Fréttablaðið - 06.03.2012, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 6. mars 2012 25
Hljómsveitin Blur ætlar að
frumflytja nýtt lag á lokaathöfn
Ólympíuleikanna í London í
sumar. Þetta upplýsti bassaleik-
arinn Alex James í sjónvarps-
þættinum Top Gear. „Við ætlum
að afhjúpa nýtt lag. Ég hlustaði
á það í morgun,“ sagði James og
bætti við að lagið hljómaði eins
og tilfinningaríkur sálmur.
Blur frumflutti annað nýtt lag
á dögunum, Under the Westway,
sem var það fyrsta síðan Fool´s
Day kom út fyrir tveimur árum.
Sveitin spilar í Hyde Park 12.
ágúst á lokahátíð Ólympíuleik-
anna ásamt New Order og The
Specials.
Frumflytur
nýtt lag
NÝTT LAG Hljómsveitin Blur ætlar að
frumflytja nýtt lag í sumar.
Tölvuhakkarar hafa stolið yfir
fimmtíu þúsund lögum frá
útgáfufyrirtækinu Sony, þar á
meðal óútgefnum og ókláruð-
um lögum sem Michael Jackson
tók upp með will.i.am. „Allt sem
Sony keypti af dánarbúi Michaels
Jackson var tekið,“ sagði heim-
ildarmaður The Sunday Times.
„Þeir skoðuðu tölvukerfið sitt og
eru búnir að stöðva lekann.“
Sony keypti réttinn til að selja
öll lög Jacksons árið 2010, ári
eftir að hann lést. Fyrirtæk-
ið tryggði sér einnig réttinn til
að gefa út allt að tíu plötur með
popparanum.
Óútgefnum
lögum stolið
LÖGUM STOLIÐ Óútgefnum lögum með
Michael Jackson var stolið frá Sony.
Leikkonan Cate Blanchett er á móti lýta-
lækningum og mundi ekki gangast undir
slíkt sjálf, þetta segir hún í nýju viðtali.
„Undanfarinn áratug hefur fólk verið
að gera ýmislegt við andlit sitt og líkama.
Núna, tíu árum síðar, sjáum við að þessar
breytingar eru ekki alltaf til hins betra. Ég
ætla ekki að skipta mér af því sem fólk
kýs að gera við sig, en ég veit að ég
mundi ekki gera þetta sjálf. Ég fyll-
ist meðaumkun þegar ég sé fólk sem
hefur farið hamförum í slíkum breyt-
ingum,“ sagði leikkonan.
EKKI UNDIR HNÍFINN Leikkonan Cate
Blanchett er á móti lýtalækningum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Fyllist meðaumkun
Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar Svartur á
leik, ferðast til Hong Kong í lok mars þar sem myndin
verður sýnd á alþjóðlegri kvikmyndahátíð þar í borg.
„Mér skilst að þetta sé ein af þremur aðalhátíðunum í
Asíu. Ég er mjög ánægður með þetta því Asía er stór og
spennandi markaður. Þessi mynd gæti virkað á Asíu-
markaði,“ segir Óskar Þór.
Búið er að selja sýningarréttinn á Svartur á leik til
allra Norðurlandanna, Bretlands, Hollands, Belgíu,
Lúxemborgar og Eistlands. Fleiri lönd eiga eftir
að bætast í hópinn.
Rúmlega 8.200 manns borguðu sig inn á mynd-
ina um síðustu helgi sem er þriðji besti árang-
ur íslenskrar frumsýningarmyndar frá upphafi.
Aðeins Mýrin og Bjarnfreðarson hafa náð betri
árangri. „Þetta er eiginlega framar vonum,“ segir
leikstjórinn. „Mér finnst að myndir eigi að vera
skemmtilegar fyrst og fremst. Við erum búin að
kynna hana sem undirheimamynd en það er ekki mikið
talað um að hún er fyndin og sniðug. Það hefur kannski
komið fólki á óvart.“ - fb
Svartur á leik sýnd í Hong Kong
Á LEIÐ TIL HONG KONG Óskar Þór Axelsson ásamt aðalleikkonunni
Maríu Birtu. Hann er á leiðinni til Hong Kong í lok mars.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON