Fréttablaðið - 07.03.2012, Page 42

Fréttablaðið - 07.03.2012, Page 42
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Það var sumarið 2003 sem moldríkur Rússi, Roman Abramovich, að nafni keypti enska knattspyrnufélagið Chel- sea. Hann greiddi 60 milljón- ir punda fyrir félagið sem þá skuldaði 80 milljónir punda. Það voru smáaurar í augum Romans sem þurrkaði út skuld- irnar og fór að eyða peningum í leikmenn eins og þeir væru að detta úr tísku. Hann eyddi heil- um 110 milljónum punda í félagið fyrsta árið og er talinn hafa sett 600 milljónir punda í Chelsea síðan hann eignaðist það. Markmið Romans voru afar einföld – að gera Chel- sea að einu besta félagi heims og vinna sjálfa Meist- aradeildina. Honum tókst á skömmum tíma að gera Chelsea að einu besta liði Evr- ópu en hinn heil- agi kaleikur í augum Romans, Meistara- deildarbikarinn, hefur látið bíða eftir sér. Næst komst Chelsea því að vinna bikarinn er það mætti Man. Utd í úrslitum í Moskvu árið 2008. Þá tap- aði Chelsea í vítaspyrnu- keppni. Síðustu misseri hefur Chelsea verið að gefa eftir og þolinmæði eigandans í garð knattspyrnu- stjóra félagsins er engin. Þeir fá lítinn tíma til þess að byggja upp lið. Það hefur svo sannarlega ekki verið neinn skortur á hæfileika- ríkum þjálfurum hjá Chelsea í gegnum tíðina en þeir hafa samt undantekningalaust fengið að fjúka. Roman greiddi Ítalanum Carlo Ancelotti 10 milljónir punda til þess að hætta í lok síðasta sum- ars. Hann ákvað í kjölfarið að taka áhættu og ráða hinn 34 ára gamla Portúgala, André Vil- las-Boas. Portúgalinn var áður aðstoðarmaður hjá sjálfum José Mourinho og hafði verið að gera frábæra hluti með Porto. Svo mikla trú hafði Roman á Villas-Boas að hann greiddi Porto 13,3 milljónir punda til þess að fá hann. Trúin entist ekki lengi því 36 vikum og 40 leikjum síðar ákvað Roman að reka Portúgal- ann unga. Það kostaði hann 11 milljónir punda og Villas-Boas var þess utan búinn að fá 3,5 milljónir punda í laun á þessum 36 vikum. Ævintýrið í kring- um Villas-Boas kost- aði Roman því að minnsta kosti 27 millj- ónir punda. Eftir stend- ur ein rjúkandi rúst og efnilegir þjálfarar eins og Brendan Rodgers hjá Swansea segjast ekki hafa nokkurn áhuga á því að fara til Chelsea. Það eitt og sér segir sína sögu um það hvernig menn líta stjórastöð- una hjá félaginu. Brasilíumaðurinn Luiz Felipe Scolari hefur að auki líkt því við helvíti að vera knattspyrnustjóri Chelsea. Rússinn mun þó örugglega finna hæfan og reyndan mann til þess að taka við liðinu er það gerir enn eina tilraunina að því ná heilaga kaleiknum. Takist það ekki mun Roman líkast til sveifla öxinni á nýjan leik og reyna aftur enda segja kunnugir að það sé orðin þráhyggja hjá honum að vinna Meistaradeildina. henry@frettabladid.is HAMAR OG FJÖLNIR spila í kvöld hálfgerðan úrslitaleik í Hveragerði um hvort liðið heldur sæti sínu í Iceland Express- deild kvenna í körfubolta. Fjölnir er með tveggja stiga forskot en Hamar er aftur á móti með betri stöðu í innbyrðisleikjum og kemst því upp úr fallsæti með sigri. Fjölnir getur bjargað sér endanlega frá falli með því að vinna leikinn með 21 stigi eða meira því þá getur Hamar ekki náð liðinu í tveimur síðustu umferðunum. Í kvöld mætast einnig Haukar-Keflavík og Njarðvík-Snæfell. Rúblur Romans Yfirlit yfir árangur Chelsea frá því að Abramovich keypti félagið og hvernig reksturinn gekk á hverju tímabili. 