Fréttablaðið - 07.03.2012, Qupperneq 38
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
AÐEINS NOKKRIR DAGAR eru eftir af sýningu Bjargar Eiríksdóttur í Artóteki á 1. hæð
Borgarbókasafns Reykjavíkur í Grófarhúsi. Sýningin er sjötta einkasýning Bjargar, en hún sýnir málverk,
myndband, textíl og svífandi skúlptúr. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 11. mars.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 07. mars 2012
Miðasala hefst í dag á tónleika spænsku söngkonunn-
ar Buiku sem kemur fram á Listahátíð í vor. „Buika
hefur magnaða sviðsframkomu og einstaklega blæ-
brigðaríka túlkun. Tónlistin er blanda af blús, djassi,
sálartónlist og spænskum tregasöngvum,“ segir í
fréttatilkynningu en Buika kemur hingað til lands
með hljómsveit skipaða framúrskarandi hljóðfæra-
leikurum frá Bandaríkjunum og Evrópu.
Buika er ættuð frá Gíneu á vesturströnd Afríku en
fæddist og ólst upp í sígaunaþorpi á Mallorka. Hún
er stórt nafn í heimstónlistargeiranum, en hefur einnig starfað með
fjölda þekktra popptónlistarmanna. Hún syngur tvö lög í nýjustu
kvikmynd spænska leikstjórans Pedros Almodóvar, The Skin I live in,
sem nýverið hlaut BAFTA-verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin.
Miðasala hefst á Buiku
➜ Sýningar
10.00 Sólrún Halldórsdóttir myndlistar-
maður opnar málverkasýningu í Bókasafni
Kópavogs, Hamraborg 6a. Þar sýnir hún
olíumálverk sem minna á vorið.
➜ Tónlist
12.15 Tónleikaröðin Ljáðu okkur eyra
heldur áfram undir stjórn Gerrits Schuil
í Fríkirkjunni í Reykjavík. Dagskrá er ekki
auglýst fyrir fram. Aðgangur er ókeypis.
21.00 Hljómsveitin ADHD kemur fram á
næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í
Norræna Húsinu, Sturlugötu 5. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.500.
➜ Upplestur
17.30 Þór Stefánsson mun lesa upp úr
tveimur nýjustu ljóðabókum sínum á
bókmenntadagskrá í Kórnum, sal Bóka-
safns Kópavogs. Oddur Ingi syngur auk
þess nokkur lög við ljóð úr eldri bókum
Þórs. Ritlistarhópur Kópavogs stendur fyrir
dagskránni og er aðgangur ókeypis og
kaffiveitingar á boðstólnum.
➜ Málþing
09.00 Viðskiptadeild Háskólans í
Reykjavík stendur fyrir málstofu um
stjórnunarreikningsskil og samspil stjórn-
unar, reikningshalds og upplýsingatækni í
stofu M208. Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir.
➜ Fyrirlestrar
12.15 Margrét Eggertsdóttir flytur erindið
Langa Edda – Goð og gyðjur í máli og
myndum í Þjóðmenningarhúsinu. Um er
að ræða hádegisfyrirlestur í erindaröðinni
Góssið hans Árna um valin handrit úr safni
Árna Magnússonar. Aðgangur er ókeypis
og allir eru velkomnir.
➜ Handverkskaffi
20.00 Þorvaldur Jónasson kynnir
gotneska skrautritun á handverkskaffi í
Gerðubergi. Farið verður í hefðbundna
stafagerð en einnig sýnd ýmis afbrigði
og fléttað verður inn sögulegum þáttum.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Námskeið
20.15 Námskeiðið Reykjavík: Tæknin og
sagan í umsjá Stefáns Pálssonar sagn-
fræðings verður haldið hjá Endurmenntun
Háskóla Íslands. Á námskeiðinu verður
stiklað á stóru í tæknisögu Reykjavíkur.
➜ Dans
14.00 Síðdegisdans verður hjá Félagi
eldri borgara í Reykjavík, Stangarhyl 4.
Stjórnendur eru Hafsteinn Sigurðsson og
Ágústa Hjálmtýsdóttir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
BUIKA
Nokkrir af virtustu lista-
mönnum Íslands koma
fram á listamessunni The
Armory Show sem hefst
í New York í dag. Þar eru
Norðurlöndin í forgrunni.
Norðurlöndin verða í fókus á
listamessunni The Armory Show
sem hefst í New York í dag og
stendur fram yfir helgi. Um er
að ræða eina af tveimur stærstu
listamessunum sem fram fara í
Bandaríkjunum. Þangað mæta
gallerí hvaðanæva að úr heim-
inum, stilla upp fjölbreyttum
básum og kynna listamenn fyrir
mögulegum kaupendum og öðru
áhugafólki um list.
Gallerí i8 tekur þátt í mess-
unni og sýnir þar ný verk eftir
Ólaf Elíasson, sem unnin eru
úr íslenskum rekaviði og gleri.
Ragnar Kjartansson kemur einn-
ig þar fram undir merkjum gall-
erísins, en verki hans, ljósaskilt-
inu Scandinavian Pain, hefur
verið komið þar fyrir. Þá verða
valin verk úr dánarbúi Birgis
Andréssonar á staðnum, en Gall-
erí i8 hefur haft umsjón með
þeim.
Meðan á listamessunni stendur
verður mikið um viðburði af
ýmsum toga. Á dagskránni má
finna samræður Bjarkar og
Ragnars Kjartanssonar, frammi
fyrir áhorfendum, en þau munu
meðal annars ræða hlutverk
endur tekningar og ítrekunar í
sköpun listamannsins. „Þetta
hefur vakið talsverða athygli
þarna úti. Það eru ekki nema
120 sæti í boði á viðburð og mér
skilst að fólk sé farið að slást
um þau,“ segir Þorlákur Einars-
son hjá Gallerí i8. „Þetta verður
örugglega mjög skemmtilegt og
Björk er mjög elskuleg að taka
þátt í þessu.“
Fleiri íslenskir listamenn taka
þátt í listamessunni. Þar á meðal
er Hrafnhildur Arnardóttir, sem
þekkt er undir nafninu Shop lifter,
en hún verður með daglega gjörn-
inga. Nýlistasafnið verður líka á
staðnum með valin verk íslenskra
l i sta ma n na . Metro pol ita n
Ensemble flytur tónverk eftir Örn
Alexander Ámundason og mynd-
listarkonan Katrín Sigurðardóttir
verður með innsetningu í bóka-
búð listamessunnar, Artbook.
Einnig mun sænski sýningar-
stjórinn Jonatan Habib Engqvist
kynna verkefnið (I)ndependent
People, samstarf um hundrað nor-
rænna listamanna og listahópa,
en afrakstur þess verður til sýnis
á Listahátíð í Reykjavík í maí.
Hægt er að fylgjast með The
Armory Show á vefslóðinni blog.
icelandicartcenter.is, þar sem
fulltrúar Kynningarmiðstöðv-
ar íslenskrar myndlistar munu
blogga meðan á listamessunni
stendur. holmfridur@frettabladid.is
Norræn list í forgrunni á
listamessu í New York
SCANDINAVIAN PAIN Meðal þess sem sjá má á The Armory Show í New York er
verk Ragnars Kjartanssonar, Scandinavian Pain. Myndin var tekin við uppsetningu
verksins í gær, daginn fyrir opnun listamessunnar. MYND/GALLERÍ I8