Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 07.03.2012, Síða 46
7. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR30 MORGUNMATURINN „Ég fæ mér yfirleitt hafragraut eða ávexti, það fer allt eftir því hversu hress ég er þegar ég vakna á morgnana.“ Helga Margrét Reykdal, framkvæmda- stjóri Truenorth. siminn.is/vefverslun 25% afsláttur af GSM aukahl utum í verslunum Sí mans og á siminn.is „Við ákváðum að halda þetta kvöld til að sýna fram á að það sé hægt að hlusta á Motörhead og drekka Motörhead rauðvín, án þess að hljóta skaða af,“ segir Franz Gunn- arsson, en hann og félagar hans á Gamla Gauknum standa fyrir rokk- arakvöldi þar sem hægt verður að fá hið umdeilda Motörhead Shiraz rauðvín og Black Death bjór. ÁTVR hefur bannað sölu á þess- um vörum, og ýmsum öðrum, og segir Franz þær litlu útskýringar sem fengist hafa á þeirri ákvörðun vera grátbroslegar. „Það er alltaf gott að hafa reglugerðir og eftirlit með hlutunum, en þetta er alveg fáránlegt,“ segir Franz. Tilgangurinn með kvöldinu er að halda umræðunni um þessa ákvörðun gangandi. „Við erum ekki beint í neinum mótmælenda- hugleiðingum, heldur viljum við bara benda á fáránleikann í þessu, hlusta á góða tónlist og drekka í friði,“ segir Franz og vísar þar til áletrunarinnar Drink in Peace, eða drekkist í friði, sem er að finna á flöskum Black Death bjórsins og er ástæðan fyrir því að ÁTVR hefur bannað sölu á honum. Rokkarakvöldið verður hald- ið á Gamla Gauknum í kvöld og hefst klukkan 21.00. „Við erum búnir að setja saman í flotta rokkhljómsveit með meðlimum úr HAM, Sól- stöfum, Skálmöld og Dr. Spock og ætlum að bjóða upp á fría tónleika með Motörhead-lögum þar sem rokkarar geta keypt sér sitt rauðvín og smakkað á sínum bjór,“ segir Franz og hvetur alla alvöru rokk- ara til að klæða sig upp fyrir kvöldið, þar sem veg- leg verðlaun verða veitt fyrir þann sem líkist mest Lemmy Kilmister, söngvara Motörhead. - trs Rokkarar ætla að drekka í friði FRIÐSÖM MÓTMÆLI Franz segir kvöldið hugsað til að sýna fram á að hægt sé að hlusta á rokk- tónlist og drekka rokkaravín, en samt komast heill heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Svona er það þegar maður eyðir öllum vinnudeginum saman, þá kvikna alls konar hugmyndir,“ segir Elsa Nielsen, grafískur hönnuður, sem hannaði klukkuna Lukku ásamt Þorbjörgu Helgu Ólafsdóttur. Hönnunin vann til verðlauna í umbúðasamkeppni á vegum prentsmiðjunnar Odda og Félags íslenskra teiknara og hlutu þær 150.000 króna inneign í prent- smiðjunni að launum. Elsa og Þorbjörg starfa báðar sem grafískir hönnuðir á auglýs- ingastofunni Ennemm en þetta er þeirra fyrsta samstarfsverk- efni. Stöllurnar nefndu klukkuna Lukku og er hún úr umhverfis- vænum pappa og lítur út eins og lítill pappakassi sem eigand- inn setur sjálfur saman ásamt klukkuverki og litaspjöldum í mörgum litum. „Okkur langaði að hanna umbúðir sem væru jafnframt varan sjálf en ég verð að gefa manninum mínum Páli Ásgeiri Guðmundssyni hrós en það var hann sem stakk upp á því að við hönnuðum klukku,“ segir Elsa en klukkan hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að vera ekki komin í framleiðslu enn þá. „Við höfum verið að fá fyrirspurnir og margir sem vilja til dæmis athuga með fermingargjafir. Við erum mjög ánægðar með sigur- inn og stoltar.