Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 12.04.2012, Qupperneq 26
26 12. apríl 2012 FIMMTUDAGUR Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hags- munahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því lang- best og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýr mætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjana- kosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. Skotgrafahernaður hefur við- gengist allt of lengi í umræðunni um virkjanir þar sem and- stæðingar berjast með „allt eða ekkert“ þungavopnum og meðal- hófsmenn liggja í valnum sem óbreyttir borgarar. Í starfi mínu hjá Orkusetri vinn ég að orku- sparnaði en kem einnig að aðstoð við smærri virkjunaraðila eins og t.d. bændur sem vilja virkja bæjarlækinn. Einn slíkur komst að því, í miðju samtali við mig, að ég væri menntaður umhverfis- fræðingur og þá varð honum að orði að þá þýddi nú lítið að ræða við mig þar sem ég hlyti nú að vera á móti virkjunum almennt. Þegar heil starfsstétt er komin með fyrirframgefinn stimpil, þá er kannski kominn tími til að staldra aðeins við. „Virkjanir eru óumhverfisvænar!“ Þessi alhæfing er vissulega þægi- leg fyrir þann hóp sem vill engar frekari virkjanir. Ólíkt því sem margir hér á landi halda þá snúast umhverfismál um meira en land- vernd. Íslenskar virkjanir eru yfirleitt skil greindar sem mjög umhverfisvænar út frá orkufram- leiðslu enda er ekki notast við kol, gas eða olíu við raforkufram- leiðsluna með tilheyrandi álagi á óendurnýjanlegar jarðefnaelds- neytisbirgðir jarðar. Einnig er útblástur gróður húsalofttegunda frá virkjunum á Íslandi hverfandi miðað við jafnstórar virkjanir sem keyrðar eru áfram á jarð- efnaeldsneyti erlendis. Þetta þýðir þó ekki að virkjanir á Íslandi hafi lítil sem engin umhverfisáhrif, það er stór misskilningur hjá hópi manna á hinum endanum. Mismikið en óhjákvæmilegt rask fylgir öllum virkjanafram- kvæmdum og þeim þarf að lýsa vel þegar virkjunarkostir eru metnir svo hægt sé að taka upp- lýsta ákvörðun um slíkt. „Við höfum virkjað meira en við þurfum, nú er nóg komið!“ Þetta er nýjasta útspilið hjá hópi manna til að einfalda umræðuna. Vissulega framleiðum við mun meiri raforku en almenningur hér á landi þarf á að halda. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta þessar umframorku auðlindir til tekjuöflunar og atvinnu sköpunar fyrir íslenskt samfélag. Orkuauð- lind er auðlind alveg eins og fiski- miðin og ég held að flestir geti verið sammála um að íslenska þjóðin hafi komist upp úr moldar- kofunum um það bil um sama leyti og hún ákvað að veiða örlítið meira af fiski en hún þurfti sjálf. Ef kæmi í ljós reikniskekkja hjá Hafrannsóknastofnun sem sýndi að þorskstofninn væri í raun tvö- falt stærri, þá er ég ekki viss um að stór hópur manna legði til að EKKI yrði veitt meira, með þeim „rökum“ að við öfluðum nú þegar tíu sinnum meira en við gætum torgað. Þá má líkja þessum auð- lindum saman á fleiri vegu, fisk- veiðar eru ekki án umhverfis- áhrifa og kosta bæði olíu og rask á náttúru sjávar. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta þessa auð- lind og reynum að gera það með skynsamlegum hætti. Það eru t.d. ákveðnar tegundir sem ekki eru nýttar vegna þess að stofninn eða umhverfið sem þær lifa í þolir ekki álagið. Einnig er óhag- kvæmt að stunda sumar veiðar vegna lágs verðs sem fæst fyrir aflann. Það sama á að eiga við um virkjanir, þ.e. við eigum að meta umhverfisáhrif og hagkvæmni hverrar einstakrar virkjunar áður en auðlindanýting er ákvörðuð. „Hin illu uppistöðulón!“ Uppistöðulón eða vatns miðlanir eru fylgifiskur flestra vatns- aflsvirkjana og kannski þau umhverfis áhr i f sem eru mest umdeild og áberandi við virkjunar framkvæmdir. Þegar ný uppistöðulón verða til þá fer landsvæði sem áður stóð á þurru undir vatn. Slíkt tap á þurrlendi þarf að rökræða vel og kynna gagnvart almenningi líkt og Landsvirkjun hefur gert með tölvumyndum, á heimasíðu sinni, fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár. Almenningur á svo sjálfur að gera upp við sig hvort hann meti meira efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar eða land- breytinguna sem henni fylgir. Margir úthrópa lónin og vilja þau burt en það er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir rekstrarlegu mikil vægi uppistöðulóna. Eins og flestir vita þá rennur frosið vatn heldur verr en fljótandi og það þýðir að afrennsli áa á Íslandi er minna yfir vetrarmánuðina. Til þess að jafna raforkuframleiðslu yfir árið eru miðlanir nýttar til að safna umframorku á sumrin sem nýta má yfir vetrar tímann. Með öðrum orðum þá þyrfti fleiri virkjanir, með tilheyrandi umhverfisraski, til að anna vetrar raforkunotkun ef ekki væru uppistöðulón til að jafna framleiðsluna. Hagsmunir okkar allra hljóta að vera þeir, að fá sem mest fyrir það sem við eigum með sem minnstum kostnaði og gildir þá einu hvort verið er að skoða virkjun bæjarlækjarins eða stærri framkvæmdir. Því skiptir mestu að ákvarðanir um ein- stakar virkjunarframkvæmdir séu gerðar með upplýstum hætti líkt og stefnan var með Ramma- áætlun. Þannig er hægt að ræða, í fyrsta lagi hvort eigi að virkja ákveðna kosti og síðan hvernig er hægt að fá sem mest af orku með sem minnstum umhverfislegum kostnaði. Hræðilegar virkjanir Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja for- seta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins 10. apríl þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mis- muni ekki frambjóðendum er ger- samlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt fram- boð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bak við fjöl- miðlana og valdstjórnina. Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5. apríl á 1.117,5 cm² í grein með mynd ásamt heil- síðuumfjöllun um stefnumál fram- bjóðandans. Áhugavert í saman- burði við 3. mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4,5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fer- sentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss til að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun? Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds saman- burðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar. Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur for- seta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um ein- staka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin til- viljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inn- gripi forseta. Sitjandi forseti notaði mál- skotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunar aðilar framboðs hans ( eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál, m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave-lögin, fóru hins vegar í gegn með samþykki for- seta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðana- kannanir sýndu vaxandi óvinsæld- ir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðis- þróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leik sýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is. Ætla fjölmiðlar að velja forsetann? Við stöndum einungis frammi fyrir verkefnum og þau er annað hvort hægt að leysa eða ekki. Vandamál er því ekki til, nema verkefnið sé óleysanlegt og hafi áhrif á aðra þætti í kringum okkur. Þessi einfalda staðreynd er ástæða þess að ég forðast að ræða skuldavanda heimilanna og horfi frekar til verkefnisins skuldastaða heimilanna. Það er nefnilega lítið mál að leysa þetta verkefni. Það eina sem hefur komið í veg fyrir það er viljaleysi þeirra sem eiga að vinna verkið. Hvaðan koma peningarnir Það er eitt sem almenningur verður að átta sig á, en það er stað- reyndin um peningafram leiðsluna. Fæstir gera sér grein fyrir því að það er ekki ríkið sem býr til megnið af því fjármagni sem er í notkun, heldur eru það bankar sem búa það til með vaxtaberandi skuldsetningu. Í hvert sinn sem tekið er lán, þá er búinn til peningur sem sam- svarar lánsupphæðinni. Þessi peningur er búinn til úr engu, bankanum að kostnaðarlausu. Þegar svo lánið er greitt til baka, þá eyðileggur bankinn peninginn. Peningaframleiðsla er nefnilega ekki flókin og kostar ekkert. Staðreyndin er nefnilega sú að peningar fæðast með skuld- setningu og deyja við greiðslu, en valdið yfir lífi og dauða er í höndum hins almáttuga banka- kerfis. Þetta er einfaldlega spurningin um debet og kredit. Lausnin er einföld Ef við gefum okkur að meðal- skuld á einstakling sé um 10 milljónir, þá er um að ræða 20 milljónir á sambýlisfólk. Ríkið á að búa til þetta fjármagn án skuldsetningar og vaxta. Sérhver einstaklingur fær þessa upphæð, en hún er skilyrt þannig að hún gangi fyrst upp í greiðslu á skuldum. Það sem gerist er að fjármagnið fer aldrei út í hagkerfið, heldur er eyðilagt við greiðslu lánanna. Þetta hefur engin áhrif á fjármagn í umferð og á því ekki að hafa áhrif á verð- bólguna. Þetta eykur hins vegar kaupmátt almennings og þannig fara hjól efnahagslífsins af stað. Ef einstaklingur er með minni skuldsetningu en 10 milljónir, þá er honum frjálst að nota umfram- fjármagn til hvers sem hann vill. Sumir koma til með að kaupa sér eitthvað og þá fer fjár- magnið í atvinnulífið sem getur létt á skuldum sínum og þannig hverfur það fjármagn úr umferð. Fjármagnið mun líka vera notað til fjármögnunar á rekstri sem mun styrkja fjárhagsstöðu fyrir- tækja þannig að þau geti aukið framleiðslu og bætt rekstrar- grundvöll sinn. Slíkt mun aðeins styrkja samfélagið til langframa. Til að tryggja að umframfjár- magn valdi ekki þenslu, þá verður það tekið úr umferð með regluleg- um hætti í gegnum skattlagningu næstu fimm árin. Einnig verður að horfa til þess að einstaklingar sem hafa fengið afskrifuð pers- ónuleg lán sín eða fyrirtækja tengdra þeim munu ekki fá greiðslur, hafi af skriftirnar verið umfram 10 milljónir. Krafa um aðgerðir Skuldastaða heimilanna er ekki vandamál, heldur verkefni sem þarf að leysa. Það er kominn tími til þess að almenningur fái leiðréttingu þess óréttlætis sem hann hefur þurft að þola. Það er kominn tími til að almenningur hætti að skrimta og fái tækifæri til að lifa. Verkefnið skulda- staða heimilanna Verkefninu „Allir vinna“ hefur verið hleypt af stokkunum í annað sinn. Eins og áður felst þetta verkefni í því að kynna fyrir fólki það mikla skattalega hagræði sem nú felst í því að ráðast í framkvæmdir við íbúðarhúsnæði og sumar- húsnæði. Hið skattalega hagræði sem í þessu felst er 100% endur- greiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað og gildir þessi heimild út árið 2012. Þetta er þriðja árið í röð þar sem þessi kostur stendur fólki til boða. Óhætt er að segja að reynslan hafi sýnt það og sannað að almenningur kann vel að meta þegar skattkerfið er notað til að hvetja fólk til framkvæmda. Þar tala tölurnar sínu máli en alls hafa tæplega 29 þúsund um- sóknir um endurgreiðslu verið afgreiddar hjá embætti Ríkis- skattstjóra undanfarin tvö ár og um 4 milljarðar króna hafa verið endurgreiddir til framkvæmda- glaðra einstaklinga og lögaðila í landinu. Kannanir hafa jafnframt sýnt að átakið var meginhvati þess að hátt í 10.000 einstaklingar fóru út í framkvæmdir. Munar um minna þegar kemur að því að drífa áfram hjól atvinnulífsins. Byggingariðnaðurinn, ekki síst viðhaldshluti hans, hefur mjög notið góðs af átakinu og má full- yrða að ef það hefði ekki komið til, hefði umfang verklegra fram- kvæmda og þar með ástandið á byggingamarkaði verið enn verra en raun ber vitni. Verslun með byggingavörur hefur ekki síður notið góðs af því enda fer enginn út í verklegar framkvæmdir án þess að því fylgi umtalsverð efnis kaup. Síðast en ekki síst ber að nefna að verkefnið hefur mjög orðið til þess að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi á bygginga markaði, um það eru allir sem best til þekkja sammála. Aðstandendur verkefnisins „Allir vinna“ eru forsætisráðu- neytið, SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu, Samtök iðnaðarins og VR. Það er metnaðarmál þeirra allra að verkefnið skili sem bestum árangri, bæði fyrir þá sem hafa rétt til að nýta sér það og ekki síður fyrir hagkerfið í heild sinni, því verkefni á borð við þetta kemur öllum til góða með beinum eða óbeinum hætti. Við viljum því hvetja alla sem eru í framkvæmdahugleiðingum að láta nú slag standa, hafa sam- band við iðnaðarmenn, afla til- boða frá verslunum og drífa sig af stað. Það er sannfæring okkar að með þátttöku í verkefninu „Allir vinna“ munu allir vinna. „Allir vinna“ og allir vinna Orkumál Sigurður Friðleifsson umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri Orkuseturs Forsetakjör Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi Hagsmunir okkar allra hljóta að vera þeir, að fá sem mest fyrir það sem við eigum með sem minnstum kostnaði og gildir þá einu hvort verið er að skoða virkjun bæjar- lækjarins eða stærri framkvæmdir. Fjármál Jón Lárusson forsetaframbjóðandi Atvinnumál Margrét Kristmannsdóttir formaður SVÞ Stefán Einar Stefánsson formaður VR Svana Helen Björnsdóttir formaður SI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.