2003-04: Enginn titill – taprekstur upp á 112 milljónir punda. 2004-05: Enskir meistarar og deildarbikarmeistarar – tap upp á 104 milljónir punda. 2005-06: Enskir meistarar – tap upp á 38 milljónir punda. 2006-07: Bikarmeistar og deildarbikarmeistarar – tap upp 29 milljónir punda. 2007-08: Enginn titill – tap upp á 11 milljónir punda. 2008-09: Bikarmeistarar – hagnaður upp á 9 milljónir punda. 2009-10: Enskir meistarar og bikarmeistarar – tap upp á 16 milljónir punda 2010-11: Enginn titill – tap upp á 72 milljónir punda. 2011-12: Er í fimmta sæti deildarinnar – tap komið upp í 47 milljónir punda. Riddarar Romans Abramovich keypti Chelsea árið 2003 og þá var Claudio Ranieri búinn að vera stjóri liðsins í þrjú ár. Hann entist aðeins út eina leiktíð. Claudio Ranieri Ráðinn í september 2000 – rekinn í maí 2005 José Mourinho Ráðinn í júní 2004 – rekinn í september 2007 Avram Grant Ráðinn í september 2007 – rekinn í maí 2008 Luiz Felipe Scolari Ráðinn í júlí 2008 – rekinn í febrúar 2009 Ray Wilkins Var tímabundið stjóri í febrúarmánuði 2009 Guus Hiddink Ráðinn tímabundið í febrúar 2009 og kláraði leiktíðina. Carlo Ancelotti Ráðinn í júní 2009 – rekinn í maí 2011 André Villas-Boas Ráðinn í júní 2011 – rekinn í mars 2012 Robert Di Matteo Ráðinn til þess að klára tímabilið LEITIN AÐ HEILAGA KALEIKNUM Rússinn Roman Abramovich hefur eytt mörgum milljörðum í Chelsea í þeirri von að vinna hinn heilaga kaleik evrópsku knattspyrnunnar – Meistaradeildina. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Eftir að hafa komist nálægt því hefur gengi Chelsea legið niður á við og þolimæði Romans fer þverrandi. VILL RÁÐA Abramovich var farinn að skipta sér af æfingum hjá Villas-Boas skömmu áður en hann lét hann fjúka. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Mario Balotelli, fram- herji Man. City, var ekki valinn í ítalska landsliðshópinn fyrir vin- áttuleikinn gegn Bandaríkjunum í síðustu viku. Cesare Prandelli landsliðsþjálf- ari sagðist hafa áhyggjur af and- legu ástandi leikmannsins. „Mér leið illa yfir því að vera ekki valinn því ég er alltaf mjög stoltur af því að spila fyrir Ítalíu. Það eru ákveðnar reglur í lands- liðinu sem ég skil og ber virðingu fyrir en mér fannst ég samt ekki eiga skilið að vera skilinn eftir.“ - hbg Mario Balotelli sár: Vildi spila með landsliðinu SPAÐI Balotelli er alltaf áberandi utan vallar. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Nánast engar líkur eru á því að Hulk verði áfram hjá Porto næsta vetur. Hann hefur skapað sér nafn í Evrópuboltanum síðan hann kom til félagsins frá Tokyo Verde árið 2008. Hulk hefur lengstum verið orð- aður við Chelsea en einnig við stóru félögin á Spáni. „Mér þykir mjög vænt um Porto en hver myndi ekki vilja spila með Barcelona? Einnig Real Madrid. Ég get ekki neitað því að ég væri til í að spila með báðum félögum,“ sagði maðurinn með ofurhetjunafnið. - hbg Brasilíumaðurinn Hulk: Heitur fyrir Real og Barca FÉLAGAR MEÐ PREMIUM ICELANDAIR AMERICAN EXPRESS® FRÁ KREDITKORTI GREIÐA EKKERT ÁRGJALD Í ICELANDAIR GOLFERS Golfsettið ferðast frítt! Þú nýtur þessara hlunninda: +

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.