Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 20
| 4 7. mars 2012 | miðvikudagur
VIÐTAL
Þórður Snær Júlíusson
thordur@frettabladid.is
Í
sland hefur verið að rétta
úr kútnum á undanförnum
mánuðum. Hér var hagvöxt-
ur á seinni hluta síðasta árs
eftir tveggja ára samfelld-
an samdrátt. Julie Kozack, frá-
farandi yfirmaður sendinefndar
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
á Íslandi, segir Íslendinga geta
verið ánægða með þá þróun sem
átt hefur sér stað þó að enn séu
steðji að hættur sem gætu haft
áhrif á langtíma efnahagsbata
landsins.
„Á seinni hluta ársins 2010 og
fyrri hluta ársins 2011 náðist stöð-
ugleiki á Íslandi. Á síðari hluta
ársins 2011 átti sér stað raunveru-
legur efnahagsbati. Hagvöxtur
hefur vaxið og neysla hefur auk-
ist, sem þýðir að heimilin í land-
inu eru farin að eyða meiri pen-
ingum. Það þýðir líka að fjárfest-
ing sé farin að taka við sér, þó
að sá vöxtur sé upp úr sögulega
lágum lægðum. En það verður að
byrja einhvers staðar.
Staðan í dag er ekki fjarri því
sem við bjuggumst við í ágúst
þegar efnahagsáætlun sjóðs-
ins lauk formlega. Auðvitað eru
enn áskoranir sem verður að tak-
ast á við en ég held að þær fram-
farir sem áttu sér stað í íslensku
efnahagslífi í fyrra muni halda
áfram.“
MIKLAR ÁSKORANIR FRAM UNDAN
Hún segir þær áskoranir og
áhættur sem gætu haft áhrif á
áframhaldandi efnahagsbata Ís-
lands bæði utanaðkomandi og inn-
lendar. „Varðandi utanaðkomandi
áhættur þá höfum við áhyggjur
af stöðunni í Evrópu almennt.
Ef ástandið versnar þá myndi
það hafa áhrif á alþjóðahagkerf-
ið og um leið á Ísland. Áhrifin á
Ísland gætu verið margs konar.
Til dæmis gæti verð á mikilvæg-
um útflutningsvörum eins og sjáv-
arafurðum og áli lækkað, ferða-
mönnum gæti fækkað og það gæti
orðið enn erfiðara að fjármagna
sig á alþjóðlegum mörkuðum.
Innanlands höfum við áhyggjur
af öllum töfum á frekari fjárfest-
ingu. Það er viðvarandi áhætta.
Við sjáum líka hættur á auk-
inni verðbólgu. Þá myndum við
hjá sjóðnum heldur ekki vilja sjá
stefnubreytingar hjá stjórnvöld-
um sem myndu grafa undan þeim
mikla árangri sem Ísland hefur
náð hingað til.“
VARAR VIÐ ALMENNUM AFSKRIFT-
UM
Aðspurð um hvers konar stefnu-
breytingar það séu sem AGS
hræðist segir hún það vera öll frá-
vik frá þeim sterku stefnum sem
innleiddar voru á síðustu árum og
hafa stuðlað að hinum góða efna-
hagsbata Íslands. Ein slík stefnu-
breyting er krafa um almennar
niðurfellingar á skuldum heimila.
Kozack telur að stjórnmálamenn
verði að standast þá freistingu að
Það verður að horfa
á heildarmyndina
Efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda lauk í ágúst
síðastliðnum. Sjóðurinn er þó enn með skrifstofu opna hér á landi og stefnt er að því
að hún verði opin fram í mars 2013 hið minnsta. Julie Kozack, sem hefur verið yfir-
maður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi um eins og hálfs árs
skeið, hefur nú látið af því starfi. Í viðtali við Markaðinn fer hún yfir efnahagsbata
Íslands, lærdóm sem hægt er að draga af íslensku áætluninni og þær hættur sem
eru fram undan.
Aðalfundur 2012
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn fimmtudaginn
22. mars 2012 kl. 9.00 árdegis í húsakynnum félagsins, Síðumúla 24, Reykjavík.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður
fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins eða hvernig mæta skuli halla.
4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
5. Tillaga um breytingu á 1. mgr. 4. gr. samþykkta félagsins varðandi fjölda hluta
og upphæð einstakra hlutabréfa.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
7. Kosning stjórnar félagsins.
8. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags).
9. Önnur mál löglega fram borin.
Framboð til stjórnar, þ.m.t. varastjórnar, skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar, Síðumúla 24, Reykjavík, skemmst
fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upp-
lýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við
helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu.
Reikninga félagsins og tillögur má nálgast á aðalskrifstofu félagsins viku fyrir fundinn.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is