Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 4
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR4 ORKUMÁL Nýjar rannsóknir á Dreka- svæðinu staðfesta að olía hefur myndast þar, en skera ekki úr um hvort hún hefur safnast upp og sé þar enn í nægilegu magni til að hægt sé að bora eftir henni, segir Þórarinn Sveinn Arnarsson, verk- efnisstjóri hjá Orkustofnun. „Þarna er virkt kolefniskerfi, sem er lykilforsenda fyrir því að líkur séu á að finna olíu eða gas,“ segir Þórarinn. Hann segir fleiri skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til að olían eða gasið festist í lindum, og rann- sóknin taki ekki á þeim þáttum. Rannsakendur söfnuðu ríflega 200 kílóum af grjóti og seti af hafs- botni. Meðal þess sem fannst var setberg frá ýmsum tímum miðlífs- aldar, sem var fyrir 250 til 65 millj- ónum ára. Í sýnunum fundust ummerki um olíu úr bergi frá Júratímabilinu, fyrir 200 til 150 milljónum ára. Það staðfestir að olía hefur myndast, en ekki hvort hún sé enn til staðar á svæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa þýðingu fyrir yfirstandandi útboð sérleyfa á Drekasvæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Orku- stofnun. - bj Rannsóknir á allt að 200 milljóna ára gömlu bergi á Drekasvæðinu auka vonir: Sýna að olía myndaðist á svæðinu BORAÐ Niðurstöður rannsóknanna sýna að olía hefur myndast á svæðinu, en gefa engar vísbendingar um hvort hún hafi safnast þar saman og sé þar enn. eigi við um margar aðrar ákvarð- anir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dóm- stólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epla- drykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spenn- andi og ögrandi á nautna- legan hátt“, og að „kynferð- isleg skírskotun“ blasi við. Umbúðir eplamjaðar- ins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl“ sem minni helst á „Moulin Rouge þema“ með smágerðum fígúr- um, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi“. Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlað- inn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengis- stefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskropp- um.“ Í reglum sem gilda um vöruúr- val í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins inni- halda skilaboð sem tengist vör- unni. Ekki megi vera þar skila- boð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is GENGIÐ 23.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,3676 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,92 124,52 194,74 195,68 164,90 165,82 22,169 22,299 22,063 22,193 18,681 18,791 1,5461 1,5551 191,80 192,94 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is STJÓRNSÝSLA EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heim- ildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfeng- isheildsalar hafa deilt hart á stofn- unina fyrir að neita að selja áfeng- istegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, fram- kvæmdastjóri áfengisheildsöl- unnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræð- islegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal ann- ars á þeim forsendum að umbúð- irnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR Heildsali sakar ÁTVR um gerræðislegar ákvarðanir um hvaða vörur séu teknar í sölu. Í lögfræðiáliti vegna epladrykkjar sem ÁTVR hafnaði segir að teikningar á umbúðum séu í „síðrómantískum stíl“ og minni á „Moulin Rouge“ þema. BANNAÐUR Myndir og texti á umbúðum Tempt-eplamjaðarins þóttu kynferðislegar og ákvað ÁTVR að heimila ekki sölu á drykknum. LEYFÐUR ÁTVR ákvað að eigin frumkvæði að taka þennan Hoegaarden bjór í sölu þrátt fyrir að á flöskumiða sé mynd af svo gott sem nöktu fólki. ÁTVR hefur ítrekað hafnað því að selja áfengistegundir þar sem umbúðirnar hafa ekki þótt í samræmi við reglur. Bjórinn Svarti dauði: Textinn „Drekkið í friði“ á flöskumiða þótti ekki við hæfi. Motörhead rauðvín: Þótti vera tilvísun í amfetamínneyslu auk