Fréttablaðið - 07.03.2012, Side 10
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR
10
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist
alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar
LÖGREGLUMÁL Guðgeir Guðmunds-
son hefur játað að hafa ítrekað
stungið framkvæmdastjóra lög-
fræðistofunnar Lagastoðar með
veiðihníf á mánudagsmorgun. Hann
var í gær úrskurðaður í gæsluvarð-
hald fram til föstudags. Honum
hefur verið gert að gangast undir
geðrannsókn.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfir-
maður rannsóknardeildar lögregl-
unnar, segir það nokkuð ljóst að
málið verði flokkað sem tilraun til
manndráps. Líklegt sé að gæslu-
varðhald yfir Guðgeiri verði fram-
lengt á föstudaginn, á grundvelli
almannahagsmuna.
Guðgeir er fæddur árið 1977 og
búsettur í Reykjavík, ókvæntur og
barnlaus. Hann kom á lögfræði-
skrifstofuna Lagastoð á mánudags-
morgun, þar sem hann sagðist vilja
ræða skuldamál sín, en réðst svo á
Skúla Eggert Sigurz, framkvæmda-
stjóra stofunnar, og stakk hann
ítrekað með veiðihníf. Guðni Bergs-
son, lögmaður á stofunni, særðist
einnig í árásinni en hann og fleiri
starfsmenn á stofunni náðu að yfir-
buga ódæðismanninn.
Guðgeir var handtekinn og færð-
ur á lögreglustöð. Hann afþakkaði
aðstoð lögfræðings þegar hann var
yfirheyrður, en Friðrik Smári segir
hann þó engu að síður með verjanda
á sínum snærum. Hann var leidd-
ur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur
í gærmorgun þar sem hann gerði
enga tilraun til að hylja andlit sitt
á leið inn. Þar var fallist á gæslu-
varðhaldskröfu fram á föstudag og
honum gert að sæta geðrannsókn,
en talið er að niðurstöður úr henni
fáist eftir sex til átta vikur. Guðgeir
játaði verknaðinn skýlaust fyrir
dómara héraðsdóms.
Framkvæmdastjóri Lagastoðar,
Skúli Eggert Sigurz, liggur sem fyrr
á gjörgæsludeild Landspítalans og
er haldið sofandi. sunna@frettabladid.is
Tilraun til
manndráps
Guðgeir Guðmundsson var í gær úrskurðaður í
gæsluvarðhald. Hefur játað glæpinn og er gert að
sæta geðrannsókn. Fórnarlambinu haldið sofandi.
VIRTIST YFIRVEGAÐUR Í HÉRAÐSDÓMI Guðgeir gerði enga tilraun til að hylja andlit
sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. MYND/STÖÐ 2
STJÓRNMÁL Ekki er undarlegt eða
óskiljanlegt að ofbeldisverk eigi
sér stað í því ástandi sem ríkir
hér á landi, heldur er það eðlileg
þróun.
Þetta kemur fram í pistli sem
Þór Saari, þingmaður Hreyfing-
arinnar, birtir á heimasíðu sinni.
Þór gerir morðtilraun gegn fram-
kvæmdastjóra Lagastoða, sem
meðal annars starfar í innheimtu,
að umtalsefni í pistlinum.
„Hér á landi hefur smátt og
smátt verið að byggjast upp
ákveðið ástand, ástand örvænt-
ingar, vonleysi og reiði sem
hjá þúsund-
um manna er
komið á hættu-
legt stig,“ segir
í pist l i num.
Ef fram haldi
sem horfi muni
þetta ástand
sennilega hafa
áframhald-
andi ofbeldi í
för með sér. Fólk sem hafi verið
„boxað af alveg út í horn“ muni
slá til baka.
Þór segir fráleitt að halda því
fram að voðaverk eins og átti sér
stað í fyrradag sé einhverjum
öðrum að kenna en tilræðismann-
inum. Voðaverk af þessu tagi eigi
að fordæma og gerendur beri alla
ábyrgð.
Hins vegar eigi ofbeldisverk
eins og þetta rætur einhvers stað-
ar, „og ég held að það séu fleiri
en ég sem vita hvar þær rætur
liggja og hverjar afleiðingarnar
muni verða ef áfram er haldið á
sömu braut“.
Gera verði meira til þess að
stöðva bardaga yfirvalda og fjár-
málafyrirtækja gegn skuldugu
fólki. - þeb
Þór Saari þingmaður segir hnífstungu eiga rætur í ástandi örvæntingar:
Ofbeldisverk ekki óskiljanleg
ÞÓR SAARI
FANGELSISMÁL Fangelsismála-
stofnun og Öryggismiðstöðin hafa
samið um rafrænt eftirlit með
föngum, að því er fram kemur á
vef Fangelsismálastofnunar.
Á næstu dögum fara fyrstu
brotamennirnir undir slíkt eftir-
lit og bera þá sérstök ökklabönd.
Þeir fá takmarkaðan útivistar-
tíma samkvæmt lögum um fulln-
ustu refsinga. Rjúfi þeir útivistar-
tímann er boð sent samstundis til
stjórnstöðvar Öryggismiðstöðvar-
innar „sem grípur til viðeigandi
viðbragðsáætlunar“. - óká
Samið um rafrænt eftirlit:
Boð eru send
við reglubrot
www.hr.is
HVAÐ ÞARF AÐ BREYTAST
Í FJÁRMÁLASTJÓRN
ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA?
VIÐ BJÓÐUM ÞÉR TIL MÁLSTOFU UM
STJÓRNUNARREIKNINGSSKIL OG SAMSPIL
STJÓRNUNAR, REIKNINGSHALDS OG UPPLÝSINGATÆKNI
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður þér til málstofu um þær
breytingar sem þurfa að verða á fjármáladeildum íslenskra fyrirtækja, eigi
þær að halda í við sífellt flóknara rekstrarumhverfi.
Fyrirlesarar á fundinum eru dr. David Schwarzkopf, Ph.D. stjórnandi MBA
náms við McCallum Graduate School Bentley háskóla í Bandaríkjunum
og gestaprófessor við HR, dr. Páll Ríkharðsson, forstöðumaður meistara-
náms í stjórnunarreikningsskilum við HR og Auðbjörg Friðgeirsdóttir,
MBA og verkefnastjóri innri endurskoðunar hjá PWC.
Nánari upplýsingar um efni fundarins er að finna á www.hr.is
Hvenær: Miðvikudaginn 7. mars kl. 9–11
Hvar: Háskólinn í Reykjavík, stofa M208
„Líka fyrir konur.
Mottumars er líka fyrir konur.
Þótt þær séu lengur að safna skeggi.”
Safnaðu mottu og áheitum á www.mottumars.is
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi
Fljótshlíð, föstudaginn 23. mars 2012 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 5. mars 2012.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Telur þú hugsanlegt að Ólafur
Ragnar Grímsson geti tapað í
forsetakosningunum í sumar?
JÁ 48,1%
NEI 51,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að fylgjast með
Reykjavíkurskákmótinu með
einum eða öðrum hætti?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN