upplýsa konur um fyrstu
einkenni hjarta- og heilaæðasjúkdóma til að geta brugðist skjótt við. Enginn einstaklingur læknast af slík-
um sjúkdómi – heldur lærir hann að lifa með honum.
Hjartadrottningarnar
Hópurinn var stofnaður 5. maí árið 2009 af nokkr-
um kjarnakonum og hjúkrunarfræðingum sem töldu
vanta hóp fyrir þær konur sem greinst hafa með
hjarta- og æðasjúkdóma. Hópurinn hittist til að
ræða málin og miðla reynslu sinni og jafnvel bara
hittast og prjóna og hlæja saman.
Eitt skiptið er þær sátu saman fengu þær þá
hugmynd að prjóna fullt af bútum úr rauðu
garni og gera fallegan rauðan kjól fyrir GoRed-
daginn. Hófust þær handa og er óhætt að segja
að margar hendur hafi komið að verkinu. Útkoman
var svo sýnd í Perlunni síðastliðna helgi og er hóp-
urinn nú þegar byrjaður á kjól næsta árs.
Rauði kjóll-
inn sem gerð-
ur var fyrir
GoRed daginn.
AUGLÝSING: DAY KRINGLUNNI KYNNIR
DAY BIRGER ET MIKKELSEN
Vandaðar danskar vörur
með Dömu,herra og home
línu.
Full búð af flottum vörum
frá vor og sumarlínu
2012
Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum
● Aldur
● Reykingar. Kona sem reykir er í fjórfalt meiri áhættu
en karl sem reykir
● Sykursýki er alvarlegur áhættuþáttur hjá konum
● Blóðfituröskun
● Háþrýstingur
● Ættarsaga um kransæðasjúkdóm hjá 1. gráðu ætt-
ingjum
● Ofþyngd
● Hreyfingarleysi
Helga Þóra Jónsdóttir, kirkju-
vörður í Fossvogskirkju og ein
af hjartadrottningunum sem
prjónuðu rauða kjólinn sem
sýndur var á GoRed-deginum
Hefst í mars á Stöð 2
Golden Globe - Besti dramaþáttur ársins
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS