Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 8
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR8 Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 2 Íslenska bankakerfið var árið 2008 eins og dauðvona krabbameinssjúklingur sem deyr úr hjartaáfalli sagði fyrrverandi aðalhag- fræðingur Seðlabankans í vitnastúku í landsdóms- málinu í gær. Seðlabankinn hefði getað sett bönkunum strangari reglur um útlán erlendis. Arnór Sighvatsson var aðalhag- fræðingur Seðlabankans fyrir bankahrunið en starfar nú sem aðstoðarseðlabankastjóri. Hann bar vitni fyrir Landsdómi í Þjóð- menningarhúsinu eftir hádegi í gær. Eftir á að hyggja rann síðasti möguleikinn til að bjarga íslensku bönkunum stjórnvöldum úr greip- um árið 2005, sagði Arnór. Hann sagði að þá, og á árunum fram að hruni hafi hann og aðrir trúað því að bankarnir stríddu við lausa- fjárkreppu, þegar þeir hafi í raun staðið frammi fyrir alvarlegri eiginfjárkreppu. „Lausafjárkreppa er eins og hjartaáfall en eiginfjárkreppa eins og krabbamein. Það kom í ljós að þarna var dauðvona krabba- meinssjúklingur að fá hjarta- áfall,“ sagði Arnór, spurður um ástand íslenska bankakerfisins. Íslensku bankarnir stóðu frammi fyrir raunverulegri hættu á að fara í þrot strax árið 2006. Þá hættu evrópskir bankar að lána þeim og þeir lentu í erfiðleikum með að endurfjármagna skuldir. Þeim tókst að leysa úr þeim vanda með því að fá lán frá Bandaríkj- unum, og með því að stofna til innlánsreikninga erlendis. Fræg- ustu reikningarnir voru Icesave- reikningar Landsbankans í Bret- landi, og síðar Hollandi. Arnór sagði að á þessum tíma hafi verið talað um að evrópskir bankar hafi verið að takmarka áhættu sína með því að lána ekki meira til Íslands þar sem þeir hefðu þegar lánað svo mikið. Svo virðist hins vegar sem þeir hafi talið frekari lán til íslensku bank- anna of áhættusöm vegna þess hversu hratt þeir höfðu vaxið og vegna efasemda um gæði eigna- safna þeirra. Bankadómínó Þó að bankarnir hafi náð að kom- ast í gegnum árið 2006 var farið að þrengja verulega að þeim. Arnór segist hafa verið þeirrar skoðunar að veruleg hætta væri á að ef einn banki félli myndu hinir falla í kjölfarið. Seðlabankinn hefði hugsanlega geta sett strangar reglur um eign- ir bankanna og skuldir erlendis til að koma í veg fyrir innstæðu- söfnun í útibúum erlendis, sagði Arnór. Geir H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, er sakaður um það fyrir Landsdómi að hafa ekki gert nóg til að koma Icesave- reikningunum í dótturfélag, sem hefði komið tjóni af þeirra völd- um af herðum íslenskra stjórn- valda. Þó að Seðlabankinn hefði þann- ig átt möguleika á að takmarka sókn bankanna í innstæður erlendis hefði það mögulega getað riðið þeim að fullu, sagði Arnór. Þrot bankanna án innstæðna erlendis hefði þó mögulega falið í sér minni tilkostnað ríkisins. Arnór var sammála Geir og Björgvini G. Sigurðssyni, fyrrver- andi efnahags- og viðskiptaráð- herra, um að í raun hafi verið allt of seint að bregðast við og bjarga bönkunum árið 2008. Bankarnir hafi verið feigir og spurningin hafi verið hvenær þeir féllu, ekki hvort. Allt tal um að minnka bank- ana með sölu eigna árið 2008 var tilgangslaust þar sem selja hefði þurft eignirnar með svo miklum afslætti að það hefði riðið bönk- unum að fullu, sagði Arnór. Hann var einnig sammála Geir og Björgvin um að vonlaust hefði verið að flytja höfuðstöðv- ar íslensks banka úr landi árið 2008. Hann sagði að slíkt hefði ef til vill verið möguleiki fram til ársins 2005, en þá hafi íslensku bankarnir engan hug haft á því. Þoldi ekki dagsljósið Eigendur bankanna hefðu líka haft lítinn áhuga á því að erlendar fjár- málaeftirlitsstofnanir gaumgæfðu eignir þeirra og efnahagsreikn- inga þar sem í ljós hefði komið að þar hafi verið ýmislegt sem ekki þoldi dagsljósið, sagði Arnór. Sama atriði kom í veg fyrir sölu, enda hefðu væntanlegir kaupendur gaumgæft reikninga bankanna og áttað sig á því að eitthvað var að. Íslensku bankarnir virðast hafa reitt sig á að þeir væru svo mikil- vægir að þeim yrði bjargað ef þeir féllu, sagði Arnór. Eignir þeirra hafi hins vegar verið svo lélegar að þeir hafi í raun varla haft nokkurt eigið fé í alllangan tíma. Bankarnir eins og dauðvona sjúklingar Íslensk stjórnvöld trúðu því fram í miðjan september 2008 að hægt væri að færa Icesave-reikningana í dótturfélag Landsbankans sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir Landsdómi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Björgvin tók undir með sakborn- ingnum í málinu, Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og sagði stjórnkerfið hafa unnið eins hratt og unnt var að því að flytja Icesave-reikningana í dótturfélög. Ef það hefði tekist hefðu ábyrgðir vegna reikninganna fallið á bresk stjórnvöld en ekki íslensk þegar bankinn féll. Það var sérstakt markmið að ljúka þessu máli á árinu 2008, og allt benti til þess að það myndi takast, sagði Björgvin úr vitnastúkunni í gær. Þar stóð að hans mati ekki upp á íslensk stjórnvöld, heldur tók hann undir með Geir og sagði breska fjármálaeftirlitið hafa sett sífellt strangari skilyrði fyrir slíkri breytingu. Að lokum hafi skilyrðin orðið óupp- fyllanleg þar sem Landsbankinn hefði þurft að færa allar bestu eignirnar í slíkt dótturfélag á móti skuldbindingum þess. Björgvin sagði einnig að það hefði verið fullkomlega óraunhæft að ætla sér að minnka efnahagsreikning bankanna á árinu 2008, sem og að flytja höfuðstöðvar eins eða fleiri úr landi. Það hafi einfaldlega verið of seint. Sala á eignum á brunaútsölu hefði sett bankana á hliðina, og ekkert land hefði viljað taka við bönkunum á þessum erfiðu tímum á alþjóðlegu fjármálamörkuðum árið 2008. Eins og Geir bar Björgvin samráðs- hópi um fjármálastöðugleika vel söguna, og sagði hann hafa gert allt sem hann hafi átt að gera. Geir er sakaður um að hafa ekki séð til þess að vinna hópsins væri markviss og skilaði árangri. Björgvin benti á að hópurinn hefði unnið drög að frumvarpi sem síðar hafi orðið að neyðarlögunum, og sett upp ýmsar aðrar sviðsmyndir um það sem gæti gerst. Spurður af Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, gat hann þó ekki svarað því hvaða aðrar aðgerðir hópurinn hafði undirbúið til að takast á við annars konar áföll. Þetta var allt eins mikið trúnaðarmál og hægt getur orðið. Þetta var við- kvæmasti málaflokkurinn af þeim öllum, fjármálastöðugleiki Íslands og hvernig væri hægt að verja hann. Björgvin G. Sigurðsson sagði eðlilegt að mikil leynd hafi hvílt yfir störfum samráðshóps um fjármálastöðugleika, og að gögnum frá hópnum hafi ekki verið dreift víða. Lausafjárkreppa er eins og hjartaáföll en eigin- fjárkreppa eins og krabbamein. Það sást þegar í ljós kom að þarna var dauðvona krabba- meinssjúklingur að fá hjartaáfall. Arnór Sighvatsson var ómyrkur í máli um ástand íslenska bankakerfisins fyrir hrun. Orðrétt Á HÖFUÐIÐ Brunaútsala á eignum bankanna árið 2008 hefði sett þá lóðbeint á höfuðið sagði Björgvin G. Sigurðsson fyrir Landsdómi í gær. BAR VITNI Arnór Sighvats- son sagði að of seint hafi verið að bjarga bönkunum árið 2008, síðasti möguleik- inn hafi runnið úr greipum árið 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Trúðu fram á síðustu stundu að hægt væri að færa Icesave FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA siminn.is/vefverslun Vantar þig GSM hleðslutæki í b ílinn? Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.