Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.04.2012, Blaðsíða 6
12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR6 Frá aðeins kr. 59.900 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu flugsætunum í helgarferð til Barcelona. Gríptu þetta frábæra tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð á frábærum kjörum! Verð kr. 59.900 Netverð á mann fyrir flugsæti báðar leiðir. Verð frá kr. 79.800 – Hotel Catalonia Atenas **** Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur með morgunverði. Verð frá kr. 99.900 – Hotel Catalonia Barcelona Plaza **** Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur með morgunverði. Ótrúle gt tilb oð! Barcelona Frábær 4 nátta helgarferð 27. apríl – 1. maí N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur Óttaslegnir íbúarnir flúðu upp í hæðir Tveir kröftugir jarðskjálftar riðu yfir skammt undan ströndum Indónesíu. Óttast var að flóðbylgja gæti gengið yfir strandhéruð, en svo varð ekki. Engar fréttir höfðu borist af mannfalli í gærkvöld. Viðvörunarkerfi reyndist afar vel. BEÐIÐ FYRIR UTAN MOSKU Íbúar í Aceh-héraði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín, biðu átekta fyrir utan Baiturrahman-moskuna eftir jarðskjálftann í gær. NORDICPHOTOS/AFP Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur KJÖRKASSINN INDÓNESÍA, AP Mikil skelfing greip um sig í Indónesíu í gær þegar tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir. Íbúar Aceh-héraðs eru sér- staklega minnugir flóðbylgjunnar sem kom í kjölfar skjálftans sem varð á svipuðum slóðum veturinn 2004. 170.000 létust í héraðinu og um 250.000 manns alls í strand- héruðum við Indlandshaf. Fyrri skjálftinn í gær mæld- ist 8,6 á Richters-kvarða og sá seinni var 8,3 stig og voru upptök þeirra um 500 kílómetra frá landi. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í öllum löndum sem liggja að Ind- landshafi, en neyðarástandi var aflýst tveimur klukkustundum síðar. Eina bylgjan sem staðfest er að hafi náð landi var um 80 sentimetra há og olli engum skemmdum. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða meiri háttar skemmdum vegna skjálftanna, en þeir fundust allt til Malasíu, Taí- lands, Indlands og Bangladess þar sem byggingar voru rýmdar. Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfði eftir að skjálftarnir riðu yfir urðu íbúar í Aceh afar ótta- slegnir. Fjöldi manna lagði á flótta og reyndi að komast upp í meiri hæð til að forðast hugsanlega flóðbylgju. Meðal annars bárust fréttir af því að sjúklingar hefðu verið fluttir út úr sjúkrahúsum í rúmum sínum. Eðlismunur var á þessum tveimur skjálftum núna og skjálftanum árið 2004 og þeim sem olli flóðbylgjunni sem gekk yfir Japan fyrir rúmu ári. Þrátt fyrir að skjálftarnir í gær hafi verið gríðarlega öflugir, áttu þeir sér stað á sniðgengi í jarð- fleka. Við það hreyfist hafsbotn- inn lárétt og það skapar því ekki bylgju af viðlíka stærðargráðu og gerðist árið 2004. Alþjóðaveðurfræði stofnunin lýsti því yfir, eftir að allt var um garð gengið, að viðbúnaðar- kerfið sem sett var upp eftir hörmungarnar 2004 hafi reynst afar vel í þetta skiptið. „Okkar gögn benda til þess að aðvörunarboð hafi borist á veður- stofur allra landa á hættusvæði á innan við fimm mínútum,“ sagði Maryam Golnarghi, yfirmaður á viðbragðsdeild Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar. thorgils@frettabladid.is var styrkleiki stærri skjálftans. Seinni skjálftinn mældist 8,3 stig. 8,6stig á Richter Indland Sri Lanka B E N G A L F L Ó I T Æ L A N D S - F L Ó I Súmatra Myanmar Tæland Malasía M A L A K K A S U N D Öflugir jarðskjálftar úti fyrir Súmötru SVEITASTJÓRNIR Tillaga um að farið verði strax í nauðsynlegar aðgerð- ir til að takmarka hraðakstur í Ánanaustum, Grandatorgi, Hólma- slóð, Mýrargötu og nágrenni var samþykkt samhljóða í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur- borgar á þriðjudag. Tillagan var flutt af Gísla Marteini Baldurs- syni og Hildi Sverrisdóttur úr Sjálfstæðisflokki. Gísli Marteinn segir á vefsíðu sinni að aðstæður á þessu svæði hvetji til hraðaksturs frekar en að takmarka hraða. Úr því verði að bæta. Samkvæmt tillögunni fær samgöngustjóri það verkefni að leggja til úrbætur fyrir ráðið. „Ég nota tækifærið til að hrósa félögum mínum í meirihlutanum fyrir að láta það ekki þvælast fyrir sér hvaðan málin koma,“ segir Gísli Marteinn á vefsíðu sinni. Hann bendir einnig á að hefja verði vinnu að breytingum á skipu- lagi svæðisins svo vegfarendum sé ekki stefnt í hættu. Ráðið geti samþykkt úrbótatillögur strax á næsta fundi, jafnvel þó þær verði til bráðabirgða. - bþh Hraðakstur í vesturborginni vandamál vegna góðra aðstæðna: Tillagan samþykkt samhljóða ÁNANAUST Breidd götunnar og umhverfið virkar sem hvati til hrað- aksturs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ert þú ánægð(ur) með hraða netsins á heimili þínu? Já 43,2 Nei 56,8 SPURNING DAGSINS Í DAG Óttast þú vaxandi verðbólgu? Segðu þína skoðun á visir.is SAMGÖNGUR Þorvaldur Jóhanns- son, fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir að efna eigi „heiðursmannasamkomulag“ sveitarstjórnarmanna frá 1986 um að Vestfirðingar og Aust- firðingar styðji hver annan í baráttu fyrir jarðgangagerð. „Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðnings- manna í gegnum árin um nauð- syn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar,“ segir hann á seydis- fjordur.is - gar Ákall fyrrverandi bæjarstjóra: Vestfirðingar standi við sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.