þess sem hljómsveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Bjórinn Heilagur Papi: Mynd af munki með kross í hendi þótti brjóta í bága við almennt velsæmi með skírskotun til trúar- bragða. Áfengi hafnað Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS EFNAHAGSMÁL Tveir af fimm með- limum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vildu hækka vexti við síðustu vaxtaákvörð- un. Þrír vildu hins vegar halda vöxtum óbreyttum sem varð ofan á. Þetta kemur fram í fundar- gerð frá síðasta vaxtaákvörðun- arfundi. Í peningastefnunefndinni eiga sæti Már Guðmundsson seðla- bankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórar- inn G. Pétursson, aðalhagfræð- ingur seðlabankans, auk Gylfa Zoëga og Anne Sibert sem bæði eru prófessorar í hagfræði. - mþl Peningastefnunefnd SÍ: Tveir vildu hækka vexti SVÍÞJÓÐ Sænskir bakarar voru í allan gærdag önnum kafnir við að baka hefðbundnar prinsessu- tertur í tilefni fæðingar nýrrar prinsessu. Viktoría krónprinsessa af Sví- þjóð og Daníel prins eignuðust dóttur snemma í gærmorgun og hélt fjölskyldan heim frá Karol- ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi til Haga-hallarinnar þegar í gær- dag. Gamlir og nýir stjórnmálafor- ingjar óskuðu Viktoríu og Daníel til hamingju á Facebook og Twitt- er og fréttavefir birtu uppskrift- ir af prinsessutertum. Terturn- ar höfðu nefnilega selst upp í bakaríum víða um land. - ibs Erfingja fagnað: Ný prinsessa fædd í Svíþjóð NÝBAKAÐIR FORELDRAR Viktoría krón- prinsessa og Daníel prins. SJÁVARÚTVEGUR Meðafli á laxi á Íslandsmiðum virðist nema um 5 til 6 löxum á hverjar 1.000 lestir sem veiðast af makríl. Rann- sóknirnar benda til að laxinn sem veiðist sem meðafli á Íslandsmið- um sé ekki upprunninn á Íslandi. Á árinu 2010 hóf Fiskistofa skipulagða skoðun á meðafla í flotvörpuveiðum með sérstaka áherslu á lax. Veiðimálastofnun og MATÍS hafa annast líffræði- lega skoðun á laxinum og erfða- fræðilega greiningu á sýnunum. Undanfarin tvö sumur bárust Fiskistofu alls 402 laxasýni frá flotvörpuveiðiskipum. Þar sem hér er um brautryðjendastarf að ræða verða upplýsingarnar kynnt- ar á vettvangi Alþjóða Hafrann- sóknaráðsins (ICES). - shá Meðafli í makrílveiðum: Sex laxar á hver þúsund tonn MÁR GUÐMUNDSSON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 12° 11° 7° 12° 10° 5° 5° 19° 15° 16° 15° 30° 3° 14° 18° 2°Á MORGUN 3-10 m/s en vaxandi SA-átt annað kvöld. SUNNUDAGUR 8-15 m/s. 0 0 0 0 -2 -4 2 2 2 3 5 15 3 3 4 8 5 8 13 7 7 5 4 3 0 2 -1 3 5 5 2 6 GOTT Á MORGUN Betra veður á morgun en á sunnudag og helst um landið norðan- og austanvert. Seint annað kvöld fer að hvessa með töluverðri úrkomu um sunnanvert landið. Þá hlýnar heldur en kólnar á ný er líður á sunnu- daginn. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLA Allnokkurt magn af fíkniefnum fannst í húsleit lög- reglu í Mosfellsbæ á þriðjudag. Um var að ræða 900 grömm af marijúana og um 1,4 kíló af öðru kannabisefni. Fíkniefnin fundust í þurrkunaraðstöðu í risi hússins. Húsráðendur, karl og kona um þrítugt, voru yfirheyrð vegna málsins. „Áður hafði lögreglan haft afskipti af manninum annars staðar og þá fundið á fjórða tug kannabisgræðlinga í bíl hans,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. - óká Dóp fannst í Mosfellsbæ: Kannabisefni og græðlingar Dópaðir undir stýri Þrír ökumenn á höfuðborgarsvæðinu voru stöðvaðir af lögreglu á fyrsta og öðrum tímanum aðfaranótt fimmtu- dags grunaðir um vímuefnaakstur. Í einu tilviki reyndist bifreiðin sem ekið var ótryggð og því númerin klippt af henni á staðnum. Sjónvarpi stolið Sjónvarpstæki var stolið í innbroti í Húsaskóla við Dalhús í Reykjavík á öðrum tímanum aðfaranótt fimmtu- dags. Lögreglumenn á leið á staðinn sáu til tveggja manna og tóku niður nöfn þeirra. „Eftir vettvangsvinnu fóru þeir á heimili annars þeirra og fundu þar sjónvarpið,“ segir í skýrslu lögreglu. LÖGREGLUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.