Fréttablaðið - 24.02.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 24.02.2012, Síða 10
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR10 FRAKKLAND Enn eitt kynlífshneyksl- ið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræð- ingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna. Nú í vikunni var hann tæpa tvo sólarhringa í gæsluvarðhaldi í borg- inni Lille, sem er nyrst í Frakklandi skammt frá landamærum Belgíu, þar sem hann var yfirheyrður um aðild sína að Carlton-málinu svo- nefnda, sem kennt er við Carlton- hótelið þar í borg. Á þessu hóteli hefur Strauss-Kahn oft gist, iðulega að loknum vinnu- kvöldverði í tengslum við stjórnmál eða viðskipti. Fjölmiðlafulltrúi hótelsins, René Kojfer, er grunaður um að hafa óspart otað vændiskonum að fjár- sterkum viðskiptavinum. Það virðist hann hafa gert í félagi við yfirmann í lögreglunni, Jean- Christophe Lagarde, sem er sakaður um að hafa við ýmis tækifæri bókað hótelherbergi á Carlton og gjarnan látið vændiskonur fylgja með her- berginu. Lagarde er í frönskum fjölmiðl- um sagður hafa verið metnaðarfull- ur embættismaður, sem hafi gert sér far um að rækta vinskap við Domini- que Strauss-Kahn í von um að kom- ast til æðri metorða þegar Sósíal- istaflokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Þeir Lagarde og Strauss-Kahn eru einnig sagðir hafa stundað svall- veislur í París og New York í fylgd vændiskvenna, sem Strauss-Kahn segist reyndar ekki vita að hafi verið vændiskonur. Við sögu koma þekktir viðskipta- menn í Frakklandi og sakamálið gegn þeim snýst meðal annars um það hvort þeir hafi notað fé fyr- irtækja sinna til að greiða fyrir vændið. Alls hafa átta manns verið ákærðir. Vændiskonurnar virðast þeir hafa fengið frá manni að nafni Dominque Alderweireld, sem er eigandi svokallaðra nuddstofa í Belgíu, skammt frá landamærum Frakklands og ekki langt frá borg- inni Lille. Alderweireld, sem gengur reynd- ar almennt undir nafninu Dodo la Saumure, var handtekinn í Belgíu í október síðastliðnum og strax þá komst Carlton-málið í hámæli í frönskum fjölmiðlum. Strauss-Kahn komst þá eina ferð- ina enn í fréttirnar fyrir vafasöm tiltæki sín, og var þó varla á það bætandi eftir nauðgunarmálið frá New York síðastliðið vor, þar sem hótelþerna sagði hann hafa ráðist á sig inni á hótelherbergi. Það mál var fellt niður þegar efa- semdir vöknuðu um trúverðugleika þernunnar, en hún hefur haldið fast við málflutning sinn og hefur höfð- að borgaralegt mál á hendur honum. Þeim málaferlum er ekki lokið. Það var Strauss-Kahn sjálfur sem krafðist þess að verða yfirheyrður í Carlton-málinu. Hann mætti á til- skildum tíma á þriðjudaginn var, og vissi fyrirfram að hann gæti reikn- að með því að vera hafður í haldi í allt að tvo sólarhringa. Eftir að hann var látinn laus á miðvikudagskvöld sagðist hann ánægður með niðurstöðuna, en hefur ekki frekar en lögreglan upp- lýst nánar um það sem fram fór. „Hann hefur útskýrt mál sitt að fullu, hann er mjög ánægður,“ sagði einn lögmanna hans. Strauss-Kahn hefur neitað því að hafa brotið lög, en viðurkennir að hafa gert „siðferðisleg mistök“. Einn lögmanna hans segir ekkert athugavert við það þótt hann hafi ekki áttað sig á að naktar konur í svallveislum væru vændiskonur. Einn þeirra viðskiptamanna sem ákærðir eru í málinu, David Roquet að nafni, segir að þátttakendur í veislunum hafi ekkert vitað að kon- urnar hafi fengið greiðslur fyrir að taka þátt í því sem fram fór. Um slíkt hafi aldrei verið talað: „Það var svona heiðursmannasamkomulag,“ sagði hann. „Ég er næstum því viss um að hann vissi ekkert af því,“ sagði líka ein kvennanna, Florence að nafni, um Strauss-Kahn þegar hún var spurð út í vitneskju hans um greiðslur. Hún hrósaði honum fyrir að hafa sýnt konunum mikla athygli: „Ég svaf hjá honum í hvert skipti á þessum kvöldum,“ er haft eftir henni, meðal annars í þýska tíma- ritinu Der Spiegel. Önnur þessara kvenna, Mounia, segir Strauss-Kahn hins vegar hafa verið ofbeldisfullan og ekkert hafi farið á milli mála með greiðslurnar: „Enginn viðstaddra gat horft fram hjá því að ég fékk greitt fyrir mitt framlag.“ gudsteinn@frettabladid.is Borgarráðsmaður í Sarcelles 1989-2007 Borgarstjóri í Sarcelles 1995-1997 Varaborgarstjóri í Sarcelles 1997-2007 Héraðsstjórnarmaður í Ile-de-France 1998-2001 Þingmaður Sósíalistaflokksins 1986-1993 og 1997-2007 Innanríkisráðherra 1991-1993 Fjármálaráðherra 1997-1999 Framkvæmdastjóri AGS 2007-2011 Helstu embættin Viðurkennir siðleysi sitt fúslega Dominiqe Strauss-Kahn er enn á ný bendlaður við kynlífshneyksli. Hann segist hafa útskýrt sitt mál að fullu í tveggja sólarhringa yfir- heyrslum hjá lögreglunni í Lille nú í vikunni. Hann viðurkennir að hafa gert „siðferðisleg mistök“ en neitar að hafa framið lögbrot. DOMINIQUE ALDERWEIRELD JEAN-CHRISTOPHE LAGARDE FALLNI EMBÆTTISMAÐURINN Dominique Strauss-Kahn gerir sér varla miklar vonir um að endurheimta æruna úr þessu. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.