“ Elsa Nielsen er helst þekkt fyrir að hafa látið til sín taka á badmintonvellinum þar sem hún er margfaldur Íslandsmeistari en hún er langt frá því að vera búin að leggja spaðann á hilluna. „Ég er enn þá að spila með gamla genginu enda hálf ofvirk og á erfitt með að hætta. Ég er með mikið keppnis- skap og ætli það hafi ekki skilað sér inn í hönnunarheiminn líka.“ - áp Keppnisskapið skilaði sér í hönnunarheiminn LUKKU KLUKKA Samstarfskon- urnar Elsa Nielsen og Þorbjörg Helga Ólafsdóttir hönnuðu klukkuna Lukku sem bar sigur úr býtum í umbúðakeppni Odda og FÍT. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON - getur m.a. hjálpað ef þú finnur fyrir: Sjúkraþjálfari framkvæmir göngugreiningu hjá Heilsulandi Aumum hælum Beinhimnubólgu Verkjum í iljum Þreytuverkjum og pirring í fótum Verkjum í hnjám Verkjum í baki eða mjöðmum Hásinavandamálum Sérfræðingar Heilsulands eru Ásmundur Arnarsson og Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfarar GÖNGUGREINING Fyrirtækið Exton hefur verið önnum kafið í leit að hljómborð- um að undanförnu vegna tónleika Manfred Mann´s Earth Band 16. maí. Leitin hefur náð alla leið til Seyðisfjarðar og Akureyrar en tón- leikarnir verða haldnir í Háskóla- bíói. „Það sem okkur fannst fyndið er að þetta eru allt hljómborð frá níunda áratugnum. Þau eru ekki einu sinni gömul og ekki einu sinni ný heldur bara einhvers staðar mitt á milli,“ segir Ívar Ragnarsson hjá Exton. Forsprakki Manfred Mann´s Earth Band er hljómborðsleikarinn Manfred Mann, sem leggur mikla áherslu á að vera með réttu hljóm- borðin til taks, enda byggir prog- tónlist sveitarinnar mjög á þéttum hljómborðsleik. Þessi sögu- fræga hljóm- sveit óskaði eftir sjö til átta hljómborðum s em þu r f t u öll að vera af ákveðinni teg- und og árgerð. Exton var ráðið til að útvega þessi hljómborð en átti þau ekki á skrá hjá sér, enda mörg þeirra sjaldgæf hér á landi. Fyrirtækið setti þá auglýsingu á síðu íslenskra hljómborðsleik- ara á Facbook þar sem óskað var eftir aðstoð. Einn þeirra sem lagði fram hjálparhönd var Eyþór Gunn- arsson, hljómborðsleikari Messo- forte, sem bauðst til að útvega eitt hljóðfæri. Ekki hefur þó enn tekist að hafa uppi á öllum hljómborðunum. Aðspurður segist Ívar ekki óttast að hann finni ekki þau sem upp á vantar. „Við höfum séð um flest allar þessar hljómsveitir sem hafa komið og við getum reddað nánast öllu,“ segir hann. Þrátt fyrir vandræðin með hljómborðin vilja liðsmenn Man- fred Manns´Earth Band sjálf- ir ekki láta hafa mikið fyrir sér. Engin svíta hefur verið tekin frá fyrir þá og gista þeir allir í venju- legum hótelherbergjum, Manfred Mann jafnt sem tæknimennirnir. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is í dag. Meðal vinsælustu laga sem Manfred Mann hefur sent frá sér eru Do Wah Diddy Diddy, Pretty Flamingo, Mighty Quinn og Blinded By the Light. freyr@frettabladid.is ÍVAR RAGNARSSON: ALLT HLJÓMBORÐ FRÁ NÍUNDA ÁRATUGNUM Leita að hljómborðum úti um allt land fyrir Manfred VILJA MÖRG HLJÓMBORÐ Liðsmenn Manfred Mann´s Earth Band þurfa á mörgum hljómborðum að halda á tónleikum sínum í Háskólabíói. Eyþór Gunnarsson bauðst til að útvega eitt hljómborð. EYÞÓR GUNNARSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.