Fréttablaðið - 12.04.2012, Page 19

Fréttablaðið - 12.04.2012, Page 19
FIMMTUDAGUR 12. apríl 2012 19 Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var sam- þykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjald svæðis bæjarins árið 2012. Á tjald svæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verð- lagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnar- fólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitar félögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0. Á heimasíðu Útilegu kortsins eru talin upp á fimmta tug stéttar félaga og spurt: Er þitt félag að niðurgreiða Útilegu- kortið? Á heimasíðunni eru líka talin upp 44 tjaldsvæði þar sem Útilegukortið gildir. Langflest þessara tjaldsvæða eru á vegum sveitarfélaga sem niðurgreiða reksturinn. Þarna er ekki að finna nokkur helstu tjaldsvæði landsins sem af metnaði hafa byggt upp aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn undanfarin ár og þurfa að fá fyrir það eðli- legt endur gjald. Útilegukortið er selt til Íslendinga og þá helst í gegnum stéttarfélög sem niður- greiða kaupin fyrir félagsmenn. Útilegukortið er einnig selt til útlendinga. Kaupendur eru m.a. erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa hús- bílafólks hvert sumar og fara hringinn í kringum landið. Þessir aðilar kaupa t.d. 20 kort og nota fyrir hópinn. Að afloknum hring um landið er hópnum skilað í Norrænu og næsti hópur kemur og tekur yfir notkun kortanna; og svo hring eftir hring, næsti og næsti. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og tiltölulega ung og enn eru margir þættir hennar að mótast. Það er t.d. ekki langt síðan sveitarfélög komu að rekstri gistiheimila og hótela með niður- greiðslum á sömu forsendum og vafalaust eru notaðar til þess að réttlæta niðurgreiðslur á rekstri tjaldsvæðanna. Áframhaldandi vöxtur og uppbygging ferða- þjónustunnar hlýtur að byggjast á samvinnu margra aðila sem allir þurfa að hafa skýrt hlutverk og framtíðarsýn. Þannig þurfa sveitarfélög að einblína á grunn- þætti s.s. aðlaðandi umgjörð og aðstæður sem dregur að ferða- fólk og skapa þannig grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur ferða- þjónustufyrirtækja. Í þeim tilfellum þar sem tjald- svæði eru fyrir hlýtur að vera eðlilegra að bjóða reksturinn út heldur en að niðurgreiða hann úr sameiginlegum sjóðum. Það hlýtur að vera uppbyggilegra að þessi rekstur lúti þeim almennu samkeppnis- og rekstrarfor- sendum sem gilda en niður- greiðslum bæjarfélagsins. Forystumenn stéttarfélaga hafa það að atvinnu að vera tals- menn sanngirni og varða veginn til framtíðar. Báðir aðilar, sveitar- félagsfólk og forystufólk stéttar- félaga, fara með vald til þess að ráðstafa úr sameiginlegum sjóð- um og vilja vafalaust gera það af ábyrgð og fagmennsku. Lang- tímasjónarmið hljóta að vega þyngra en skammtímasjónarmið. Með því að stéttarfélög greiði hluta kaupverðs Útilegukortsins, eru þau í raun að millifæra úr sjóðum sínum til milliliðar sem hagnast af sölu niðurgreiddrar vöru. Áhrif niðurgreiðslnanna virka sem inngrip inn í viðkvæm- an rekstur þeirra ferðaþjónustu- aðila sem eru að þróa og byggja upp rekstur sinn. Getur það verið að þessir aðilar deili með sér þeirri hugsjón að allur rekst- ur tjaldsvæða á Íslandi eigi að vera niður greiddur? Ég beini því til forystufólks stéttarfélaga og sveitarstjórnarfólks að það hugsi sinn gang upp á nýtt og geri inn- grip af þessu tagi ekki að sjálf- virkum þætti starfs síns. Í fyrri greinum hef ég rætt um það mikla tjón sem gjaldeyris- höftin valda og hversu ólíklegt er að stefna stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta nái fullnægjandi árangri. Sú mikla aukning sem varð á umfangi aflandskrónuvandans með síðustu lagabreytingum veldur því að tiltækar leiðir eru alltof sein- virkar til lausna. En við þurfum líka að muna að áhætta fylgir öllum tilraunum til að losna við höftin. Stærsta áhættan felst í gengisfalli krónunnar, sem óhjákvæmilega fylgir afnámi hafta. Við höfum ekki mikið rætt hvers er að vænta um gengis þróun krónunnar í umhverfi frjálsra fjár- magnshreyfinga þegar hafta nýtur ekki lengur við. Hvað er raunhæft jafnvægisgengi við nú verandi aðstæður? Hvaða hagfræðingur sem er, sem sér gjaldmiðil í höftum og aflandskrónueign upp á um 60% af þjóðarframleiðslu, myndi segja að krónan væri of hátt skráð. Þar við bætist þrýstingur á útflæði, vegna fjárfestingarþarfar líf- eyrissjóða erlendis og vegna upp- safnaðrar þarfar innlendra aðila til að koma fé úr landi. Við munum því örugglega standa frammi fyrir gengisfalli við afnám hafta. Hversu miklu, er ómögulegt að spá. Það hversu vel er að afnámi hafta staðið hefur lykiláhrif á það hversu djúpt fallið verður og hversu fljótt krónan styrkist á ný. Ef afnámsferlið er illa hugsað og hefur ekki mikla tiltrú markaðsaðila, kann að verða mjög djúpt á botninn. Nýjar leiðir Áætlun stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta er um margt góð og greinir vandann rétt. Þau tæki sem þar er unnið eftir duga samt ekki ein, eins og fyrr hefur verið lýst, og við þurfum fjölbreyttari leiðir. Í haust er leið lagði sérfræðinga- hópur á vegum Viðskiptaráðs fram ýmsa valkosti um afnám hafta. Þar var sett fram sú hugmynd að erlend- um eigendum krónueigna yrði boðið að losna út, annað hvort með því að lána ríkinu fyrir því til 30 ára eða með því að sæta því að einungis væri hægt að leysa fjárhæðir út í smáum skömmtum á löngu tíma- bili, svo sem 20 árum. Líklega eru þessar leiðir áhættumeiri nú en þegar þær voru settar fram, vegna þess að aflandskrónueignin hefur aukist svo mjög. En það er líka vert að muna að ein lausn hentar ekki öllum og aflandskrónueigendur eru nú fjölbreyttari hópur en fyrr. Við getum til viðbótar líka hugsað að fara þá leið að semja við aflands- krónueigendur. Þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt atvinnulíf haldi áfram að veikjast vegna haftanna, samkeppnishæf fyrirtæki yfirgefi landið og engin erlend fjárfesting verði hér. Hve- nær eiga þeir þá að fá peningana sína út? Grikkir hafa nýlokið samn- ingaviðræðum af áþekkum toga við skuldabréfaeigendur um afslátt á grískum ríkisskuldum, með ágæt- um árangri. Þótt þar hafi vissulega verið um ríkisskuldir að ræða, en hér sé um fjármögnunarvanda að ræða, er grundvallarviðfangsefnið ekki ósvipað. Hvaða umgjörð væri hægt að skapa í slíkum samningum um greiðslufresti og afslætti, fyrir ólíka hópa aflandskrónueigenda? Staða heimila með húsnæðis- skuldir er líka áhyggjuefni. Verð- tryggðar skuldir hækka verulega með gengislækkun krónunnar. Ef óverðtryggð lán eru rétt verðlögð má líka ætla að kjör þeirra rjúki upp úr öllu valdi við slíkt gengis- fall. Er hægt að taka áhrif gengis- falls við afnám hafta út fyrir sviga með einhverjum hætti – til dæmis að flytja öll lán í óverðtryggð kjör á föstum vöxtum fram yfir áhrifa- tímabil afnámsins? Gætu banka- kerfið og ríkið sameinast um það? Gæti framlag lífeyrissjóðanna verið afsal á hækkun verðtryggðra eigna vegna verðbólgu í einhverja mánuði eftir afnám hafta? Slíkar lausnir gætu aukið þol samfélagsins til að taka á sig högg af tímabundnu gengisfalli og verðbólguskoti sem af slíku gengisfalli leiddi. Evrópsk þátttaka í ferlinu Það þarf líka að útfæra í aðildar- viðræðunum með hvaða hætti Evr- ópusambandið og evrópski Seðla- bankinn gætu aðstoðað við þessa lausn, flýtt fyrir henni og aukið tiltrú á ferlinu. Þátttaka í evr- ópska myntsamstarfinu er vissu- lega bundin við aðildarríkin ein og ekkert ríki getur orðið aðili að ESB með gjaldeyrishöft. Evr- ópusambandið hefur hins vegar ítrekað viðurkennt þá fordæmis- lausu aðstöðu sem Ísland lenti í 2008 og í samtölum mínum við Olli Rehn, framkvæmdastjóra gjald- miðilsmála, í febrúar í fyrra hét hann stuðningi sambandsins við afnámsferlið sem slíkt. Þegar ég ræddi við Jean-Claude Trichet, þáverandi seðlabankastjóra, um stöðuna á sama tíma, hristi hann höfuðið yfir þeim vanda sem aflands krónueign upp á tæp 30% af þjóðarframleiðslu skapaði og kallaði það fordæmislausan vanda. Hvað ætli Mario Draghi, eftirmaður hans, myndi segja við aflands krónueign upp á um 60% af þjóðar framleiðslu, eins og nú er orðin raunin? Ein leið í þessu efni væri sú að í aðildarviðræðunum yrði samið um að evrópski Seðlabankinn myndi veita fyrirgreiðslu til að unnt yrði að fjármagna útflæðið allt strax í upphafi eða á fárra ára tímabili, með endurgreiðslu yfir lengra tímabil. Slík lausn myndi væntan- lega valda því að krónan félli minna en ella við afnám haftanna og greiða fyrir því að rétt verð fengist á hana fljótt, svo auð veldara væri að ganga beint inn í ERM II og taka upp evru án vandkvæða í kjölfarið. Að venjast höftunum Í þessum greinum hef ég rætt þann alvarlega vanda sem gjaldeyris- höftin skapa. Hann vex stöðugt. Froskur sem settur er í heitt vatn hoppar upp úr, en ef hann er settur í kalt vatn og kveikt undir soðnar hann því hann tekur ekki eftir breytingunni. Hættan er sú að okkur fari eins – við tökum ekki eftir þeim breytingum sem verða, dag frá degi, á viðskiptaumhverfi okkar og rönkum við okkur eftir fáein ár þegar fyrirtækjum verður orðið óheimilt að eiga gjaldeyris- reikninga og við þurfum leyfi frá Seðlabankanum til að kaupa okkur bíl, jakkaföt, kjól eða dýra skó. Þetta er ekki einfalt vandamál úrlausnar og síst í aðdraganda kosninga. Afnám hafta mun örugg- lega valda gengisfalli krónunnar og verðbólgu í kjölfarið, með tilheyr- andi áhættu fyrir skuldug heimili. En á öllum vanda er lausn. Okkar er að finna hana saman. Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta Niðurgreidd ferðaþjónusta Gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason þingmaður Ferðaþjónusta Steinar Berg ferðaþjónustubóndi Ef afnámsferlið er illa hugsað og hefur ekki mikla tiltrú markaðsaðila, kann að verða mjög djúpt á botninum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.