Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2012 25 Bækur á borðum og í hill- um, í stöflum og stæðum er draumur bókaorms- ins. Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefanda, sem verður opnaður í dag, uppfyllir þann draum en nú sem áður er ýmislegt for- vitnilegt að finna á hinum árlega markaði sem hefur lengi verið fastur liður í íslensku menningarlífi. Nýlegar bækur og gamlar gersem- ar blasa við þegar gengið er um gólf Perlunnar en sú bygging hýsir markaðinn, jafnvel í síðasta sinn því rætt hefur verið um að bygg- ingin verði seld og hver veit hvar bókamarkaðurinn verður hýstur. Starfsfólk markaðarins hefur þó lítinn tíma til að velta því fyrir sér. „Einna mesta breytingin hjá okkur undanfarin ár er fjölgun kiljanna, ég held að við leggjum fjórfalt meira pláss undir kiljur en fyrir fjórum árum,“ segir Kristján Karl Kristjánsson, framkvæmda- stjóri markaðarins nú eins og síð- astliðin sex ár. „Sú aukning skýr- ist vitanlega af aukinni kiljuútgáfu, nýjungarnar koma til okkar nokkr- um árum síðar.” Nýjar bækur eru þó ekki það sem fangar augu blaðamanns í fyrstu. Staflar og stæður af inn- bundnum ástarsögum minna á aðra útgáfutíma, þegar Theresa Charles var fastur gestur á metsölulistum fyrir jól. „Daníel MacCraig, stofn- andi hins blómstrandi öryggis- fyrirtækis „Escorts“ var hrífandi persónuleiki og Alidu Burnham þótti gott að vinna með honum, en það var yngri frændi hans, Brock, sem hún hefði getað elskað,“ segir í upphafi baksíðutexta bókar sem blaðamaður grípur af handahófi úr bunka bóka áðurnefndrar Theresu Charles. Unnendur ástarsagna hafa úr nógu að velja og sama má segja um unnendur spennusagna frá liðinni tíð. Alistair MacLean er samt ekki sjáanlegur og Kristján Karl segir hann löngu horfinn af Bókamarkaðnum. „En hér er Des- mond Bagley,“ segir hann og bend- ir á bækur höfundar sem íslenskir spennusagnafíklar rifu í sig á átt- unda og níunda áratugnum. Bókin Arfurinn virðist reyndar forvitni- leg en þar er víst að finna, fyrir utan æsilega atburðarás, innsýn í Kenía nútímans, það er ársins 1982. Og höfundur lýsir „flóknum sam- skiptum Afríku, Asíu- og Evrópu- manna, sem lifa og starfa þarna hlið við hlið og bera allir í brjósti heitar tilfinningar til landsins sem þeir unna“. Fortíðarþráin kviknar í barna- bókadeildinni, þarna eru Frank og Jói og Öddubækurnar. Þær síðar- nefndu hafa verið endurútgefnar og sama á við um Frank og Jóa, sem einnig er til í upprunalegri útgáfu og sömuleiðis sögur af hinn skörpu Nancy Drew. „Barna- bækurnar seljast alltaf vel,“ segir Kristján Karl sem kannast vel við hagsýna foreldra sem kaupa bækur til að eiga til gjafa enda margt vit- lausara en sú fyrirhyggja. Kristján Karl segir úrval fræði- bóka hafa aukist mjög undanfar- ið. „Hér er hægt að gera góð kaup í fræðibókum af ýmsum toga. Háskólaútgáfan, Hið íslenska bók- menntafélag og Sögufélagið eru til dæmis öll hér með bækur.“ Bókahorn frá Braga bóksala, lista- verkabækur, matreiðslubækur, ljóð og skáldsögur er auðvitað líka að finna á markaðnum sem verð- ur opnaður í dag og stendur til 11. mars. „Svo förum við til Akur- eyrar, sem verður örugglega jafn gaman og í fyrra,“ segir Kristján Karl að lokum. sigridur@frettabladid.is FORTÍÐARÞRÁIN KVIKNAR Á BÓKAMARKAÐI BÓKAMARKAÐUR Kristján Karl Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðarins, segir úrval fræðibóka hafa aukist mikið undanfarið. „Hér er hægt að gera góð kaup í fræðibókum af ýmsum toga. Háskólaútgáfan, Hið íslenska bókmenntafélag og Sögufélagið eru til að mynda öll hér með bækur.” FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÓKAKARL OG NÚ EINNIG BÓKAKONA Flestir kannast við merki Bóka- markaðarins, Bókakarlinn. Karlinn kom fyrst fram um 1960 og var óbeint afsprengi dekkja- karlsins frá Michelin. Lengi var hann svarthvít- ur en fyrir nokkrum árum endur- skapaði Halldór Baldurs- son teiknari hann og bætti í hann litum og lífi. Í ár hefur einsemd bókakarlsins verið rofin, Halldór hefur lífgað upp á tilveru karlsins og gefið honum góðan og bókelskan vin, Bókakonuna, sem er niðursokkin í lestur alla daga. „Bókakonan er að sjálfsögðu áminning um að konur eru í meirihluta lesenda og það eru konur sem oftast kaupa bækur fyrir alla fjöl- skylduna og velja bækur fyrir börnin að lesa,” segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags bóka- útgef- enda. Bíldshöfði 20 TIL LEIGU Frábær staðsetning og miklir möguleikar. Eigum laus verslunar-, skrifstofu- og þjónusturými á 3. hæð, allt að 2500 m2. Eins er hluti af kjallara laus. Nánari upplýsingar veitir Steinn Jóhannsson í síma 842 4909 eða steinnj@smaragardur.is Smáragarður, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík, sími 585 2900, www.smaragardur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.