Fréttablaðið - 24.02.2012, Qupperneq 28
8 • LÍFIÐ 24. FEBRÚAR 2012
Þú byrjaðir snemma að vinna,
vissirðu alltaf hvert þú ætlaðir
þér í framtíðinni? Ég er að hluta
til alin upp á eggjabúi á Kjalarnesi
með hundum og hænum.
Hinn hluti uppeldisins fór fram
í tískuverslun í miðbæ Reykjavík-
ur. Mamma rak Benetton-versl-
anirnar um árabil. Ég fór því mjög
snemma að vinna í fyrirtækjum for-
eldra minn og fannst jafngaman
að vinna í eggjunum sem og fata-
bransanum þó ólíkt sé. Þessir tveir
ólíku pólar hafa mótað mig mikið
því að í mér býr bæði sveitastelpa
og borgar barn.
Frá því að ég man eftir mér þá
hefur matreiðslan alltaf togað sterkt
í mig og innst inni kom aldrei neitt
annað til greina. Ég var snemma
farin að munda pottana og pönn-
una. Ég man aldrei eftir mér öðru-
vísi en vinnandi, ef ég var ekki að
tína egg eða brjóta saman peys-
ur, var ég að elda fyrir starfsmenn
eða að vinna í leikfangaverslun á
Skólavörðustígnum. Ég hef líklega
haft fjölmiðlaáhuga strax á þessum
tíma, því við vinkona mín vorum
alltaf að taka upp auglýsingar, út-
varpsþætti og svoleiðis hluti. Ann-
ars langaði mig að verða lækn-
ir þegar ég var barn, matreiðslan
varð ofan á. Kannski á ég læknis-
fræðina bara eftir!
Menntaður kokkur – ætlaðir
þú þér alltaf að verða sjónvarps-
kokkur? Upphaflega fór ég í námið
með því hugarfari að mig langaði
að skrifa bækur og kenna öðrum
að elda. Ég ætlaði aldrei að vinna
á veitingastað og hef ekki áhuga á
því enn. Kannski sjónvarpsþættirn-
ir séu eðlilegt framhald af þessu, en
þar fæ ég tækifæri til að kenna fólki
að elda rétti sem eru góðir en ekki
of flóknir. Að vera með matreiðslu-
þátt á ekki að snúast um það hvað
ég sé æðislega klár kokkur, held-
ur að aðrir geti haft gagn af þessu.
Það hafa ýmsar slúðursögur
verið á kreiki um þig og þitt líf.
Hvernig áhrif hefur þetta á þig og
fjölskyldu þína? Ég hugsa að allir
sem hafa náð því að verða þekkt-
ir á Íslandi geti sagt sögur af sjálf-
um sér, sem hafa náð einhverju flugi
í saumaklúbbum og víðar. Sögur
sem eiga auðvitað alltaf að vera
sannar og samkvæmt „staðfest-
um heimildum“, enda hafi sá sem
segir söguna „sko heyrt hana úr
tveimur áttum“ eins og það geri vit-
leysuna eitthvað skárri. Sú lífseig-
asta núna held ég að sé um það að
ég sé ólétt eftir alla aðra mögulega
karlmenn en manninn minn, í það
minnsta hafa vinir mínir sagt mér
að þeir heyri það oftast þessa dag-
ana. Ég hef líka átt að vera skilin
við Stefán af ótal ástæðum og guð
má vita hvað. Ég get ekki verið að
stressa mig á því að fólk langi til að
ræða svona hluti og herma upp á
mig. Í sumum tilfellum eru sögurn-
ar náttúrlega svo galnar að maður
getur ekki gert neitt annað en hleg-
ið að þeim, enda er ég eins og flest-
ir í mínum bransa orðin vön þessu
umtali. Sennilega er þetta aðallega
leiðinlegt fyrir vini og ættingja sem
lenda stundum í þeim aðstæðum að
þurfa að hrekja þessar sögur, því
fæstir hafa kjark til þess að spyrja
mann beint út. Horfa bara á mag-
ann á mér í staðinn fyrir augun,
með gervibros á vör! Þarf ég ann-
ars nokkuð að nefna að ég er ekki
ólétt?
Að mínu mati skiptir það mestu
máli í lífinu að vera sáttur við það
sem maður stendur fyrir og gleyma
því ekki að hafa svolítið gaman af
þessu í leiðinni.
Hefur þig einhvern tímann
langað að skipta um starfsvett-
vang? Nei, ekki nema að mér bjóð-
ist staða lýtalæknis á Landspítalan-
um. Ég hefði nú svolítið gaman af
því að fá útrás fyrir listræna sköp-
un á því sviði.
Nú vinnur þú langan dag og oft
á óhefðbundnum tímum, hvern-
ig gengur að ala upp tvo drengi
og halda heimili á sama tíma?
Örugglega bara svipað og hjá þeim
FRIÐRIKA HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR
ALDUR: 34 ára
STARF: Já, ég hef lengi verið að reyna
að finna nafn yfir starfsheiti mitt í
einu orði en ekki fundið. Einhverjar
tillögur?
MENNTUN: MR og Le Cordon Bleu mat-
reiðsluskóli.
MAKI: Stefán H. Hilmarsson.
BÖRN: Gunnar Helgi 5 ára og Hinrik
Hrafn 4 ára.
LÍFSSTÍLL: Skemmtilega skipulagt kaos.
FÆSTIR HAFA KJARK
TIL AÐ SPYRJA MIG UM
SLÚÐURSÖGURNAR
Hún var vinnusöm sveitastelpa sem dreymdi um að verða læknir en að
lokum varð matreiðslan ofan á. Í dag er hún farsæll sjónvarpskokkur,
skrifar bækur, kennir landsmönnum að elda og kitlar bragðlauka þeirra
með nýrri lúxus eftirréttalínu. Lífið hitti Rikku og ræddi galla þess að
vera þekktur á Íslandi, móðurhlutverkið og framann.