Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 16
16 24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ órarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skrifaði rökfasta grein hér í blaðið í gær þar sem hann útskýrði í einföldu og auðskildu máli hvernig allar hug- myndir um almenna niðurfærslu skulda leiða til sömu eða svipaðrar niðurstöðu; að reikningurinn verði sendur skattgreiðendum og/eða lífeyrisþegum. Þessi niðurstaða hefur lengi legið fyrir. Í upphafi höfðu sumir hugmyndir um að hægt yrði að láta erlenda kröfuhafa borga niðurfærslu lána með því að nýta afsláttinn sem gefinn var af lánasöfnum við færslu þeirra úr gömlu bönkunum í þá nýju. Þegar í ljós kom að það svigrúm var þegar fullnýtt börðu einhverjir enn höfðinu við steininn, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að ekki var öðrum til að dreifa en almenningi í landinu til að borga niðurfærsluna; hún væri með öðrum orðum aðeins endur- dreifing á tjóninu. Til að komast fram hjá þessu vandamáli hafa verið settar fram furðulegar hugmyndir um að hægt sé að setja af stað „hringrás peninga“ þar sem Seðlabankinn prenti peninga til að láta skuldara hafa, þeir borgi niður lánin sín og bankarnir borgi svo peningana aftur inn í Seðlabankann, sem leggi þá inn í sér- stakt eignarhaldsfélag. Allir sáttir og enginn borgar, ekki satt? Fyrir þessu hefur Lilja Mósesdóttir, foringi Samstöðu, flokks með fimmtungs fylgi samkvæmt skoðanakönnunum, meðal annars talað. Þórarinn G. Pétursson afhjúpar þetta tal sem bullhagfræði. Að sjálfsögðu borgar alltaf einhver þegar á að láta skuldara hafa 200 milljarða króna, í þessu tilviki skattgreiðendur. Ef þessi peninga- vél væri til í raun og veru mætti nota hana til ýmissa góðra verka, til dæmis til að bjarga evrusvæðinu og eyða hungrinu í heiminum, eins og Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor benti á nýlega. En peningamaskínan er bara til í draumaveröld loddara sem sækjast eftir vinsældum skuldsetts almennings – og jafnvel atkvæðum. Lýðskrumararnir eru í öllum flokkum. Hugsanlega varpar það ryki í augu einhverra kjósenda að sumir þeirra hafa lokið prófi í hagfræði og aðrir meira að segja kennt hana í háskóla. Fólk gæti þess vegna haldið að fyrirheitin um skuldalækkun væru byggð á hagfræðilegri þekkingu. Það eru þau ekki og skírskota ekki heldur til heilbrigðrar skynsemi. Þau eru ósköp venjulegt pólitískt lýð- skrum, sveipuð búningi fræðikenninga sem reynast vera bull. Sams konar pólitík hefur komið mörgum ríkjum á vonarvöl. Þórarinn G. Pétursson bendir á að almenn skuldaniðurfelling til allra sé ómarkviss aðgerð, enda myndi stór hluti hennar helzt nýtast þeim sem ekkert þurfa á henni að halda. Að halda því fram að hún þurfi ekki að kosta neitt sé „bæði villandi og óábyrgt“. Þeim minnihluta heimila sem ráða ekki við skuldir sínar þarf að reyna að hjálpa með þeim sértæku úrræðum sem þegar hafa verið ákveðin. Og sumum verður ekki bjargað frá því að missa eignir sínar. Þetta er hinn kaldi, óvinsæli raunveruleiki sem á svo illa heima í draumaveröld pólitískra lukkuriddara. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Íslensk garðyrkja keppir við sólina í Suðurlöndum. Til þess að geta ræktað tómata, agúrkur, káltegundir, papríkur, skrautblóm og hvað það allt nú heitir notar íslensk garðyrkja orkuna úr vatnsföllum og jarðhita íslenskrar jarðar til þess að keppa við sólina í Suðurlöndum – sem er víst ókeypis þar. Fyrir það greiðir íslensk garð- yrkja 95 aura á hverja kílówattstund þegar aðrir notendur á Íslandi greiða á sjöttu eða á áttundu krónu fyrir sömu kílówattstund. Mismuninn greiða íslenskir skattgreið- endur – sem eru líka íslensk auðlind eins og orkan. Garðyrkjan borgar ekkert fyrir hana. Þess vegna er hún ókeypis. Hlýtur að vera það! Mikil áhersla er nú lögð á sjálfbært Ísland. Þess vegna eru íslensku auðlindirn- ar, orkan og skattborgararnir, látnar bera kostnað af þessari samkeppni við sólina. Þar er samt hægt að gera svo miklu betur. Þar væri t.d. hægt að nota íslenskar auð- lindir, orkuna og skattborgarana, til þess að byggja sólarstrendur undir plasthimni og spara þar með allar þessar óþörfu orlofs- ferðir íslenskra sumargesta til Ítalíu, Spán- ar, Grikklands og annarra ruglulanda í því vonda ESB – svo ekki sé þá talað um mús- límaþjóðfélög eins og Tyrkland, Marokkó og Alsír! Þá þyrfti fólk í sumarskapi ekki heldur að éta hættulegt fæði eins og alls staðar er í útlöndum heldur gæti étið lamba- kjöt og annað hollasta fæði í heimi undir sínum sólarhimni hér uppi á Íslandi. Með þessu móti væri hægt að ganga enn lengra í að gera íslenska þjóðfélagið sjálf- bært – sjálfbært sólskinsþjóðfélag! Bara með því að nota íslensku auðlindirnar rétt – orkuna og skattborgarana. Gerum Ísland að sjálfbæru sólarlandi! Er til þjóðlegra baráttumál!?! Engin landráð hér á ferðinni! Og hugsið ykkur alla atvinnuna, sem það myndi skapa. Klörubar í hverju krumma- skuði. Vatnsrennibrautir, tívolí, tapasbarir. Auð- vitað yrði Ísland svo alþjóðleg miðstöð sól- dýrkenda miklu fyrr en landið getur orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð – svona úr þessu. Ísland sjálfbært sólarland Samfélags- mál Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Mismuninn greiða ís- lenskir skattgreiðendur – sem eru líka íslensk auðlind eins og orkan. Upplýsingar: kokulist@kokulist.is facebook.com/kokulist 555 6655 • 662 5552 Verslunarmiðstöðin Fjörður Hafnarfirði Af alkemistum Undanfarið hafa hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda verið nokkuð til umræðu. Hefur því meðal annars verið haldið fram að nota megi seðlaprentunarvald Seðla- bankans til að fara í slíka aðgerð án þess að nokkur beri af því kostnað. Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, gerði þessar hugmyndir að umtals- efni í Fréttablaðinu í gær. Orð í tíma töluð Í greininni bendir Þórarinn á að almenn niðurfærsla skulda er ómarkviss og kostnaðarsöm aðgerð. Ekki nóg með það heldur félli kostnaðurinn við slíka aðgerð að lokum alltaf á skatt- greiðendur í gegnum Seðlabankann eða þá Íbúðalánasjóð og Lands- bankann. Og Þórarinn bætir við: „Að láta sem svo sé ekki er bæði villandi og óábyrgt.“ Orð í tíma töluð en auðvitað á enginn að þurfa að láta aðalhagfræðing Seðla- bankans segja sér að 200 milljarða niðurfærsla skulda sé ekki ókeypis. Neytendur sáttari Capacent birti í gær niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2011. Byggja niðurstöðurnar á könnunum Capacent á ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja með þjónustu þeirra. Vakti athygli að ánægja viðskiptavina með næstum því öll fyrirtækin jókst á milli ára. Tvennt kemur til greina. Annaðhvort bættu nær öll íslensk fyrirtæki þjónustu sína á milli ára eða þá fólk er bara almennt sáttara enda efnahagslífið aðeins farið að braggast og kaupmáttur að aukast. Ætli seinni skýringin sé ekki líklegri. magnusl@frettabladid.is Varað við loddurum og lukkuriddurum: Bullhagfræði lýðskrumaranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.